Geta búist við fleiri smitum fyrir norðan Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 9. maí 2021 11:40 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Staðfest er nú að sex manns séu smitaðir af kórónuveirunni á Sauðárkróki og í Skagafirði og segir sveitarstjórinn þar að búast megi við því að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum. Þá er viðbúið að fólki í sóttkví fjölgi talsvert mikið í dag. Fjórir greindust smitaðir af veirunni á föstudag og bættust tveir í hópinn í gær. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir að verið sé að rannsaka betur tvö sýni til viðbótar. Alls fóru um tvö hundruð manns í sýnatöku á Sauðárkróki í gær. „Þetta er eitthvað sem við gátum búist við miðað við fjöldann sem fór í sýnatöku í gær. Við getum alveg búist við fleiri smitum á næstu dögum,“ segir sveitarstjórinn. Löng biðröð fólks á leið í sýnatöku er nú fyrir utan Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þá segir Sigfús Ingi að búast megi við því að fólki í sóttkví fjölgi verulega í dag. Hann hafi ekki tölu yfir fólk í sóttkví en rakningarteymi vinni nú að því að hringja út eftir rakningu síðustu daga. „Þetta eru þannig smit að þetta getur haft áhrif víðar þannig að það er verið að reyna að ná utan um öll þessi tengsl,“ segir hann. Aðgerðastjórn almannavarna fundar klukkan 14:00 í dag og segir Sigfús Ingi að ákvörðun verði tekin um takmarkanir á svæðinu að honum loknum. Augu yfirvalda beinist þar meðal annars að skólastarfi. „Þetta eru vonbrigði að þetta hafi gerst núna en mér finnst samt baráttuhugur í fólki að takast á við þetta saman og klára þetta mál. Þannig að fólk er að þjappa sér saman,“ segir sveitarstjórinn um hljóðið í bæjarbúum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Tengdar fréttir Tveir smitaðir fyrir norðan og einn í sóttkví Tvö ný kórónuveirusmit hafa verið staðfest hér á landi síðasta sólarhringinn en annar einstaklinganna var í sóttkví samkvæmt upplýsingum almannavarna. Bæði smitin greindust í Skagafirði. Enginn greindist smitaður á landamærunum þrátt fyrir metfjöldi flugvéla hafi komið til landsins frá því að faraldurinn hófst. 9. maí 2021 11:00 Gætu gripið til þess að loka skólum Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. 8. maí 2021 18:39 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Fjórir greindust smitaðir af veirunni á föstudag og bættust tveir í hópinn í gær. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir að verið sé að rannsaka betur tvö sýni til viðbótar. Alls fóru um tvö hundruð manns í sýnatöku á Sauðárkróki í gær. „Þetta er eitthvað sem við gátum búist við miðað við fjöldann sem fór í sýnatöku í gær. Við getum alveg búist við fleiri smitum á næstu dögum,“ segir sveitarstjórinn. Löng biðröð fólks á leið í sýnatöku er nú fyrir utan Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þá segir Sigfús Ingi að búast megi við því að fólki í sóttkví fjölgi verulega í dag. Hann hafi ekki tölu yfir fólk í sóttkví en rakningarteymi vinni nú að því að hringja út eftir rakningu síðustu daga. „Þetta eru þannig smit að þetta getur haft áhrif víðar þannig að það er verið að reyna að ná utan um öll þessi tengsl,“ segir hann. Aðgerðastjórn almannavarna fundar klukkan 14:00 í dag og segir Sigfús Ingi að ákvörðun verði tekin um takmarkanir á svæðinu að honum loknum. Augu yfirvalda beinist þar meðal annars að skólastarfi. „Þetta eru vonbrigði að þetta hafi gerst núna en mér finnst samt baráttuhugur í fólki að takast á við þetta saman og klára þetta mál. Þannig að fólk er að þjappa sér saman,“ segir sveitarstjórinn um hljóðið í bæjarbúum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Tengdar fréttir Tveir smitaðir fyrir norðan og einn í sóttkví Tvö ný kórónuveirusmit hafa verið staðfest hér á landi síðasta sólarhringinn en annar einstaklinganna var í sóttkví samkvæmt upplýsingum almannavarna. Bæði smitin greindust í Skagafirði. Enginn greindist smitaður á landamærunum þrátt fyrir metfjöldi flugvéla hafi komið til landsins frá því að faraldurinn hófst. 9. maí 2021 11:00 Gætu gripið til þess að loka skólum Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. 8. maí 2021 18:39 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Tveir smitaðir fyrir norðan og einn í sóttkví Tvö ný kórónuveirusmit hafa verið staðfest hér á landi síðasta sólarhringinn en annar einstaklinganna var í sóttkví samkvæmt upplýsingum almannavarna. Bæði smitin greindust í Skagafirði. Enginn greindist smitaður á landamærunum þrátt fyrir metfjöldi flugvéla hafi komið til landsins frá því að faraldurinn hófst. 9. maí 2021 11:00
Gætu gripið til þess að loka skólum Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. 8. maí 2021 18:39