Taktföst strókavirkni í eldgosinu á Reykjanesi Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2021 10:25 Háir og kraftmiklir strókar koma nú upp úr jörðinni í Geldingadölum og nágrenni með hléum á milli. Gosmökkurinn getur dottið niður í millitíðinni. Vísir/Vilhelm Háir og kraftmiklir kvikustrókar sem detta niður þess á milli einkenna nú virkni eldgossins á Reykjanesi. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar segir taktfasta strókavirkni gossins nú bundna við fimmta gíginn sem myndaðist og hefur verið sem virkastur undanfarnar vikur. Strókavirkni gossins síðustu vikuna veik í gær fyrir þeirri stöðugu og jöfnu virkni sem einkenndi gosið lengst framan af, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Á milli klukkan sjö og átta í gærkvöldi fór strókavirknin aftur af stað. „Það er aftur kominn þessi strókaritmi þar sem koma háir kraftmiklir kvikustrókar sem halda nokkuð jafnri virkni í nokkrar mínútur og svo dettur það niður og bíður eftir næsta strók. Þannig að það er kominn aftur þessi taktfasti ritmi í gosið,“ segir hún. Þrátt fyrir að gosmökkurinn detti niður og sjáist ekki um stund á milli strókanna, eins og gerðist í morgun, segir Salóme að kvika renni áfram og niður í Meradali, jafnvel þó að hún sjáist ekki á vefmyndavélum á svæðinu. Vísir fékk ábendingar um það í morgun að gosmökkurinn sæist ekki lengur frá höfuðborgarsvæinu. „Gosinu er svo sannarlega ekki lokið, það get ég sagt þér,“ segir Salóme. Virknin nú er að mestu bundin við þann gíg sem hefur verið talinn sá fimmti í röðinni frá því að gosið hófst líkt og hefur verið undanfarnar vikur. Tilkynningar bárust í gær um að fyrsti og elsti gígurinn væri aftur orðinn virkur en Salóme segir ekki vitað hvort að svo sé enn. „Það kom aðeins smáskot í fyrsta gíginn í gær. Ég veit ekki hvort að það sé áfram í gangi eða ekki. Það er dálítið erfitt að sjá það á myndavélum. Við fengum bara eina eða tvær tilkynningar í gær um að það væri kvika að koma upp úr elsta gígnum og það er alveg öruggt að það var miðað við þær myndir sem við fengum. En við höfum ekki fengið neinar aðrar tilkynningar um það þannig að ég veit ekki hvort það hafi dottið niður aftur eða ekki,“ segir hún. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Strókavirkni gossins síðustu vikuna veik í gær fyrir þeirri stöðugu og jöfnu virkni sem einkenndi gosið lengst framan af, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Á milli klukkan sjö og átta í gærkvöldi fór strókavirknin aftur af stað. „Það er aftur kominn þessi strókaritmi þar sem koma háir kraftmiklir kvikustrókar sem halda nokkuð jafnri virkni í nokkrar mínútur og svo dettur það niður og bíður eftir næsta strók. Þannig að það er kominn aftur þessi taktfasti ritmi í gosið,“ segir hún. Þrátt fyrir að gosmökkurinn detti niður og sjáist ekki um stund á milli strókanna, eins og gerðist í morgun, segir Salóme að kvika renni áfram og niður í Meradali, jafnvel þó að hún sjáist ekki á vefmyndavélum á svæðinu. Vísir fékk ábendingar um það í morgun að gosmökkurinn sæist ekki lengur frá höfuðborgarsvæinu. „Gosinu er svo sannarlega ekki lokið, það get ég sagt þér,“ segir Salóme. Virknin nú er að mestu bundin við þann gíg sem hefur verið talinn sá fimmti í röðinni frá því að gosið hófst líkt og hefur verið undanfarnar vikur. Tilkynningar bárust í gær um að fyrsti og elsti gígurinn væri aftur orðinn virkur en Salóme segir ekki vitað hvort að svo sé enn. „Það kom aðeins smáskot í fyrsta gíginn í gær. Ég veit ekki hvort að það sé áfram í gangi eða ekki. Það er dálítið erfitt að sjá það á myndavélum. Við fengum bara eina eða tvær tilkynningar í gær um að það væri kvika að koma upp úr elsta gígnum og það er alveg öruggt að það var miðað við þær myndir sem við fengum. En við höfum ekki fengið neinar aðrar tilkynningar um það þannig að ég veit ekki hvort það hafi dottið niður aftur eða ekki,“ segir hún.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira