Gætu gripið til þess að loka skólum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2021 18:39 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. Fjóri greindust með kórónuveiruna í gær og var einn þeirra utan sóttkvíar við greiningu. Hátt í 200 íbúar í Skagafirði fóru í sýnatöku í dag eftir að fjórir greindust smitaðir á svæðinu. Sýnin voru flutt suður og munu niðurstöður að líkindum liggja fyrir í kvöld. Þeir smituðu í sömu fjölskyldu Sveitarstjóri Skagafjarðar segir að fólki sé brugðið en tugir eru komnir í sóttkví. „Það er búið að rekja upptökin. Þetta eru einstaklingar sem voru í samskiptum við smitaðan einstakling fyrir sunnan. Þetta tengist sömu fjölskyldu og vinnufélögum,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Eðli vinnustaðarins sé þannig að tengslin geta náð víða um samfélagið. Búið er að aflýsa leiksýningu sem átti að fara fram á Sauðárkróki í dag, engar bíósýningar verða á morgun auk þess sem heitum pottum og gufum verður lokað í sundlaugum. Sigfús segir að framhaldið muni ráðast af niðurstöðum skimana. „Ef okkur þykir ástæða til þá munum við takmarka eða loka einhverjum skólum á mánudag.“ Biðla til fólks að sinna sóttvörnum og halda sig til hlés „Við höfum sent út erindi til íbúa að gæta vel að sóttvörnum og fara eftir þeim fyrirmælum sem sett hafa verið, passa sig og halda sig til hlés. Það er okkar von að það muni skila okkur góðum árangri í þessari baráttu,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Metfjöldi farþegaflugvéla til landsins um helgina Metfjöldi, frá því að faraldurinn hófst, er í komu farþegaflugvéla til landsins í dag og á morgun. Sjö flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í dag og er von á þeirri áttundu í kvöld. Sex flugvélar eru væntanlegar til landsins á morgun. Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið á flugvellinu í dag þó einhverjir hafi þurft að bíða í tæpa tvo tíma eftir afgreiðslu landamæravarða. Verklagi var breytt á flugvellinum fyrir helgi til að takast á við fjölda komufarþega og var afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Samkomubann á Íslandi Akrahreppur Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Fjóri greindust með kórónuveiruna í gær og var einn þeirra utan sóttkvíar við greiningu. Hátt í 200 íbúar í Skagafirði fóru í sýnatöku í dag eftir að fjórir greindust smitaðir á svæðinu. Sýnin voru flutt suður og munu niðurstöður að líkindum liggja fyrir í kvöld. Þeir smituðu í sömu fjölskyldu Sveitarstjóri Skagafjarðar segir að fólki sé brugðið en tugir eru komnir í sóttkví. „Það er búið að rekja upptökin. Þetta eru einstaklingar sem voru í samskiptum við smitaðan einstakling fyrir sunnan. Þetta tengist sömu fjölskyldu og vinnufélögum,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Eðli vinnustaðarins sé þannig að tengslin geta náð víða um samfélagið. Búið er að aflýsa leiksýningu sem átti að fara fram á Sauðárkróki í dag, engar bíósýningar verða á morgun auk þess sem heitum pottum og gufum verður lokað í sundlaugum. Sigfús segir að framhaldið muni ráðast af niðurstöðum skimana. „Ef okkur þykir ástæða til þá munum við takmarka eða loka einhverjum skólum á mánudag.“ Biðla til fólks að sinna sóttvörnum og halda sig til hlés „Við höfum sent út erindi til íbúa að gæta vel að sóttvörnum og fara eftir þeim fyrirmælum sem sett hafa verið, passa sig og halda sig til hlés. Það er okkar von að það muni skila okkur góðum árangri í þessari baráttu,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Metfjöldi farþegaflugvéla til landsins um helgina Metfjöldi, frá því að faraldurinn hófst, er í komu farþegaflugvéla til landsins í dag og á morgun. Sjö flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í dag og er von á þeirri áttundu í kvöld. Sex flugvélar eru væntanlegar til landsins á morgun. Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið á flugvellinu í dag þó einhverjir hafi þurft að bíða í tæpa tvo tíma eftir afgreiðslu landamæravarða. Verklagi var breytt á flugvellinum fyrir helgi til að takast á við fjölda komufarþega og var afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Samkomubann á Íslandi Akrahreppur Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira