Tugir í sóttkví í Skagafirði eftir að fjórir greindust smitaðir Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2021 11:08 Frá Sauðárkróki Wikipedia/Steinib68 Sýnatökur og smitrakning eru nú í fullum gangi og tugir manna eru farnir í sóttkví eftir að staðfest var að fjórir væru smitaðir af kórónuveirunni á Sauðárkróki og Skagafirði í gær. Sveitarstjóri Skagafjarðar segir of snemmt að tala um hópsmit en að líkur sé á að sýkingin nú sé meiri að umfangi en sveitarfélagið hafi lent í til þessa í faraldrinum. „Þetta tengist vinnustað í bænum. Hún er þess eðlis þessi starfsemi að þetta getur teygt sig í ýmsar átti þannig að menn eru bara að reyna að gæta varúðar,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, við Vísi. Hann segist ekki geta greint frá því á hvaða vinnustað smitin komu upp en segir þau þó ekki tengjast skólastarfsemi. Samkvæmt síðustu staðfestu tölum séu fjórir smitaðir og fjöldi þeirra sem séu komnir í sóttkví hlaupi á tugum. „Það eru alveg líkur á því að þetta sé stærra umfang en við höfum lent í áður. Við höfum nú sloppið mjög vel hingað til,“ segir sveitarstjórinn. Þrír af þeim fjórum sem hafa greinst með kórónuveirusmit voru í sóttkví, að því er kemur fram í færslu lögeglunnar á Norðurlandi vestra á Facebook í dag. Alls séu 72 í sóttkví á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi. Af þeim eru 58 á Sauðárkróki. Sigfús Ingi segir að sá fjöldi sem sé í sóttkví eða smitaður af veirunni geti haft áhrif á atvinnustarfsemi á svæðinu í komandi viku en óljóst er á þessari stundu hversu mikil. „Það eru miklar sýnatökur núna yfir helgina og rakningarteymið er að störfum þannig að við erum bara aðeins að reyna að ná utan um þetta,“ segir hann. Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
„Þetta tengist vinnustað í bænum. Hún er þess eðlis þessi starfsemi að þetta getur teygt sig í ýmsar átti þannig að menn eru bara að reyna að gæta varúðar,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, við Vísi. Hann segist ekki geta greint frá því á hvaða vinnustað smitin komu upp en segir þau þó ekki tengjast skólastarfsemi. Samkvæmt síðustu staðfestu tölum séu fjórir smitaðir og fjöldi þeirra sem séu komnir í sóttkví hlaupi á tugum. „Það eru alveg líkur á því að þetta sé stærra umfang en við höfum lent í áður. Við höfum nú sloppið mjög vel hingað til,“ segir sveitarstjórinn. Þrír af þeim fjórum sem hafa greinst með kórónuveirusmit voru í sóttkví, að því er kemur fram í færslu lögeglunnar á Norðurlandi vestra á Facebook í dag. Alls séu 72 í sóttkví á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi. Af þeim eru 58 á Sauðárkróki. Sigfús Ingi segir að sá fjöldi sem sé í sóttkví eða smitaður af veirunni geti haft áhrif á atvinnustarfsemi á svæðinu í komandi viku en óljóst er á þessari stundu hversu mikil. „Það eru miklar sýnatökur núna yfir helgina og rakningarteymið er að störfum þannig að við erum bara aðeins að reyna að ná utan um þetta,“ segir hann.
Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira