Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2021 16:29 Dómur var kveðinn upp í dag. Vísir/Vilhelm Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. Karlmaðurinn sem lést var að vinna á vinnuvél, svokallaðri frauðpressuvél, í Plastgerðinni. Öryggisbúnaður á vélinni sem hann starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Brutu ýmis lög Einn yfirmannanna, verkstjóri hjá verksmiðjunni, var ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinir mennirnir tveir, annar framkvæmdastjóri og hinn verkstjóri en báðir eigendur verksmiðjunnar, voru ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þá var framkvæmdastjórinn einnig ákærður fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að gangsetja allar vélarnar í vinnslusal Plastgerðarinnar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu allir gerst sekir um það sem þeim var gefið að sök að því frátöldu að annar eigandinn var sýknaður af því að hafa ekki upplýst starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið óvirkjaður. Hann hefði verið í sumarfríi og fjarri vinnustaðnum þegar verkstjórinn upplýsti hann um að hann hefði aftengt búnaðinn. Undir áhrifum fíkniefna og lyfja Verkstjórinn fékk sextíu daga skilorðsbundinn dóm en hinir tveir þrjátíu daga skilorðsbundna dóma. Einkaréttakröfum móður hins látna og bróður var vísað frá dómi. Við ákvörðun refsingar mannanna þriggja var horft til þess að þeir höfðu ekki áður sætt refsingu. Þá var tekið tillit til þess að við krufningu á líki mannsins mældist hár styrkur amfetamíns í blóði auk kannabisefna og lyfsins mídazólam. Sérfræðingur í réttarlæknisfræði taldi ekki loku fyrir það skotið að lyfið ásamt fíkniefnum hefði haft samverkandi áhrif á athyglisgáfu hans og árvekni. Í því ljósi þótti Héraðsdómi Reykjaness ekki óvarlegt að ætla að maðurinn hefði sjálfur átt nokkra sök á slysinu. Á hinn bóginn bæri einnig að líta til alvarleika brots ákærðu, en dómurinn sló því föstu að hver þeirra bæri á sinn hátt ábyrgð á því að mannsbani hlaust af gáleysi þeirra. Þótt rétt að skilorðsbinda refsinguna í samræmi við dómvenju í slíkum málum og því að útgáfa ákæru dróst úr hófi án þess að þremur ákærðu væri um að kenna. Hinn látni hét Pawel Giniewicz og hafði búið á Íslandi í nokkur ár þegar hann lést. Hann var fæddur árið 1985 og 32 ára þegar hann dó. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Dómsmál Vinnuslys Tengdar fréttir Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. 9. desember 2020 17:10 Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Keflavík Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Plastgerð Suðurnesja í gær hét Pawel Giniewicz. 22. júlí 2017 14:22 Lést eftir vinnuslys í Keflavík Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plastgerð Suðurnesja í dag er látinn. 21. júlí 2017 19:17 Alvarlega slasaður eftir vinnuslys í Keflavík Starfsmaður hjá Plastgerð Suðurnesja er talinn alvarlega slasaður eftir vinnuslys sem varð um hádegisbil í dag. 21. júlí 2017 14:10 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Karlmaðurinn sem lést var að vinna á vinnuvél, svokallaðri frauðpressuvél, í Plastgerðinni. Öryggisbúnaður á vélinni sem hann starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Brutu ýmis lög Einn yfirmannanna, verkstjóri hjá verksmiðjunni, var ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinir mennirnir tveir, annar framkvæmdastjóri og hinn verkstjóri en báðir eigendur verksmiðjunnar, voru ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þá var framkvæmdastjórinn einnig ákærður fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að gangsetja allar vélarnar í vinnslusal Plastgerðarinnar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu allir gerst sekir um það sem þeim var gefið að sök að því frátöldu að annar eigandinn var sýknaður af því að hafa ekki upplýst starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið óvirkjaður. Hann hefði verið í sumarfríi og fjarri vinnustaðnum þegar verkstjórinn upplýsti hann um að hann hefði aftengt búnaðinn. Undir áhrifum fíkniefna og lyfja Verkstjórinn fékk sextíu daga skilorðsbundinn dóm en hinir tveir þrjátíu daga skilorðsbundna dóma. Einkaréttakröfum móður hins látna og bróður var vísað frá dómi. Við ákvörðun refsingar mannanna þriggja var horft til þess að þeir höfðu ekki áður sætt refsingu. Þá var tekið tillit til þess að við krufningu á líki mannsins mældist hár styrkur amfetamíns í blóði auk kannabisefna og lyfsins mídazólam. Sérfræðingur í réttarlæknisfræði taldi ekki loku fyrir það skotið að lyfið ásamt fíkniefnum hefði haft samverkandi áhrif á athyglisgáfu hans og árvekni. Í því ljósi þótti Héraðsdómi Reykjaness ekki óvarlegt að ætla að maðurinn hefði sjálfur átt nokkra sök á slysinu. Á hinn bóginn bæri einnig að líta til alvarleika brots ákærðu, en dómurinn sló því föstu að hver þeirra bæri á sinn hátt ábyrgð á því að mannsbani hlaust af gáleysi þeirra. Þótt rétt að skilorðsbinda refsinguna í samræmi við dómvenju í slíkum málum og því að útgáfa ákæru dróst úr hófi án þess að þremur ákærðu væri um að kenna. Hinn látni hét Pawel Giniewicz og hafði búið á Íslandi í nokkur ár þegar hann lést. Hann var fæddur árið 1985 og 32 ára þegar hann dó. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Dómsmál Vinnuslys Tengdar fréttir Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. 9. desember 2020 17:10 Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Keflavík Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Plastgerð Suðurnesja í gær hét Pawel Giniewicz. 22. júlí 2017 14:22 Lést eftir vinnuslys í Keflavík Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plastgerð Suðurnesja í dag er látinn. 21. júlí 2017 19:17 Alvarlega slasaður eftir vinnuslys í Keflavík Starfsmaður hjá Plastgerð Suðurnesja er talinn alvarlega slasaður eftir vinnuslys sem varð um hádegisbil í dag. 21. júlí 2017 14:10 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. 9. desember 2020 17:10
Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Keflavík Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Plastgerð Suðurnesja í gær hét Pawel Giniewicz. 22. júlí 2017 14:22
Lést eftir vinnuslys í Keflavík Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plastgerð Suðurnesja í dag er látinn. 21. júlí 2017 19:17
Alvarlega slasaður eftir vinnuslys í Keflavík Starfsmaður hjá Plastgerð Suðurnesja er talinn alvarlega slasaður eftir vinnuslys sem varð um hádegisbil í dag. 21. júlí 2017 14:10