Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2021 16:29 Dómur var kveðinn upp í dag. Vísir/Vilhelm Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. Karlmaðurinn sem lést var að vinna á vinnuvél, svokallaðri frauðpressuvél, í Plastgerðinni. Öryggisbúnaður á vélinni sem hann starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Brutu ýmis lög Einn yfirmannanna, verkstjóri hjá verksmiðjunni, var ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinir mennirnir tveir, annar framkvæmdastjóri og hinn verkstjóri en báðir eigendur verksmiðjunnar, voru ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þá var framkvæmdastjórinn einnig ákærður fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að gangsetja allar vélarnar í vinnslusal Plastgerðarinnar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu allir gerst sekir um það sem þeim var gefið að sök að því frátöldu að annar eigandinn var sýknaður af því að hafa ekki upplýst starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið óvirkjaður. Hann hefði verið í sumarfríi og fjarri vinnustaðnum þegar verkstjórinn upplýsti hann um að hann hefði aftengt búnaðinn. Undir áhrifum fíkniefna og lyfja Verkstjórinn fékk sextíu daga skilorðsbundinn dóm en hinir tveir þrjátíu daga skilorðsbundna dóma. Einkaréttakröfum móður hins látna og bróður var vísað frá dómi. Við ákvörðun refsingar mannanna þriggja var horft til þess að þeir höfðu ekki áður sætt refsingu. Þá var tekið tillit til þess að við krufningu á líki mannsins mældist hár styrkur amfetamíns í blóði auk kannabisefna og lyfsins mídazólam. Sérfræðingur í réttarlæknisfræði taldi ekki loku fyrir það skotið að lyfið ásamt fíkniefnum hefði haft samverkandi áhrif á athyglisgáfu hans og árvekni. Í því ljósi þótti Héraðsdómi Reykjaness ekki óvarlegt að ætla að maðurinn hefði sjálfur átt nokkra sök á slysinu. Á hinn bóginn bæri einnig að líta til alvarleika brots ákærðu, en dómurinn sló því föstu að hver þeirra bæri á sinn hátt ábyrgð á því að mannsbani hlaust af gáleysi þeirra. Þótt rétt að skilorðsbinda refsinguna í samræmi við dómvenju í slíkum málum og því að útgáfa ákæru dróst úr hófi án þess að þremur ákærðu væri um að kenna. Hinn látni hét Pawel Giniewicz og hafði búið á Íslandi í nokkur ár þegar hann lést. Hann var fæddur árið 1985 og 32 ára þegar hann dó. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Dómsmál Vinnuslys Tengdar fréttir Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. 9. desember 2020 17:10 Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Keflavík Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Plastgerð Suðurnesja í gær hét Pawel Giniewicz. 22. júlí 2017 14:22 Lést eftir vinnuslys í Keflavík Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plastgerð Suðurnesja í dag er látinn. 21. júlí 2017 19:17 Alvarlega slasaður eftir vinnuslys í Keflavík Starfsmaður hjá Plastgerð Suðurnesja er talinn alvarlega slasaður eftir vinnuslys sem varð um hádegisbil í dag. 21. júlí 2017 14:10 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Karlmaðurinn sem lést var að vinna á vinnuvél, svokallaðri frauðpressuvél, í Plastgerðinni. Öryggisbúnaður á vélinni sem hann starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Brutu ýmis lög Einn yfirmannanna, verkstjóri hjá verksmiðjunni, var ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinir mennirnir tveir, annar framkvæmdastjóri og hinn verkstjóri en báðir eigendur verksmiðjunnar, voru ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þá var framkvæmdastjórinn einnig ákærður fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að gangsetja allar vélarnar í vinnslusal Plastgerðarinnar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu allir gerst sekir um það sem þeim var gefið að sök að því frátöldu að annar eigandinn var sýknaður af því að hafa ekki upplýst starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið óvirkjaður. Hann hefði verið í sumarfríi og fjarri vinnustaðnum þegar verkstjórinn upplýsti hann um að hann hefði aftengt búnaðinn. Undir áhrifum fíkniefna og lyfja Verkstjórinn fékk sextíu daga skilorðsbundinn dóm en hinir tveir þrjátíu daga skilorðsbundna dóma. Einkaréttakröfum móður hins látna og bróður var vísað frá dómi. Við ákvörðun refsingar mannanna þriggja var horft til þess að þeir höfðu ekki áður sætt refsingu. Þá var tekið tillit til þess að við krufningu á líki mannsins mældist hár styrkur amfetamíns í blóði auk kannabisefna og lyfsins mídazólam. Sérfræðingur í réttarlæknisfræði taldi ekki loku fyrir það skotið að lyfið ásamt fíkniefnum hefði haft samverkandi áhrif á athyglisgáfu hans og árvekni. Í því ljósi þótti Héraðsdómi Reykjaness ekki óvarlegt að ætla að maðurinn hefði sjálfur átt nokkra sök á slysinu. Á hinn bóginn bæri einnig að líta til alvarleika brots ákærðu, en dómurinn sló því föstu að hver þeirra bæri á sinn hátt ábyrgð á því að mannsbani hlaust af gáleysi þeirra. Þótt rétt að skilorðsbinda refsinguna í samræmi við dómvenju í slíkum málum og því að útgáfa ákæru dróst úr hófi án þess að þremur ákærðu væri um að kenna. Hinn látni hét Pawel Giniewicz og hafði búið á Íslandi í nokkur ár þegar hann lést. Hann var fæddur árið 1985 og 32 ára þegar hann dó. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Dómsmál Vinnuslys Tengdar fréttir Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. 9. desember 2020 17:10 Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Keflavík Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Plastgerð Suðurnesja í gær hét Pawel Giniewicz. 22. júlí 2017 14:22 Lést eftir vinnuslys í Keflavík Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plastgerð Suðurnesja í dag er látinn. 21. júlí 2017 19:17 Alvarlega slasaður eftir vinnuslys í Keflavík Starfsmaður hjá Plastgerð Suðurnesja er talinn alvarlega slasaður eftir vinnuslys sem varð um hádegisbil í dag. 21. júlí 2017 14:10 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. 9. desember 2020 17:10
Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Keflavík Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Plastgerð Suðurnesja í gær hét Pawel Giniewicz. 22. júlí 2017 14:22
Lést eftir vinnuslys í Keflavík Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plastgerð Suðurnesja í dag er látinn. 21. júlí 2017 19:17
Alvarlega slasaður eftir vinnuslys í Keflavík Starfsmaður hjá Plastgerð Suðurnesja er talinn alvarlega slasaður eftir vinnuslys sem varð um hádegisbil í dag. 21. júlí 2017 14:10