NBA dagsins: Súperstjörnunar segja það gott fyrir Brooklyn Nets að lenda í mótlæti áður en úrslitakeppnin hefst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2021 15:01 Kyrie Irving og félagar í Brooklyn Nets eru ekki að spila vel þessa dagana og stórleikur Irving dugði ekki í nótt. AP/Aaron Gash Brooklyn Nets tapaði fjórða leiknum sínum í röð í NBA deildinni í nótt en stjörnur liðsins þakka fyrir að liðið lendi í vandræðum núna frekar en í úrslitakeppninni sem er á næsta leyti. Þetta er í fyrsta sinn sem Nets liðið tapar fjórum leikjum í röð á þessu tímabili en Dallas Mavericks vann 113-109 sigur á Brooklyn Nets í nótt. Kyrie Irving gerði svo sannarlega sitt í leiknum því hann skoraði 45 stig og var með sjö þriggja stiga körfur. Kevin Durant bætti við 20 stigum en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en ellefu stig. „Ég tel að það sé gott að við fáum þessum próf núna. Þessar áskoranir koma á góðum tíma. Þetta hefur verið alltof auðvelt á stundum,“ sagði Kyrie Irving. Leikirnir fjórir sem Brooklyn Nets hefur tapað eru tveir tapleikir á móti Milwaukee Bucks og svo tapleikir á móti Portland Trail Blazers og Dallas. Kyrie Irving stóð nánast einn í baráttunni í seinni hálfleiknum því Durant hitti aðeins úr 1 af 10 skotum sínum eftir hálfleikinn. Durant talaði eins og Irving eftir leik. „Ég er þakklátur fyrir það að við erum að lenda í þessu núna í staðinn fyrir eftir nokkrar vikur. Við getum vonandi byggt ofan á þetta og haldið áfram að vaxa. Ég vona að við finnum vel fyrir þessum sársauka og að við séum ekki þar sem við viljum vel. Ég held að þetta mótlæti muni gera okkur betri,“ sagði Kevin Durant. „Við erum ekki fullkomið körfuboltalið. Við gerum okkur engan greina með því að vera ekki hreinskilnir. Við höfum ekki spilað nógu vel í leikjunum og þá sérstaklega þegar það skipti mestu máli,“ sagði Irving. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Dallas Mavericks á Brooklyn Nets en eins frá sigurleik Los Angeles Clippers á nágrönnum sínum í Lakers og svipmyndir frá sigurleik Golden State Warriors og sigurleik Washington Wizards þar sem Steph Curry og Russell Westbrook voru báðir með flottar tölur. Það má einnig sjá flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 6. maí 2021) NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem Nets liðið tapar fjórum leikjum í röð á þessu tímabili en Dallas Mavericks vann 113-109 sigur á Brooklyn Nets í nótt. Kyrie Irving gerði svo sannarlega sitt í leiknum því hann skoraði 45 stig og var með sjö þriggja stiga körfur. Kevin Durant bætti við 20 stigum en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en ellefu stig. „Ég tel að það sé gott að við fáum þessum próf núna. Þessar áskoranir koma á góðum tíma. Þetta hefur verið alltof auðvelt á stundum,“ sagði Kyrie Irving. Leikirnir fjórir sem Brooklyn Nets hefur tapað eru tveir tapleikir á móti Milwaukee Bucks og svo tapleikir á móti Portland Trail Blazers og Dallas. Kyrie Irving stóð nánast einn í baráttunni í seinni hálfleiknum því Durant hitti aðeins úr 1 af 10 skotum sínum eftir hálfleikinn. Durant talaði eins og Irving eftir leik. „Ég er þakklátur fyrir það að við erum að lenda í þessu núna í staðinn fyrir eftir nokkrar vikur. Við getum vonandi byggt ofan á þetta og haldið áfram að vaxa. Ég vona að við finnum vel fyrir þessum sársauka og að við séum ekki þar sem við viljum vel. Ég held að þetta mótlæti muni gera okkur betri,“ sagði Kevin Durant. „Við erum ekki fullkomið körfuboltalið. Við gerum okkur engan greina með því að vera ekki hreinskilnir. Við höfum ekki spilað nógu vel í leikjunum og þá sérstaklega þegar það skipti mestu máli,“ sagði Irving. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Dallas Mavericks á Brooklyn Nets en eins frá sigurleik Los Angeles Clippers á nágrönnum sínum í Lakers og svipmyndir frá sigurleik Golden State Warriors og sigurleik Washington Wizards þar sem Steph Curry og Russell Westbrook voru báðir með flottar tölur. Það má einnig sjá flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 6. maí 2021)
NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira