Eru kennarar töframenn? Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 7. maí 2021 14:01 Í umræðu um skóla án aðgreiningar og þann skort á sérfræðingum sem hefur loðað við innleiðingu stefnunnar kemur iðulega fram sú röksemd að kennarar séu einnig sérfræðingar og eigi að geta tekist á við vandann. Þeir þekki börnin best, þeir vita hvaða aðstoð nemendur þeirra þurfa, þeir séu færir í sínu fagi og flinkir í öllu. Í umræðu á Alþingi um skóla án aðgreiningar nefnir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra að markmið ráðuneytisins hafi m.a. verið að efla alla umgjörð í kringum kennara. Ráðuneytið hafi aukið áherslur á kennaramenntun í þeim tilgangi að fá inn öflugt fólk og áhersla hafi einnig verið á starfsþróun kennara. Þetta voru svörin þegar hún var spurð um viðbrögð við þeim vanda sem virðist vera uppi í „skóla án aðgreiningar“. Því miður sýna þessi svör ákveðið skilningsleysi stjórnvalda og skort á gagnrýnni hugsun. Kennarar hafa engan töfrasprota, svo mikið er víst! Í skóla án aðgreiningar á að koma til móts við alla nemendur og þar á meðal nemendur með fjölþættan vanda. Kennarar eru frábærir sérfræðingar, en fyrr má nú aldeilis vera ef sérfræðiþekking kennara nær einnig yfir alla aðra sérfræðimenntun! Að við gætum hreinlega horft fram hjá öðrum fagstéttum og einbeitt okkur bara að því að efla kennaramenntun? Við gætum kannski einnig lagt niður allt sem heitir sérnám lækna og einbeitt okkur að því að efla heimilislækningar? Alveg sama hversu miklir sérfræðingar kennarar eru, þá eru þeir mannlegir, með tíu fingur og tíu tær, nákvæmlega eins og allir aðrir. Þeir búa ekki yfir ofurkröftum eða töfrum. Þeir geta ekki látið fisk fljúga eða kanínu tala. Þeir geta heldur ekki komið til móts við alla nemendur í 30 manna bekk þar sem kannski 6 börn eru með sérþarfir, alveg sama hversu mikla trú við höfum á þeim. Kennarar verðskulda einnig mannlegt starfsumhverfi. Það er ósanngjarnt að hlaða endalausum verkefnum á kennara sem aðrir sérfræðingar ættu með réttu að fá í sinn hlut. Þeir eiga að fá að njóta sín í starfi eins og aðrir. Það er gott að það sé lögð áhersla á að efla kennaramenntun, en það þarf einnig að efla þátttöku annarra sérfræðinga í skólakerfinu. Aðrar fagstéttir verðskulda einnig virðingu Við erum með fagfólk sem hefur hlotið margra ára menntun í sálfræði, þroskaþjálfafræði, talmeinafræði, félagsráðgjöf og iðjuþjálfun. Hvernig er hægt að réttlæta það að líta fram hjá þessari þekkingu þegar kemur að því að leysa verkefni innan skólanna sem falla nákvæmlega undir þessar fagstéttir? Að segja að lausnin við vanda skóla án aðgreiningar sé að efla kennaramenntun og fjölga kennurum er að mínu mati ákveðin vanvirðing við aðrar fagstéttir. Það er einnig hætt við því að þessi ofur áhersla á sérfræðiþekkingu kennarans afvegaleiði umræðuna frá því sem raunverulega skiptir máli þegar fjallað er um þann vanda sem er uppi í stefnunni „skóli án aðgreiningar“. Lausnin er heildræn nálgun Það sem skiptir máli er að mikilvægar fagstéttir sem koma að uppeldi, kennslu, þroska og velferð barna, starfi innan allra skóla svo hægt sé að tryggja heildræna nálgun í skólakerfi sem á að koma til móts við öll börn óháð stöðu. Það að kerfið tali ekki saman bitnar á börnunum og kennurum þeirra. Þetta er vandi sem þarf að leysa og það liggur á, því velferð fjölda barna er í húfi. Ég hef áður bent á að ef við leggjum ekki nægt fjármagn í kerfið núna þá greiðum við það til baka síðar. Bartrand Lauth geðlæknir á BUGL bendir einnig á það í grein Læknablaðsins að við séum í dag að greiða fyrir sparnað í skólakerfinu frá hrunárunum. Það er eflaust hægt að finna tölu á þann kostnað, en sálræn líðan barnanna og afleiðingarnar á þessum sparnaði fyrir einstaklinginn verður seint metinn til fjár. Á vefsíðu Barnaheilla er að finna ágætis skilgreiningu á vanrækslu. „Um vanrækslu er að ræða þegar þörfum barns er ekki sinnt þannig að barninu er búin hætta af eða það getur skaðað þroska þess“. Á Íslandi ríkir skólaskylda og þegar það er ekki hægt að tryggja að þörfum barnanna sé mætt í skólakerfinu, þá er það klárlega vanræksla af hálfu yfirvalda. Það sem gerir þessa vanrækslu svo enn alvarlegri er að hún er látin viðgangast. Þó rekstur skólanna hafi verið færður yfir á sveitarfélögin á sínum tíma, þá er kominn tími til þess að ríkið stígi inn í þessi mál, því á endanum er það ríkið sem ber ábyrgðina. Það er algjörlega óboðlegt að margar fjölskyldur líði fyrir aðgerðarleysi stjórnvalda á meðan hægt væri að yfirstíga fjölda hindrana með einfaldri kerfisbreytingu. Bara það eitt að tryggja öllum skólum nægt fjármagn fyrir þeirri sérfræðiaðstoð sem þeir þurfa, óháð fötlunargreiningu barna, SIS kerfinu eða fjölda nemenda í skólanum, myndi gera kraftaverk. Þá myndi mörgum börnum líða betur. Raddir okkar þurfa að heyrast Fyrir foreldri barns með sérþarfir er erfitt að sætta sig við aðgerðarleysi stjórnvalda vitandi að ítarlegar skýrslur um vandann hafi verið gefnar út, m.a. skýrsla vegna úttektar Evrópuráðs. En eins og bent er á í skýrslu Evrópuráðs þá þarf að efla umræðuna. Yfirvöld vita kannski af vandanum, en það þarf að efla raunverulegan skilning á vandanum. Fyrir nokkrum dögum birtist pistill þriggja nemenda í iðjuþjálfun. Pistillinn veitti góða innsýn í starf iðjuþjálfa og mikilvægi þeirra innan skólakerfisins. Þetta var þarfur pistill og í því sambandi langar mig til þess að hvetja allar fagstéttir sem ættu með réttu að koma að skóla án aðgreiningar til þess að tjá sig um þessi mál. Í baráttu minni fyrir réttindum barnsins míns hef ég talað við marga kennara. Ég hef ekki enn hitt þann kennara sem er sáttur við kerfið eins og það er. Mig langar því einnig að hvetja kennara til þess að tjá sig. Þið starfið við þetta kerfi og ykkar innsýn er verðmæt. Kerfið er brotið og málefnið verðskuldar athygli. Ykkar skoðun og reynsla skiptir máli! Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Réttindi barna Vinnumarkaður Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í umræðu um skóla án aðgreiningar og þann skort á sérfræðingum sem hefur loðað við innleiðingu stefnunnar kemur iðulega fram sú röksemd að kennarar séu einnig sérfræðingar og eigi að geta tekist á við vandann. Þeir þekki börnin best, þeir vita hvaða aðstoð nemendur þeirra þurfa, þeir séu færir í sínu fagi og flinkir í öllu. Í umræðu á Alþingi um skóla án aðgreiningar nefnir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra að markmið ráðuneytisins hafi m.a. verið að efla alla umgjörð í kringum kennara. Ráðuneytið hafi aukið áherslur á kennaramenntun í þeim tilgangi að fá inn öflugt fólk og áhersla hafi einnig verið á starfsþróun kennara. Þetta voru svörin þegar hún var spurð um viðbrögð við þeim vanda sem virðist vera uppi í „skóla án aðgreiningar“. Því miður sýna þessi svör ákveðið skilningsleysi stjórnvalda og skort á gagnrýnni hugsun. Kennarar hafa engan töfrasprota, svo mikið er víst! Í skóla án aðgreiningar á að koma til móts við alla nemendur og þar á meðal nemendur með fjölþættan vanda. Kennarar eru frábærir sérfræðingar, en fyrr má nú aldeilis vera ef sérfræðiþekking kennara nær einnig yfir alla aðra sérfræðimenntun! Að við gætum hreinlega horft fram hjá öðrum fagstéttum og einbeitt okkur bara að því að efla kennaramenntun? Við gætum kannski einnig lagt niður allt sem heitir sérnám lækna og einbeitt okkur að því að efla heimilislækningar? Alveg sama hversu miklir sérfræðingar kennarar eru, þá eru þeir mannlegir, með tíu fingur og tíu tær, nákvæmlega eins og allir aðrir. Þeir búa ekki yfir ofurkröftum eða töfrum. Þeir geta ekki látið fisk fljúga eða kanínu tala. Þeir geta heldur ekki komið til móts við alla nemendur í 30 manna bekk þar sem kannski 6 börn eru með sérþarfir, alveg sama hversu mikla trú við höfum á þeim. Kennarar verðskulda einnig mannlegt starfsumhverfi. Það er ósanngjarnt að hlaða endalausum verkefnum á kennara sem aðrir sérfræðingar ættu með réttu að fá í sinn hlut. Þeir eiga að fá að njóta sín í starfi eins og aðrir. Það er gott að það sé lögð áhersla á að efla kennaramenntun, en það þarf einnig að efla þátttöku annarra sérfræðinga í skólakerfinu. Aðrar fagstéttir verðskulda einnig virðingu Við erum með fagfólk sem hefur hlotið margra ára menntun í sálfræði, þroskaþjálfafræði, talmeinafræði, félagsráðgjöf og iðjuþjálfun. Hvernig er hægt að réttlæta það að líta fram hjá þessari þekkingu þegar kemur að því að leysa verkefni innan skólanna sem falla nákvæmlega undir þessar fagstéttir? Að segja að lausnin við vanda skóla án aðgreiningar sé að efla kennaramenntun og fjölga kennurum er að mínu mati ákveðin vanvirðing við aðrar fagstéttir. Það er einnig hætt við því að þessi ofur áhersla á sérfræðiþekkingu kennarans afvegaleiði umræðuna frá því sem raunverulega skiptir máli þegar fjallað er um þann vanda sem er uppi í stefnunni „skóli án aðgreiningar“. Lausnin er heildræn nálgun Það sem skiptir máli er að mikilvægar fagstéttir sem koma að uppeldi, kennslu, þroska og velferð barna, starfi innan allra skóla svo hægt sé að tryggja heildræna nálgun í skólakerfi sem á að koma til móts við öll börn óháð stöðu. Það að kerfið tali ekki saman bitnar á börnunum og kennurum þeirra. Þetta er vandi sem þarf að leysa og það liggur á, því velferð fjölda barna er í húfi. Ég hef áður bent á að ef við leggjum ekki nægt fjármagn í kerfið núna þá greiðum við það til baka síðar. Bartrand Lauth geðlæknir á BUGL bendir einnig á það í grein Læknablaðsins að við séum í dag að greiða fyrir sparnað í skólakerfinu frá hrunárunum. Það er eflaust hægt að finna tölu á þann kostnað, en sálræn líðan barnanna og afleiðingarnar á þessum sparnaði fyrir einstaklinginn verður seint metinn til fjár. Á vefsíðu Barnaheilla er að finna ágætis skilgreiningu á vanrækslu. „Um vanrækslu er að ræða þegar þörfum barns er ekki sinnt þannig að barninu er búin hætta af eða það getur skaðað þroska þess“. Á Íslandi ríkir skólaskylda og þegar það er ekki hægt að tryggja að þörfum barnanna sé mætt í skólakerfinu, þá er það klárlega vanræksla af hálfu yfirvalda. Það sem gerir þessa vanrækslu svo enn alvarlegri er að hún er látin viðgangast. Þó rekstur skólanna hafi verið færður yfir á sveitarfélögin á sínum tíma, þá er kominn tími til þess að ríkið stígi inn í þessi mál, því á endanum er það ríkið sem ber ábyrgðina. Það er algjörlega óboðlegt að margar fjölskyldur líði fyrir aðgerðarleysi stjórnvalda á meðan hægt væri að yfirstíga fjölda hindrana með einfaldri kerfisbreytingu. Bara það eitt að tryggja öllum skólum nægt fjármagn fyrir þeirri sérfræðiaðstoð sem þeir þurfa, óháð fötlunargreiningu barna, SIS kerfinu eða fjölda nemenda í skólanum, myndi gera kraftaverk. Þá myndi mörgum börnum líða betur. Raddir okkar þurfa að heyrast Fyrir foreldri barns með sérþarfir er erfitt að sætta sig við aðgerðarleysi stjórnvalda vitandi að ítarlegar skýrslur um vandann hafi verið gefnar út, m.a. skýrsla vegna úttektar Evrópuráðs. En eins og bent er á í skýrslu Evrópuráðs þá þarf að efla umræðuna. Yfirvöld vita kannski af vandanum, en það þarf að efla raunverulegan skilning á vandanum. Fyrir nokkrum dögum birtist pistill þriggja nemenda í iðjuþjálfun. Pistillinn veitti góða innsýn í starf iðjuþjálfa og mikilvægi þeirra innan skólakerfisins. Þetta var þarfur pistill og í því sambandi langar mig til þess að hvetja allar fagstéttir sem ættu með réttu að koma að skóla án aðgreiningar til þess að tjá sig um þessi mál. Í baráttu minni fyrir réttindum barnsins míns hef ég talað við marga kennara. Ég hef ekki enn hitt þann kennara sem er sáttur við kerfið eins og það er. Mig langar því einnig að hvetja kennara til þess að tjá sig. Þið starfið við þetta kerfi og ykkar innsýn er verðmæt. Kerfið er brotið og málefnið verðskuldar athygli. Ykkar skoðun og reynsla skiptir máli! Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun