Dæmd fyrir að slá son sinn ítrekað í deilum um Fortnite-spilun Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2021 21:01 Atvikið átti sér stað í febrúar á síðasta ári. Myndin er úr safni. Getty Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt móður í fjögurra mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa slegið þrettán ára son sinn eftir rifrildi þeirra í millum um Fortnite-spilamennsku sonarins sem móðirin taldi meiri en góðu hófi gegndi. Fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum, haldi konan almennt skilorð. Í dómnum kemur fram að þáverandi sambýlismaður konunnar, sem einnig var ákærður í málinu, hafi verið sýknaður af ákæru um að hafa haldið drengnum föstum á meðan móðirin sló hann ítrekað í andlitið svo blæddi úr munni. Sagðist maðurinn hafa stokkið inn í alvarlegar aðstæður í samskiptum mæðginanna og ekki gert annað en að taka utan um drenginn og haldið höndum hans föstum fyrir aftan bak til að koma í veg fyrir að „drengurinn hjólaði í móður sína“. Vildi ekki slökkva á tölvunni Atvikið átti sér stað í febrúar á síðasta ári, en konan var sakfelld fyrir brot í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum. Umrætt atvik átti sérstað 19. febrúar 2020, en drengurinn sagðist þá ekki vilja fara sofa klukkan 23 líkt og hann var beðinn um, þar sem það væri ekki skóli daginn eftir. Móðirin hafi þá slökkt á netbeini og drengurinn við það reiðst mjög. Segir að sambýlismaður móðurinnar hafi svo blandað sér í málið, verið „mjög reiður“ og haldið drengnum. Móðurinni og manninum, sem voru á þeim tímapunkti nýbyrjuð saman, bar ekki saman um hvað hafi gerst umrætt kvöld. Neituðu þau bæði sök og vísuðu ábyrð á því sem gerðist umrætt sinn ýmist yfir á hvort annað eða þá drenginn. Sleginn ítrekað í andlit með flötum lófa Dómurinn taldi það hins vegar yfir skynsamlegan vafa, þrátt fyrir eindregna sakarneitun, að móðirin hafi veist að drengnum með ofbeldi og slegið hann ítrekað í andlitið með flötum lófa þannig að blæddi úr munni hans. Var því hafnað, líkt og kom fram í framburði móðurinnar, að hún hafi valdið áverka í munni drengsins með því að grípa um munn hans. Var háttsemi konunnar gagnvart barni sínu þess utan talin hafa verið „ógnandi, ruddaleg, ósiðleg og undir engum kringumstæðum réttlætanleg“. Konan var dæmd til greiðslu hálfrar milljónar í miskabætur til drendsins, auk greiðslu sakarkostnaðar, um tvær milljónir króna. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Í dómnum kemur fram að þáverandi sambýlismaður konunnar, sem einnig var ákærður í málinu, hafi verið sýknaður af ákæru um að hafa haldið drengnum föstum á meðan móðirin sló hann ítrekað í andlitið svo blæddi úr munni. Sagðist maðurinn hafa stokkið inn í alvarlegar aðstæður í samskiptum mæðginanna og ekki gert annað en að taka utan um drenginn og haldið höndum hans föstum fyrir aftan bak til að koma í veg fyrir að „drengurinn hjólaði í móður sína“. Vildi ekki slökkva á tölvunni Atvikið átti sér stað í febrúar á síðasta ári, en konan var sakfelld fyrir brot í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum. Umrætt atvik átti sérstað 19. febrúar 2020, en drengurinn sagðist þá ekki vilja fara sofa klukkan 23 líkt og hann var beðinn um, þar sem það væri ekki skóli daginn eftir. Móðirin hafi þá slökkt á netbeini og drengurinn við það reiðst mjög. Segir að sambýlismaður móðurinnar hafi svo blandað sér í málið, verið „mjög reiður“ og haldið drengnum. Móðurinni og manninum, sem voru á þeim tímapunkti nýbyrjuð saman, bar ekki saman um hvað hafi gerst umrætt kvöld. Neituðu þau bæði sök og vísuðu ábyrð á því sem gerðist umrætt sinn ýmist yfir á hvort annað eða þá drenginn. Sleginn ítrekað í andlit með flötum lófa Dómurinn taldi það hins vegar yfir skynsamlegan vafa, þrátt fyrir eindregna sakarneitun, að móðirin hafi veist að drengnum með ofbeldi og slegið hann ítrekað í andlitið með flötum lófa þannig að blæddi úr munni hans. Var því hafnað, líkt og kom fram í framburði móðurinnar, að hún hafi valdið áverka í munni drengsins með því að grípa um munn hans. Var háttsemi konunnar gagnvart barni sínu þess utan talin hafa verið „ógnandi, ruddaleg, ósiðleg og undir engum kringumstæðum réttlætanleg“. Konan var dæmd til greiðslu hálfrar milljónar í miskabætur til drendsins, auk greiðslu sakarkostnaðar, um tvær milljónir króna.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira