Fleiri velja vistvæn ökutæki Jón Hannes Karlsson skrifar 7. maí 2021 10:00 Flest heimili munar um 110.000 kr. á ári. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þá upphæð. Það er um það bil sú upphæð sem sparast í eldsneytiskostnaði við að færa sig úr dísel- eða bensínbifreið yfir í rafmagnsbifreið. Áætlaður eldsneytiskostnaður á nýrri dísel bifreið er um 150.000 kr. á ári miðað við 15 þúsund kílómetra akstur, á meðan orkukostnaður fyrir nýja rafmagnsbifreið er um 40.000 kr. á ári fyrir sömu notkun. Það er því fjárhagslega hagkvæmt að nýta umhverfisvænni bifreiðar. Fólk er meðvitað um mikilvægi þess að velja umhverfisvæna kosti þegar þeir eru í boði. Hvað bifreiðar varðar eru það ekki eingöngu rafmagnsbílar sem minnka útblástur kolefna eða notkun á jarðefnaeldsneyti. Í þessum málum eins og öðrum hafa átt sér stað miklar framfarir. Rétt eins og bílaframleiðendur út um allan heim hafa gert bifreiðar öruggari og þægilegri hafa þeir stigið stór og mikilvæg skref í þeim tilgangi að gera þær sparneytnari og umhverfisvænni. Það eru ýmsir þættir sem fólk hugar að við val á bifreið. Öryggi og þægindi eru veigamiklir þættir en umhverfisþættir og sparnaður eru það líka. Fyrir flest heimili skiptir máli að geta valið sér örugga, þægilega og umhverfisvæna bifreið á góðum kjörum. Þróun Fjöldi umhverfisvænna bifreiða hefur aukist jafnt og þétt á liðnum áratug. Um 52% af nýskráðum bifreiðum á árinu 2020 flokkuðust sem grænir bílar og er árið 2020 fyrsta árið þar sem fleiri hybrid og rafmagnsbílar voru seldir en hefðbundnir bílar drifnir áfram á jarðefnaeldsneyti . Ef aðeins er horft til rafmagnsbifreiða ríflega þrefaldaðist fjöldi þeirra árinu 2020 og fór úr um 7% í 22%. Af nýskráðum bílum er Ísland með annað hæsta hlutfallið af hybrid og rafmagnsbílum, á eftir Noregi. Noregur og Ísland skera sig frá öðrum löndum í þessum efnum. Til að halda þessari vegferð áfram er mikilvægt að innviðauppbygging sé í takt. Ríkisvaldið leikur þar lykilhlutverk hvað varðar tolla og innflutningsgjöld auk dreifingar og aðgengis að hleðslustöðvum. En hvatning getur líka borist frá fjármálastofnunum. Bjóða má hagkvæmari lán á bílalánum og bílasamningum, rétt eins og gert er á mínum vinnustað. Það er því til alls að vinna þegar valin er umhverfisvæn bifreið, bæði fyrir heimilisbókhaldið og umhverfið. Höfundur er framkvæmdastjóri Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Vistvænir bílar Neytendur Bensín og olía Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Flest heimili munar um 110.000 kr. á ári. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þá upphæð. Það er um það bil sú upphæð sem sparast í eldsneytiskostnaði við að færa sig úr dísel- eða bensínbifreið yfir í rafmagnsbifreið. Áætlaður eldsneytiskostnaður á nýrri dísel bifreið er um 150.000 kr. á ári miðað við 15 þúsund kílómetra akstur, á meðan orkukostnaður fyrir nýja rafmagnsbifreið er um 40.000 kr. á ári fyrir sömu notkun. Það er því fjárhagslega hagkvæmt að nýta umhverfisvænni bifreiðar. Fólk er meðvitað um mikilvægi þess að velja umhverfisvæna kosti þegar þeir eru í boði. Hvað bifreiðar varðar eru það ekki eingöngu rafmagnsbílar sem minnka útblástur kolefna eða notkun á jarðefnaeldsneyti. Í þessum málum eins og öðrum hafa átt sér stað miklar framfarir. Rétt eins og bílaframleiðendur út um allan heim hafa gert bifreiðar öruggari og þægilegri hafa þeir stigið stór og mikilvæg skref í þeim tilgangi að gera þær sparneytnari og umhverfisvænni. Það eru ýmsir þættir sem fólk hugar að við val á bifreið. Öryggi og þægindi eru veigamiklir þættir en umhverfisþættir og sparnaður eru það líka. Fyrir flest heimili skiptir máli að geta valið sér örugga, þægilega og umhverfisvæna bifreið á góðum kjörum. Þróun Fjöldi umhverfisvænna bifreiða hefur aukist jafnt og þétt á liðnum áratug. Um 52% af nýskráðum bifreiðum á árinu 2020 flokkuðust sem grænir bílar og er árið 2020 fyrsta árið þar sem fleiri hybrid og rafmagnsbílar voru seldir en hefðbundnir bílar drifnir áfram á jarðefnaeldsneyti . Ef aðeins er horft til rafmagnsbifreiða ríflega þrefaldaðist fjöldi þeirra árinu 2020 og fór úr um 7% í 22%. Af nýskráðum bílum er Ísland með annað hæsta hlutfallið af hybrid og rafmagnsbílum, á eftir Noregi. Noregur og Ísland skera sig frá öðrum löndum í þessum efnum. Til að halda þessari vegferð áfram er mikilvægt að innviðauppbygging sé í takt. Ríkisvaldið leikur þar lykilhlutverk hvað varðar tolla og innflutningsgjöld auk dreifingar og aðgengis að hleðslustöðvum. En hvatning getur líka borist frá fjármálastofnunum. Bjóða má hagkvæmari lán á bílalánum og bílasamningum, rétt eins og gert er á mínum vinnustað. Það er því til alls að vinna þegar valin er umhverfisvæn bifreið, bæði fyrir heimilisbókhaldið og umhverfið. Höfundur er framkvæmdastjóri Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun