Sjálfstæðisstefnan til varnar einkaframtakinu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. maí 2021 09:00 Undanfarin ár hef ég farið í reglulegar heimsóknir til lítilla og meðalstórra fyrirtækja víða um land, flestra þó í Reykjavík. Það hefur verið virkilega skemmtilegt og fræðandi að fá tækifæri til að kynnast alls konar starfsemi, allt frá leiktækjaframleiðslu til ofnasmiðju, frá lífrænni mjólkurvöruframleiðslu til ráðgjafaþjónustu, svo nokkur dæmi séu tekin. Þessi fyrirtæki eru rekin af einstaklingum. Þau skapa verðmæti fyrir samfélagið og hafa fólk í vinnu; þau halda uppi atvinnustiginu. Líklega starfa um 80% launþega í einkageiranum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Oft hvílir ábyrgð rekstursins á herðum fárra. Mörg fyrirtæki í landinu eru rekin af fjölskyldum. Það hefur jafnframt verið ómetanlegt að fá að hlusta á fólkið sem rekur þessi mögnuðu fyrirtæki. Í heimsóknum okkar fórum við fljótlega að heyra samhljóma stef. Fólkinu sem rekur þessi fyrirtæki líður eins og framlag þeirra til samfélagsins sé ekki metið að verðleikum. Og það sem meira og verra er – því líður eins og komið sé fram við fyrirtækin eins og þiggjendur en ekki veitendur í efnahagslífinu. Því finnst rekstrarumhverfi fyrirtækjanna vera þunglamalegt og regluverkið flókið, eins og kerfið sé hannað til þess að flækja aðstæður þeirra en ekki auðvelda, eins og þau séu þjónar kerfisins en það ekki þeirra. Rekstraraðilar gera sömuleiðis margir hverjir athugasemdir við níðþungar álögur, sérstaklega þeir sem eru staðsettir í Reykjavík. Þar virðist enda stefnan vera sú að fækka fyrirtækjunum sem mörg hver hafa flutt reksturinn yfir í nágrannasveitarfélög. Þessi viðhorf til íslenskra fyrirtækja vekja mikla furðu. Efnahagsleg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er grundvölluð á framtaki einstaklinga, sérstaklega þeirra sem vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að einfalda regluverk og minnka álögur í rekstrarumhverfi þeirra. Fyrirtæki í afmörkuðum og einföldum rekstri eru að sligast undan formkröfum varðandi persónuvernd og hvers kyns vottunum. Skrifræðið er að kæfa þau. Afleiðingin verður sóun og minni framleiðni sem leiðir til atvinnuleysis og lakari lífskjara. Hver er ástæða þess að margir hafa misst tengslin við þennan veruleika? Getur verið að þeirri augljósu staðreynd sé ekki haldið á lofti á Íslandi að það er fólkið í atvinnulífinu sem skapar verðmætin sem til skiptanna eru? Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hef ég farið í reglulegar heimsóknir til lítilla og meðalstórra fyrirtækja víða um land, flestra þó í Reykjavík. Það hefur verið virkilega skemmtilegt og fræðandi að fá tækifæri til að kynnast alls konar starfsemi, allt frá leiktækjaframleiðslu til ofnasmiðju, frá lífrænni mjólkurvöruframleiðslu til ráðgjafaþjónustu, svo nokkur dæmi séu tekin. Þessi fyrirtæki eru rekin af einstaklingum. Þau skapa verðmæti fyrir samfélagið og hafa fólk í vinnu; þau halda uppi atvinnustiginu. Líklega starfa um 80% launþega í einkageiranum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Oft hvílir ábyrgð rekstursins á herðum fárra. Mörg fyrirtæki í landinu eru rekin af fjölskyldum. Það hefur jafnframt verið ómetanlegt að fá að hlusta á fólkið sem rekur þessi mögnuðu fyrirtæki. Í heimsóknum okkar fórum við fljótlega að heyra samhljóma stef. Fólkinu sem rekur þessi fyrirtæki líður eins og framlag þeirra til samfélagsins sé ekki metið að verðleikum. Og það sem meira og verra er – því líður eins og komið sé fram við fyrirtækin eins og þiggjendur en ekki veitendur í efnahagslífinu. Því finnst rekstrarumhverfi fyrirtækjanna vera þunglamalegt og regluverkið flókið, eins og kerfið sé hannað til þess að flækja aðstæður þeirra en ekki auðvelda, eins og þau séu þjónar kerfisins en það ekki þeirra. Rekstraraðilar gera sömuleiðis margir hverjir athugasemdir við níðþungar álögur, sérstaklega þeir sem eru staðsettir í Reykjavík. Þar virðist enda stefnan vera sú að fækka fyrirtækjunum sem mörg hver hafa flutt reksturinn yfir í nágrannasveitarfélög. Þessi viðhorf til íslenskra fyrirtækja vekja mikla furðu. Efnahagsleg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er grundvölluð á framtaki einstaklinga, sérstaklega þeirra sem vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að einfalda regluverk og minnka álögur í rekstrarumhverfi þeirra. Fyrirtæki í afmörkuðum og einföldum rekstri eru að sligast undan formkröfum varðandi persónuvernd og hvers kyns vottunum. Skrifræðið er að kæfa þau. Afleiðingin verður sóun og minni framleiðni sem leiðir til atvinnuleysis og lakari lífskjara. Hver er ástæða þess að margir hafa misst tengslin við þennan veruleika? Getur verið að þeirri augljósu staðreynd sé ekki haldið á lofti á Íslandi að það er fólkið í atvinnulífinu sem skapar verðmætin sem til skiptanna eru? Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun