Sjálfstæðisstefnan til varnar einkaframtakinu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. maí 2021 09:00 Undanfarin ár hef ég farið í reglulegar heimsóknir til lítilla og meðalstórra fyrirtækja víða um land, flestra þó í Reykjavík. Það hefur verið virkilega skemmtilegt og fræðandi að fá tækifæri til að kynnast alls konar starfsemi, allt frá leiktækjaframleiðslu til ofnasmiðju, frá lífrænni mjólkurvöruframleiðslu til ráðgjafaþjónustu, svo nokkur dæmi séu tekin. Þessi fyrirtæki eru rekin af einstaklingum. Þau skapa verðmæti fyrir samfélagið og hafa fólk í vinnu; þau halda uppi atvinnustiginu. Líklega starfa um 80% launþega í einkageiranum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Oft hvílir ábyrgð rekstursins á herðum fárra. Mörg fyrirtæki í landinu eru rekin af fjölskyldum. Það hefur jafnframt verið ómetanlegt að fá að hlusta á fólkið sem rekur þessi mögnuðu fyrirtæki. Í heimsóknum okkar fórum við fljótlega að heyra samhljóma stef. Fólkinu sem rekur þessi fyrirtæki líður eins og framlag þeirra til samfélagsins sé ekki metið að verðleikum. Og það sem meira og verra er – því líður eins og komið sé fram við fyrirtækin eins og þiggjendur en ekki veitendur í efnahagslífinu. Því finnst rekstrarumhverfi fyrirtækjanna vera þunglamalegt og regluverkið flókið, eins og kerfið sé hannað til þess að flækja aðstæður þeirra en ekki auðvelda, eins og þau séu þjónar kerfisins en það ekki þeirra. Rekstraraðilar gera sömuleiðis margir hverjir athugasemdir við níðþungar álögur, sérstaklega þeir sem eru staðsettir í Reykjavík. Þar virðist enda stefnan vera sú að fækka fyrirtækjunum sem mörg hver hafa flutt reksturinn yfir í nágrannasveitarfélög. Þessi viðhorf til íslenskra fyrirtækja vekja mikla furðu. Efnahagsleg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er grundvölluð á framtaki einstaklinga, sérstaklega þeirra sem vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að einfalda regluverk og minnka álögur í rekstrarumhverfi þeirra. Fyrirtæki í afmörkuðum og einföldum rekstri eru að sligast undan formkröfum varðandi persónuvernd og hvers kyns vottunum. Skrifræðið er að kæfa þau. Afleiðingin verður sóun og minni framleiðni sem leiðir til atvinnuleysis og lakari lífskjara. Hver er ástæða þess að margir hafa misst tengslin við þennan veruleika? Getur verið að þeirri augljósu staðreynd sé ekki haldið á lofti á Íslandi að það er fólkið í atvinnulífinu sem skapar verðmætin sem til skiptanna eru? Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hef ég farið í reglulegar heimsóknir til lítilla og meðalstórra fyrirtækja víða um land, flestra þó í Reykjavík. Það hefur verið virkilega skemmtilegt og fræðandi að fá tækifæri til að kynnast alls konar starfsemi, allt frá leiktækjaframleiðslu til ofnasmiðju, frá lífrænni mjólkurvöruframleiðslu til ráðgjafaþjónustu, svo nokkur dæmi séu tekin. Þessi fyrirtæki eru rekin af einstaklingum. Þau skapa verðmæti fyrir samfélagið og hafa fólk í vinnu; þau halda uppi atvinnustiginu. Líklega starfa um 80% launþega í einkageiranum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Oft hvílir ábyrgð rekstursins á herðum fárra. Mörg fyrirtæki í landinu eru rekin af fjölskyldum. Það hefur jafnframt verið ómetanlegt að fá að hlusta á fólkið sem rekur þessi mögnuðu fyrirtæki. Í heimsóknum okkar fórum við fljótlega að heyra samhljóma stef. Fólkinu sem rekur þessi fyrirtæki líður eins og framlag þeirra til samfélagsins sé ekki metið að verðleikum. Og það sem meira og verra er – því líður eins og komið sé fram við fyrirtækin eins og þiggjendur en ekki veitendur í efnahagslífinu. Því finnst rekstrarumhverfi fyrirtækjanna vera þunglamalegt og regluverkið flókið, eins og kerfið sé hannað til þess að flækja aðstæður þeirra en ekki auðvelda, eins og þau séu þjónar kerfisins en það ekki þeirra. Rekstraraðilar gera sömuleiðis margir hverjir athugasemdir við níðþungar álögur, sérstaklega þeir sem eru staðsettir í Reykjavík. Þar virðist enda stefnan vera sú að fækka fyrirtækjunum sem mörg hver hafa flutt reksturinn yfir í nágrannasveitarfélög. Þessi viðhorf til íslenskra fyrirtækja vekja mikla furðu. Efnahagsleg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er grundvölluð á framtaki einstaklinga, sérstaklega þeirra sem vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að einfalda regluverk og minnka álögur í rekstrarumhverfi þeirra. Fyrirtæki í afmörkuðum og einföldum rekstri eru að sligast undan formkröfum varðandi persónuvernd og hvers kyns vottunum. Skrifræðið er að kæfa þau. Afleiðingin verður sóun og minni framleiðni sem leiðir til atvinnuleysis og lakari lífskjara. Hver er ástæða þess að margir hafa misst tengslin við þennan veruleika? Getur verið að þeirri augljósu staðreynd sé ekki haldið á lofti á Íslandi að það er fólkið í atvinnulífinu sem skapar verðmætin sem til skiptanna eru? Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun