Fylgjast grannt með eldflaug sem á að hrapa til jarðar um helgina en enginn veit hvar Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2021 22:00 Eldflauginni var skotið á loft á dögunum og flutti hún fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á braut um jörðu. AP/Ju Zhenhua Geimvísindamenn fylgjast nú náið með rúmlega tuttugu tonna eldflaug frá Kína sem er á braut um jörðu. Búist er við því að eldflaugin muni hrapa til jarðar um helgina og ekki er vitað hvar. Mögulegt er að hún brenni upp í gufuhvolfinu en líklegra þykir að hlutar hennar muni ná til jarðar. Ekki verður hægt að segja til um það nema með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Sérfræðingar segja þó litlar líkur á því að eldflaugin valdi mannskaða. Eldflauginni var skotið á loft frá Kína á dögunum þegar fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar Kínverja var skotið á loft. Einhverjir sérfræðingar áætla að um níu tonn af eldflauginni muni ná til jarðar. John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í vikunni að of snemmt væri að segja til um hvar eldflaugin muni lenda. Hins vegar séu um 70 prósent líkur á því að hún muni lenda í sjó. Lendi hún á landi séu þar að auki litlar líkur á því að hún lendi á byggðu svæði. Eldflaugin yrði meðal tíu stærstu hluta sem hefðu komið aftur inn í gufuhvolf jarðarinnar án stjórnar. Hér má sjá nýlegt myndband Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) um geimrusl og þann vanda sem það hefur skapað. Í grein Washington Post segir að ekki sé vitað til þess að maður hafi nokkurn tímann tapað lífi sínu við að verða fyrir braki úr geimnum. Hins vegar hafi mjög svo óheppin kýr drepist á Kúbu árið 1961 þegar brak af himnum ofan féll á hana. Flestar eldflaugar sem skotið er út í geim eru látnar brenna upp í gufuhvolfinu og brotlenda á fyrirfram ákveðnu hafsvæði. Þrátt fyrir það er gífurlega mikið af alls konar braki á braut um jörðu og þar af rúmlega tvö þúsund eldflaugar og hlutar eldflauga, sem vitað er um, samkvæmt frétt Space.com og CelesTrak, þar sem hægt er að sjá umfang vandans. Af þessum 2.033 eldflaugum og eldflaugabrotum eru 546 frá Bandaríkjunum og 169 frá Kína. Rúmlega þúsund þeirra var skotið á loft frá Rússlandi. Geimurinn Kína Bandaríkin Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Ekki verður hægt að segja til um það nema með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Sérfræðingar segja þó litlar líkur á því að eldflaugin valdi mannskaða. Eldflauginni var skotið á loft frá Kína á dögunum þegar fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar Kínverja var skotið á loft. Einhverjir sérfræðingar áætla að um níu tonn af eldflauginni muni ná til jarðar. John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í vikunni að of snemmt væri að segja til um hvar eldflaugin muni lenda. Hins vegar séu um 70 prósent líkur á því að hún muni lenda í sjó. Lendi hún á landi séu þar að auki litlar líkur á því að hún lendi á byggðu svæði. Eldflaugin yrði meðal tíu stærstu hluta sem hefðu komið aftur inn í gufuhvolf jarðarinnar án stjórnar. Hér má sjá nýlegt myndband Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) um geimrusl og þann vanda sem það hefur skapað. Í grein Washington Post segir að ekki sé vitað til þess að maður hafi nokkurn tímann tapað lífi sínu við að verða fyrir braki úr geimnum. Hins vegar hafi mjög svo óheppin kýr drepist á Kúbu árið 1961 þegar brak af himnum ofan féll á hana. Flestar eldflaugar sem skotið er út í geim eru látnar brenna upp í gufuhvolfinu og brotlenda á fyrirfram ákveðnu hafsvæði. Þrátt fyrir það er gífurlega mikið af alls konar braki á braut um jörðu og þar af rúmlega tvö þúsund eldflaugar og hlutar eldflauga, sem vitað er um, samkvæmt frétt Space.com og CelesTrak, þar sem hægt er að sjá umfang vandans. Af þessum 2.033 eldflaugum og eldflaugabrotum eru 546 frá Bandaríkjunum og 169 frá Kína. Rúmlega þúsund þeirra var skotið á loft frá Rússlandi.
Geimurinn Kína Bandaríkin Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira