Ritstjóri Mogga vill að Kínverjar verði krafðir skýringa á veirum sem þaðan berast árlega Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2021 10:47 Davíð Oddsson furðar sig á því hvers vegna það telst eðlilegt að árlega berist frá Kína veirur og telur rétt að krefjast svara við því hvernig á því stendur. Erindi sem hlýtur að eiga best heima á borði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Í leiðara Morgunblaðsins er vakin athygli á því að árvisst er að hvert haust berist flensa frá Kína sem felli fjölda manns í vesturheimi. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins, sem að venju eru nafnlaus skrif og þar af leiðandi á ábyrgð Davíðs Oddssonar ritstjóra og Haraldar Johannessen rit- og framkvæmdastjóra blaðsins, gerir kórónuveiruna og bólusetningar að umtalsefni í pistli dagsins. Í niðurlagi hans segir að allra síðustu fréttir frá Bretlandi sýni að mun fleiri látast úr flensu eða lungnabólgu en vegna kórónuveirunnar. Sem sýnir að mati pistlahöfundar, sem ef marka má stílbrögð er Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar með meiru, eru grípandi merki um að þar eru slík mál að komast í hefðbundinn farveg. „Hitt er annað mál, að hér og víðar um allan heim er það talinn sjálfsagður hlutur að til vesturheims berist flensa hvert einasta haust frá Kína sem felli fjölda manns, og þá auðvitað helst þá sem hafa minnstan viðnámsþrótt. Hvað er svona sjálfsagt við það?“ spyr leiðarahöfundur. Og fylgir því eftir með krefjandi spurningu: „Er ekki kominn tími til að krefjast skýringa á þessum árvissu veirum þótt þær séu ekki krýndar? Farfuglarnir eru góðir gestir og við tökum þeim fagnandi. En það er ekki sjálfsagður hlutur að flensa fari að hugsa til okkar og annarra í þessum heimshluta um sama leyti og íslensku fuglarnir eru nýfarnir til vetursetu. Getum við ekki orðið sammála um það?“ Þessi áskorun ritstjórans hlýtur að beinast að stjórnvöldum og það væri þá Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra að koma því máli í réttan farveg. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kína Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins, sem að venju eru nafnlaus skrif og þar af leiðandi á ábyrgð Davíðs Oddssonar ritstjóra og Haraldar Johannessen rit- og framkvæmdastjóra blaðsins, gerir kórónuveiruna og bólusetningar að umtalsefni í pistli dagsins. Í niðurlagi hans segir að allra síðustu fréttir frá Bretlandi sýni að mun fleiri látast úr flensu eða lungnabólgu en vegna kórónuveirunnar. Sem sýnir að mati pistlahöfundar, sem ef marka má stílbrögð er Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar með meiru, eru grípandi merki um að þar eru slík mál að komast í hefðbundinn farveg. „Hitt er annað mál, að hér og víðar um allan heim er það talinn sjálfsagður hlutur að til vesturheims berist flensa hvert einasta haust frá Kína sem felli fjölda manns, og þá auðvitað helst þá sem hafa minnstan viðnámsþrótt. Hvað er svona sjálfsagt við það?“ spyr leiðarahöfundur. Og fylgir því eftir með krefjandi spurningu: „Er ekki kominn tími til að krefjast skýringa á þessum árvissu veirum þótt þær séu ekki krýndar? Farfuglarnir eru góðir gestir og við tökum þeim fagnandi. En það er ekki sjálfsagður hlutur að flensa fari að hugsa til okkar og annarra í þessum heimshluta um sama leyti og íslensku fuglarnir eru nýfarnir til vetursetu. Getum við ekki orðið sammála um það?“ Þessi áskorun ritstjórans hlýtur að beinast að stjórnvöldum og það væri þá Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra að koma því máli í réttan farveg.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kína Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira