Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Kirkjuhúsið var selt til SF Invest í október síðastliðnum en kirkjuráði höfðu áður borist boð sem voru á bilinu 800 til 921 milljón króna.
Að því er fram kom í tillögu frá Agnesi Sigurðardóttur biskupi á sínum tíma þá uppfylltu tilboðin ekki „þær væntingar sem lagt var upp með varðandi söluna“.
Fréttablaðið hefur eftir Pétri Markan að óformlegar umræður um sölu Kirkjuhússins hafi staðið yfir í mörg ár og jafnvel áratugi en húsið hafi fyrst farið í formlegt söluferli árið 2019.
„Hvað þetta mál varðar er augljóst að ekki var einhugur um málið eins og ferlið blasir við mér, fyrr en árið sem eignin var seld,“ segir Pétur. „Kannski er vandamálið það að kauptilboð bárust og komu jafnvel til umræðu án formlegra ákvarðana um sölu.“