„Örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. maí 2021 20:02 Verðmætasta svæði Heiðmerkur virðist hafa sloppið í gróðureldinum í gær en það mun þó taka nokkurn tíma að sjá hversu mikið tjón varð. Starfsfólk Skógræktar Reykjavíkur fór um svæðið í dag til að meta skemmdir. Slökkviliðið áætlar að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið eða um 200 hektarar og blasti sviðin jörð því víða við í dag. „Verðmætasta svæði Heiðmerkur þar sem að skógurinn er hvað hæstur hann slapp en hér höfðu verið mjög miklar gróðursetningar á síðustu árum. Við erum með landnemaspildur og það eru heilmargir sjálfboðaliðar sem að hafa verið að gróðursetja í þágu loftlags og skógræktar á Íslandi. Við eigum eftir að fara yfir þau svæði og hvort að það sé skemmt. Kjarnastígarnir í Heiðmörk virðast hafa sloppið, bæði Vífilstaðahlíð, Furulundur og Ríkishringurinn sem margir þekkja,“ Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, fór um svæðið í dag til að meta tjónið.Vísir/Einar „Þetta er örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi eða skógi sem við höfum tekist á við. Við höfum náttúrulega brunann á Mýrum hér forðum daga sem að náttúrulega var geysistórt svæði en það var svona meira mosi og jarðvegur en þetta er náttúrulega skógarlendi. Þetta er útivistarsvæði höfuðborgarbúa og þetta er sá stærsti sem við höfum lent í hér,“ segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að þegar mest hafi verið í gær hafi verið um hundrað manns á svæðinu við slökkvistörf. Bruninn varð að hluta til á vatnsverndarsvæði en koma tókst í veg fyrir að eldurinn bærist á viðkvæmustu svæðin þar. Búist er áfram við þurru veðri næstu daga og er fólk hvatt til að fara varlega með eld úti í náttúrunni. Gróðureldar í Heiðmörk Slökkvilið Skógrækt og landgræðsla Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. 5. maí 2021 16:19 Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35 Slökkvistarf enn í fullum gangi þótt ástandið sé „aðeins betra“ Enn geisa sinueldar á skógræktarsvæðinu í Heiðmörk, sem kviknuðu á fimmta tímanum síðdegis í dag. 4. maí 2021 21:53 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Starfsfólk Skógræktar Reykjavíkur fór um svæðið í dag til að meta skemmdir. Slökkviliðið áætlar að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið eða um 200 hektarar og blasti sviðin jörð því víða við í dag. „Verðmætasta svæði Heiðmerkur þar sem að skógurinn er hvað hæstur hann slapp en hér höfðu verið mjög miklar gróðursetningar á síðustu árum. Við erum með landnemaspildur og það eru heilmargir sjálfboðaliðar sem að hafa verið að gróðursetja í þágu loftlags og skógræktar á Íslandi. Við eigum eftir að fara yfir þau svæði og hvort að það sé skemmt. Kjarnastígarnir í Heiðmörk virðast hafa sloppið, bæði Vífilstaðahlíð, Furulundur og Ríkishringurinn sem margir þekkja,“ Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, fór um svæðið í dag til að meta tjónið.Vísir/Einar „Þetta er örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi eða skógi sem við höfum tekist á við. Við höfum náttúrulega brunann á Mýrum hér forðum daga sem að náttúrulega var geysistórt svæði en það var svona meira mosi og jarðvegur en þetta er náttúrulega skógarlendi. Þetta er útivistarsvæði höfuðborgarbúa og þetta er sá stærsti sem við höfum lent í hér,“ segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að þegar mest hafi verið í gær hafi verið um hundrað manns á svæðinu við slökkvistörf. Bruninn varð að hluta til á vatnsverndarsvæði en koma tókst í veg fyrir að eldurinn bærist á viðkvæmustu svæðin þar. Búist er áfram við þurru veðri næstu daga og er fólk hvatt til að fara varlega með eld úti í náttúrunni.
Gróðureldar í Heiðmörk Slökkvilið Skógrækt og landgræðsla Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. 5. maí 2021 16:19 Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35 Slökkvistarf enn í fullum gangi þótt ástandið sé „aðeins betra“ Enn geisa sinueldar á skógræktarsvæðinu í Heiðmörk, sem kviknuðu á fimmta tímanum síðdegis í dag. 4. maí 2021 21:53 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. 5. maí 2021 16:19
Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35
Slökkvistarf enn í fullum gangi þótt ástandið sé „aðeins betra“ Enn geisa sinueldar á skógræktarsvæðinu í Heiðmörk, sem kviknuðu á fimmta tímanum síðdegis í dag. 4. maí 2021 21:53