„Þurfti nánast að slá mig utan undir í morgun“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2021 12:30 Bryndís Rut Haraldsdóttir er fyrirliði Tindastóls. vísir/Sigurjón „Fólk er mjög áhugasamt og spennt, sem er alveg geggjað, og hópurinn er líka rosalega spenntur en á mjög jákvæðan hátt. Við erum öll einbeitt á verkefnið,“ segir Skagfirðingurinn Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls. Í kvöld spilar liðið sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta. „Stemningin er gríðarleg. Maður fer bara út í búð og þar eru allir að spyrja hvort við séum ekki allar klárar í slaginn eða eitthvað slíkt,“ segir Bryndís um stemninguna á Sauðárkróki á þessum merku tímamótum. Fyrir þremur árum voru Bryndís og stöllur hennar að hefja leiktíð í 2. deild, þeirri þriðju efstu á Íslandi. Uppgangurinn hefur því verið hraður og í kvöld tekur Tindastóll á móti Þrótti R. í beinni útsendingu á Vísi, sjálfsagt með góðan stuðning úr Grænuklaufinni við nýlegan gervigrasvöllinn á Sauðárkróki. „Ég þurfti nánast að slá mig utan undir þegar ég vaknaði í morgun. Draumurinn rætist í dag eftir alla þessa bið,“ segir Bryndís glöð í bragði. „Það vill þannig til að ég var einmitt að horfa á eitthvað viðtal við mig úr sjónvarpsþætti frá árinu 2018, þegar ég vann fyrir sveitarfélagið við að sópa götur. Þá var ég eitthvað spurð út í fótboltann, og hvort við gætum eitthvað því við værum nú ekki í úrvalsdeild. Þá missti ég nú út úr mér að ég hefði svo mikla trú á mannskapnum að ég myndi ekki hætta fyrr en við kæmumst í Pepsi Max-deildina. Ég er nú ekki hætt og stefni ekki á það á næstunni, en nú er þetta að gerast. Í undirmeðvitundinni var alltaf stefnan að komast á þennan stað,“ segir Bryndís sem er 26 ára gömul. Tindastóll vann Lengjudeildina í fyrra og tryggði sér þar með sæti í Pepsi Max-deildinni.INSTAGRAM/@MTIERNAN13 Aðeins sjúkraþjálfarinn með reynslu úr efstu deild Litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Tindastóls frá því að liðið vann Lengjudeildina í fyrra, og nú reynir á hve vel leikmenn geta spjarað sig í efstu deild. Enginn þeirra hefur leikið í efstu deild með öðru liði: „Þetta er sami kjarninn og síðustu ár, og við höfum haldið í sömu erlendu leikmennina sem er mjög sterkt fyrir okkur. Það urðu ákveðin kynslóðaskipti í „heimakjarnanum“ þegar við féllum í 2. deild og nýir árgangar komu upp, og þessi hópur hefur svo unnið sig upp saman. Sjúkraþjálfarinn okkar [Helena Magnúsdóttir, fyrrverandi leikmaður Breiðabliks] er sú eina í hópnum sem á leiki í úrvalsdeild. Við vitum alveg að þetta er stórt stökk og allt það, en við erum tilbúnar í að láta vaða og ætlum að njóta þess,“ segir Bryndís sem líkt og liðsfélagar hennar hefur verið að selja árskort á heimaleiki Tindastóls og hlakkar til að spila fyrir framan sitt fólk gegn bestu liðum landsins: „Ég hef fulla trú á því að það verði góð mæting í kvöld. Við þurfum fólk með okkur, við erum stemningsbær og það vita það allir.“ Óskar Smári Haraldsson og Guðni Þór Einarsson þjálfa lið Tindastóls. Óskar er bróðir Bryndísar.vísir/sigurjón Lék sér í fótbolta með þjálfaranum úti á túni Bryndís leikur nú undir stjórn Óskars Smára Haraldssonar sem tók við sem annar aðalþjálfara Tindastóls í vetur og stýrir liðinu ásamt Guðna Þór Einarssyni. Bryndís og Óskar eru einmitt systkini, frá bænum Brautarholti rétt fyrir utan Varmahlíð: „Við spiluðum náttúrulega fótbolta saman úti á túni í sveitinni en hann hefur aldrei „þjálfað“ mig áður. Hann hefur, á jákvæðan hátt, komið með punkta fyrir mig eftir leiki sem hafa svo sem alveg nýst mér. En þetta er fyrsta reynslan af því að hann þjálfi mig og þetta hefur gengið vel hingað til,“ segir Bryndís létt. Leikur Tindastóls og Þróttar hefst kl. 18 og er eins og fyrr segir í beinni vefútsendingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Skagafjörður Tengdar fréttir Merk tímamót á Króknum: „Höfum hingað til alltaf náð að afsanna spár“ Á morgun rennur upp merkur dagur í íþróttasögu Skagafjarðar þegar Tindastóll spilar sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta. Tindastólskonur eiga hins vegar erfitt sumar fyrir höndum og er spáð botnsætinu í Pepsi Max-deildinni. 4. maí 2021 11:01 Spá um 9. og 10. sæti í Pepsi Max kvenna: Aðeins of stórt skref fyrir nýliðana Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það níunda og tíunda sætið sem eru tekin fyrir. 30. apríl 2021 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
„Stemningin er gríðarleg. Maður fer bara út í búð og þar eru allir að spyrja hvort við séum ekki allar klárar í slaginn eða eitthvað slíkt,“ segir Bryndís um stemninguna á Sauðárkróki á þessum merku tímamótum. Fyrir þremur árum voru Bryndís og stöllur hennar að hefja leiktíð í 2. deild, þeirri þriðju efstu á Íslandi. Uppgangurinn hefur því verið hraður og í kvöld tekur Tindastóll á móti Þrótti R. í beinni útsendingu á Vísi, sjálfsagt með góðan stuðning úr Grænuklaufinni við nýlegan gervigrasvöllinn á Sauðárkróki. „Ég þurfti nánast að slá mig utan undir þegar ég vaknaði í morgun. Draumurinn rætist í dag eftir alla þessa bið,“ segir Bryndís glöð í bragði. „Það vill þannig til að ég var einmitt að horfa á eitthvað viðtal við mig úr sjónvarpsþætti frá árinu 2018, þegar ég vann fyrir sveitarfélagið við að sópa götur. Þá var ég eitthvað spurð út í fótboltann, og hvort við gætum eitthvað því við værum nú ekki í úrvalsdeild. Þá missti ég nú út úr mér að ég hefði svo mikla trú á mannskapnum að ég myndi ekki hætta fyrr en við kæmumst í Pepsi Max-deildina. Ég er nú ekki hætt og stefni ekki á það á næstunni, en nú er þetta að gerast. Í undirmeðvitundinni var alltaf stefnan að komast á þennan stað,“ segir Bryndís sem er 26 ára gömul. Tindastóll vann Lengjudeildina í fyrra og tryggði sér þar með sæti í Pepsi Max-deildinni.INSTAGRAM/@MTIERNAN13 Aðeins sjúkraþjálfarinn með reynslu úr efstu deild Litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Tindastóls frá því að liðið vann Lengjudeildina í fyrra, og nú reynir á hve vel leikmenn geta spjarað sig í efstu deild. Enginn þeirra hefur leikið í efstu deild með öðru liði: „Þetta er sami kjarninn og síðustu ár, og við höfum haldið í sömu erlendu leikmennina sem er mjög sterkt fyrir okkur. Það urðu ákveðin kynslóðaskipti í „heimakjarnanum“ þegar við féllum í 2. deild og nýir árgangar komu upp, og þessi hópur hefur svo unnið sig upp saman. Sjúkraþjálfarinn okkar [Helena Magnúsdóttir, fyrrverandi leikmaður Breiðabliks] er sú eina í hópnum sem á leiki í úrvalsdeild. Við vitum alveg að þetta er stórt stökk og allt það, en við erum tilbúnar í að láta vaða og ætlum að njóta þess,“ segir Bryndís sem líkt og liðsfélagar hennar hefur verið að selja árskort á heimaleiki Tindastóls og hlakkar til að spila fyrir framan sitt fólk gegn bestu liðum landsins: „Ég hef fulla trú á því að það verði góð mæting í kvöld. Við þurfum fólk með okkur, við erum stemningsbær og það vita það allir.“ Óskar Smári Haraldsson og Guðni Þór Einarsson þjálfa lið Tindastóls. Óskar er bróðir Bryndísar.vísir/sigurjón Lék sér í fótbolta með þjálfaranum úti á túni Bryndís leikur nú undir stjórn Óskars Smára Haraldssonar sem tók við sem annar aðalþjálfara Tindastóls í vetur og stýrir liðinu ásamt Guðna Þór Einarssyni. Bryndís og Óskar eru einmitt systkini, frá bænum Brautarholti rétt fyrir utan Varmahlíð: „Við spiluðum náttúrulega fótbolta saman úti á túni í sveitinni en hann hefur aldrei „þjálfað“ mig áður. Hann hefur, á jákvæðan hátt, komið með punkta fyrir mig eftir leiki sem hafa svo sem alveg nýst mér. En þetta er fyrsta reynslan af því að hann þjálfi mig og þetta hefur gengið vel hingað til,“ segir Bryndís létt. Leikur Tindastóls og Þróttar hefst kl. 18 og er eins og fyrr segir í beinni vefútsendingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Skagafjörður Tengdar fréttir Merk tímamót á Króknum: „Höfum hingað til alltaf náð að afsanna spár“ Á morgun rennur upp merkur dagur í íþróttasögu Skagafjarðar þegar Tindastóll spilar sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta. Tindastólskonur eiga hins vegar erfitt sumar fyrir höndum og er spáð botnsætinu í Pepsi Max-deildinni. 4. maí 2021 11:01 Spá um 9. og 10. sæti í Pepsi Max kvenna: Aðeins of stórt skref fyrir nýliðana Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það níunda og tíunda sætið sem eru tekin fyrir. 30. apríl 2021 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Merk tímamót á Króknum: „Höfum hingað til alltaf náð að afsanna spár“ Á morgun rennur upp merkur dagur í íþróttasögu Skagafjarðar þegar Tindastóll spilar sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta. Tindastólskonur eiga hins vegar erfitt sumar fyrir höndum og er spáð botnsætinu í Pepsi Max-deildinni. 4. maí 2021 11:01
Spá um 9. og 10. sæti í Pepsi Max kvenna: Aðeins of stórt skref fyrir nýliðana Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það níunda og tíunda sætið sem eru tekin fyrir. 30. apríl 2021 10:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn