Auk Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, og Árna Snorrasonar, forstjóra Veðurstofunnar, halda nokkrir sérfræðingar erindi um loftslagsbreytingar og aðlögun að henni. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags, fjallar um það sem gerist í náttúrunni sem menn þurfa að aðlagast og Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, ræðir um þjóðarsálina og loftslagsbreytingar.
Í lok fundar verða pallborðsumræður um hvernig hægt er að aðlagast loftslagsbreytingum undir stjórn Halldórs Þorgeirssonar, formanns Loftslagsráðs. Þátttakendur í umræðunni verða þau Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, Eygerður Margrétardóttir, sérfræðingur í umhverfis og úrgangsmálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Hjálmar A. Sigþórsson, framkvæmdastjóri TM trygginga
Fundurinn hefst klukkan níu og er hægt að fylgjast með honum í beinu streymi hér og í spilaranum hér fyrir neðan.