Drífðu þig út hvernig sem viðrar ZO•ON 4. maí 2021 13:26 Netverslun vikunnar á Vísi er útivistarfyrirtækið ZO•ON. Útivistarfyrirtækið ZO•ON er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem hannað hefur fatnað fyrir íslenskar aðstæður í aldarfjórðung. Margrét Rós Einarsdóttir, sölustjóri ZO•ON segir áherslur hafa breyst gegnum árin, upphaflega snéri hönnun ZO•ON að skíða- og golffatnaði en í dag einbeitir fyrirtækið sér að hönnun og framleiðslu á borgar-útivistarfatnaðir sem hvetur fólk til að drífa sig út og ferðast óhindrað milli borgar og náttúru – hvernig sem viðrar. Margrét Rós Einarsdóttir sölustjóri ZO•ON og eiginmaður hennar vel klædd á göngu. „Við tölum um frjálst flæði milli borgar og náttúru enda krefst íslenskur lífsstíll þess að hægt sé að fara í sama jakkanum í vinnuna og þaðan beint upp á Esjuna, á skíði og á hestbak. Göngubuxurnar okkar hafa t.d. verið það vinsælar og þægilegar að margir kaupa sér tvennar göngubuxur til að eiga bæði í göngur en líka til að nota dagsdaglega. Engu að síður fáum við stöðugt tæknilegri efni hvað varðar vatns- og vindheldni og okkar slagorð er „Drífðu þig út - hvernig sem viðrar“,“ segir Margrét Rós. Jakkinn Bleyta utan yfir peysuna Heklu Stór hluti línunnar fáanlegur allan ársins hring Vörur ZO•ON eru hannaðar fyrir íslenskt veðurfar og eðli málsins samkvæmt fást þess vegna margar flíkurnar allt árið um kring og varla hægt að tala um sumar- eða vetrarlínu. „Við vitum aldrei hvernig veðrið hagar sér og viðskiptavinir okkar vilja geta keypt sér göngubuxur allt árið, regnjakka á veturna og létta dúnúlpu á sumrin. Við vorum með sumar- og vorlínur og þykkustu úlpurnar okkar yfir vetrartímann en nú er stór hluti línunnar fáanlegur allan ársins hring. Við bætum gjarnan inn nýjum litum eftir árstíðum,“ útskýrir Margrét. Fyrirtækjaþjónusta „Fyrirtækjaþjónusta er sístækkandi þáttur hjá okkur innan ZO•ON en það er alltaf að aukast að fyrirtæki velji starfsmannafatnað eða tækifærisgjafir frá okkur. Það eru margir í þannig vinnu að þeir þurfa að vera mikið á ferðinni eða vinna úti í náttúrunni, til dæmis starfsmenn skóla, leikskóla, sundlauga og fleiri stofnanir og fyrirtæki. Það hefur t.d. verið vinsælt hjá fyrirtækjum undanfarin misseri að gefa starfsfólki sínu útivistaföt í sumar eða haustgjöf.“ Efnin úr endurunnum efnum Aðalhönnuður fyrirtækisins, Martti Kellokumpu, leggur línurnar frá Finnlandi og vinnur svo að vöruþróuninni með hönnunarteyminu hér á Íslandi. Efnin sem notuð eru í fatnaðinn eru mörg hver úr endurunnum efnum og eins er eingöngu notuð lífræn bómull. Jakkinn Bleyta. „Mikið afþeim efnum sem við notum eru endurunnin eða lífræn“ segir Margrét. „Við hófum fyrir nokkrum árum síðan að vinna með endurunnið ytra byrði í úlpur og síðasta sumar voru allir vind- og regnjakkarnir okkar með endurunnu ytra byrði. Við notum okkar eigið einangrunarefni Arctic Eco insulation, sem er einnig endurunnið. Nylon efnið er endurunnið er úr plastflöskum sem brotnar eru niður í þræði. Við sjáum alfarið um að kaupa öll efni og smáhluti til framleiðslunnar og tryggjum þannig gæðin og virðiskeðjuna. Gæðastjóri okkar er staðsettur í Hong Kong og býr yfir þrjátíu ára reynslu í þessum bransa,“ útskýrir Margrét. Hún segir ZO•ON eiga í góðu samtali við viðskiptavini og er hönnunin í stöðugri þróun í takt við þarfir þeirra. Snið og stærðir endurhannaðar „Við erum alltaf að betrumbæta vörulínuna og mæta þörfum viðskiptavina okkar og þeirra kröfum. Þar má til að mynda nefna snið og stærðartöflur sem við höfum haft til endurskoðunar svo henti Íslendingum. Þá er heimasíðan okkar í stöðugri endurskoðun og nú standa yfir betrumbætur sem munu skila sér í haust,“ útskýrir Margrét. Hún segir umferðina inn á heimasíðuna hafa stóraukist á þessu ári enda hafa aðstæður í samfélaginu kallað á breytta kauphegðun. Einfalt og þægilegt að versla á netinu „Netverslunin hefur farið vaxandi síðustu ár og eigum við dyggan kúnnakóp sem nýtir sér netverslunina okkar reglulega. Þó að stór hluti þeirra séu íslendingar þá er líka töluverð aukning í pöntunum erlendis frá. Við höfum til dæmis átt okkar fasta kúnnahóp erlendis sem kaupir óhikað gegnum netið og finnst ekkert mál að skila og skipta meðan Íslendingar hafa verið aðeins meira hikandi í að nýta sér netverslun, en það hefur heldur betur breyst. Covid virðist hafa ýtt hressilega við okkur Íslendingum hvað það varðar. Við höfum fundum fyrir gríðarlegri aukningu í netsölu til Íslendinga undanfarið árið. Það er orðirð svo einfalt og þægilegt að versla á netinu, og heldur ekkert mál að senda til baka og fá skilað, endurgreitt eða skipta í aðra stærð ef þarf. Allar pantanir yfir tíu þúsund krónur er sendar frítt heim en viðskiptavinir geta valið að fá sent með póstinum, eða fá vörurnar sendar með TGV Espress á höfuðborrgarsvæðinu. Eins er hægt að sækja pantanir í verslunina til okkar í Urðarhvarfi 4. Pantanir eru teknar til samdægurs og afhentar sama dag ef pantað er fyrir kl. 12, á höfuðborgarsvæðinu. Annars tekur það um tvo til fjóra daga að fá vöruna afhenta á landsbyggðinni. “ Nánari upplýsingar er að finna á www.zo-on.is Vefverslun vikunnar Eldgos og jarðhræringar Tíska og hönnun Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Útivistarfyrirtækið ZO•ON er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem hannað hefur fatnað fyrir íslenskar aðstæður í aldarfjórðung. Margrét Rós Einarsdóttir, sölustjóri ZO•ON segir áherslur hafa breyst gegnum árin, upphaflega snéri hönnun ZO•ON að skíða- og golffatnaði en í dag einbeitir fyrirtækið sér að hönnun og framleiðslu á borgar-útivistarfatnaðir sem hvetur fólk til að drífa sig út og ferðast óhindrað milli borgar og náttúru – hvernig sem viðrar. Margrét Rós Einarsdóttir sölustjóri ZO•ON og eiginmaður hennar vel klædd á göngu. „Við tölum um frjálst flæði milli borgar og náttúru enda krefst íslenskur lífsstíll þess að hægt sé að fara í sama jakkanum í vinnuna og þaðan beint upp á Esjuna, á skíði og á hestbak. Göngubuxurnar okkar hafa t.d. verið það vinsælar og þægilegar að margir kaupa sér tvennar göngubuxur til að eiga bæði í göngur en líka til að nota dagsdaglega. Engu að síður fáum við stöðugt tæknilegri efni hvað varðar vatns- og vindheldni og okkar slagorð er „Drífðu þig út - hvernig sem viðrar“,“ segir Margrét Rós. Jakkinn Bleyta utan yfir peysuna Heklu Stór hluti línunnar fáanlegur allan ársins hring Vörur ZO•ON eru hannaðar fyrir íslenskt veðurfar og eðli málsins samkvæmt fást þess vegna margar flíkurnar allt árið um kring og varla hægt að tala um sumar- eða vetrarlínu. „Við vitum aldrei hvernig veðrið hagar sér og viðskiptavinir okkar vilja geta keypt sér göngubuxur allt árið, regnjakka á veturna og létta dúnúlpu á sumrin. Við vorum með sumar- og vorlínur og þykkustu úlpurnar okkar yfir vetrartímann en nú er stór hluti línunnar fáanlegur allan ársins hring. Við bætum gjarnan inn nýjum litum eftir árstíðum,“ útskýrir Margrét. Fyrirtækjaþjónusta „Fyrirtækjaþjónusta er sístækkandi þáttur hjá okkur innan ZO•ON en það er alltaf að aukast að fyrirtæki velji starfsmannafatnað eða tækifærisgjafir frá okkur. Það eru margir í þannig vinnu að þeir þurfa að vera mikið á ferðinni eða vinna úti í náttúrunni, til dæmis starfsmenn skóla, leikskóla, sundlauga og fleiri stofnanir og fyrirtæki. Það hefur t.d. verið vinsælt hjá fyrirtækjum undanfarin misseri að gefa starfsfólki sínu útivistaföt í sumar eða haustgjöf.“ Efnin úr endurunnum efnum Aðalhönnuður fyrirtækisins, Martti Kellokumpu, leggur línurnar frá Finnlandi og vinnur svo að vöruþróuninni með hönnunarteyminu hér á Íslandi. Efnin sem notuð eru í fatnaðinn eru mörg hver úr endurunnum efnum og eins er eingöngu notuð lífræn bómull. Jakkinn Bleyta. „Mikið afþeim efnum sem við notum eru endurunnin eða lífræn“ segir Margrét. „Við hófum fyrir nokkrum árum síðan að vinna með endurunnið ytra byrði í úlpur og síðasta sumar voru allir vind- og regnjakkarnir okkar með endurunnu ytra byrði. Við notum okkar eigið einangrunarefni Arctic Eco insulation, sem er einnig endurunnið. Nylon efnið er endurunnið er úr plastflöskum sem brotnar eru niður í þræði. Við sjáum alfarið um að kaupa öll efni og smáhluti til framleiðslunnar og tryggjum þannig gæðin og virðiskeðjuna. Gæðastjóri okkar er staðsettur í Hong Kong og býr yfir þrjátíu ára reynslu í þessum bransa,“ útskýrir Margrét. Hún segir ZO•ON eiga í góðu samtali við viðskiptavini og er hönnunin í stöðugri þróun í takt við þarfir þeirra. Snið og stærðir endurhannaðar „Við erum alltaf að betrumbæta vörulínuna og mæta þörfum viðskiptavina okkar og þeirra kröfum. Þar má til að mynda nefna snið og stærðartöflur sem við höfum haft til endurskoðunar svo henti Íslendingum. Þá er heimasíðan okkar í stöðugri endurskoðun og nú standa yfir betrumbætur sem munu skila sér í haust,“ útskýrir Margrét. Hún segir umferðina inn á heimasíðuna hafa stóraukist á þessu ári enda hafa aðstæður í samfélaginu kallað á breytta kauphegðun. Einfalt og þægilegt að versla á netinu „Netverslunin hefur farið vaxandi síðustu ár og eigum við dyggan kúnnakóp sem nýtir sér netverslunina okkar reglulega. Þó að stór hluti þeirra séu íslendingar þá er líka töluverð aukning í pöntunum erlendis frá. Við höfum til dæmis átt okkar fasta kúnnahóp erlendis sem kaupir óhikað gegnum netið og finnst ekkert mál að skila og skipta meðan Íslendingar hafa verið aðeins meira hikandi í að nýta sér netverslun, en það hefur heldur betur breyst. Covid virðist hafa ýtt hressilega við okkur Íslendingum hvað það varðar. Við höfum fundum fyrir gríðarlegri aukningu í netsölu til Íslendinga undanfarið árið. Það er orðirð svo einfalt og þægilegt að versla á netinu, og heldur ekkert mál að senda til baka og fá skilað, endurgreitt eða skipta í aðra stærð ef þarf. Allar pantanir yfir tíu þúsund krónur er sendar frítt heim en viðskiptavinir geta valið að fá sent með póstinum, eða fá vörurnar sendar með TGV Espress á höfuðborrgarsvæðinu. Eins er hægt að sækja pantanir í verslunina til okkar í Urðarhvarfi 4. Pantanir eru teknar til samdægurs og afhentar sama dag ef pantað er fyrir kl. 12, á höfuðborgarsvæðinu. Annars tekur það um tvo til fjóra daga að fá vöruna afhenta á landsbyggðinni. “ Nánari upplýsingar er að finna á www.zo-on.is
Vefverslun vikunnar Eldgos og jarðhræringar Tíska og hönnun Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira