Merk tímamót á Króknum: „Höfum hingað til alltaf náð að afsanna spár“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2021 11:01 Óskar Smári Haraldsson og Guðni Þór Einarsson eru þjálfarar Tindastóls. Þeir voru í borginni í gær á árlegum kynningarfundi vegna upphafs Pepsi Max-deildarinnar. vísir/Sigurjón Á morgun rennur upp merkur dagur í íþróttasögu Skagafjarðar þegar Tindastóll spilar sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta. Tindastólskonur eiga hins vegar erfitt sumar fyrir höndum og er spáð botnsætinu í Pepsi Max-deildinni. Tindastóll tekur á móti Þrótti R. og verður fyrsta spyrnan á Sauðárkróksvelli tekin kl. 18. Guðni Þór Einarsson, annar tveggja þjálfara Tindastóls, tekur undir að vissulega sé mikill fiðringur í Skagfirðingum: „Stemningin á Króknum er mjög góð. Við hlökkum mikið til að taka þátt og spila við bestu lið landsins,“ segir Guðni en viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Guðni þjálfari Tindastóls sem spáð er botnsætinu „Það er mikill fílingur í okkur og okkar stuðningsmönnum, og við öll klár í verkefnið. Við erum náttúrulega algjörlega pressulaus, eina pressan er frá okkur sjálfum, en við vitum hvað við getum og hlökkum til að glíma við þessi lið,“ segir Guðni. Sauðkrækingar eru undir enn minni pressu eftir að hafa verið spáð neðsta sæti deildarinnar: „Síðan ég byrjaði fyrir tæpum fjórum árum síðan þá hefur okkur alltaf verið spáð misjöfnu gengi. Við höfum hingað til alltaf náð að afsanna spár og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að gera það aftur,“ segir Guðni. Ofboðslega ánægð með okkar stelpur Það vekur athygli hve litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Tindastóls í vetur og ljóst að Guðni og hans fólk ætlar að treysta á þá leikmenn sem komu liðinu í efstu deild. En ætlar félagið að fá frekari liðsstyrk? „Við höldum því alveg opnu. En við erum búin að vera ofboðslega ánægð með okkar stelpur núna í vetur. Við höfum spilað við þessi lið eins og Blika, Þór/KA og Stjörnuna, og erum mjög ánægð með hópinn. Við lokum samt engum dyrum ef að góðir leikmenn bjóðast.“ Jón Stefán Jónsson hætti í vetur eftir að hafa þjálfað Tindastól með Guðna og tók Óskar Smári Haraldsson við af Jóni: „Auðvitað er eftirsjá af Jónsa, góðum vini mínum. Hann tók að sér starf á Akureyri. En ég er mjög ánægður með að fá Óskar Smára með í teymið. Hann er búinn að þjálfa hjá Stjörnunni síðustu ár og þetta lítur vel út hjá okkur,“ segir Guðni. Tindastóll Pepsi Max-deild kvenna Skagafjörður Tengdar fréttir „Skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni“ Fyrir ári síðan fylgdist Vilhjálmur Kári Haraldsson með Karólínu Leu dóttur sinni taka fyrstu skref í átt að sínum öðrum Íslandsmeistaratitli, með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Í vor lék hún með Bayern München sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. 3. maí 2021 17:00 „Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31 Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Tindastóll tekur á móti Þrótti R. og verður fyrsta spyrnan á Sauðárkróksvelli tekin kl. 18. Guðni Þór Einarsson, annar tveggja þjálfara Tindastóls, tekur undir að vissulega sé mikill fiðringur í Skagfirðingum: „Stemningin á Króknum er mjög góð. Við hlökkum mikið til að taka þátt og spila við bestu lið landsins,“ segir Guðni en viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Guðni þjálfari Tindastóls sem spáð er botnsætinu „Það er mikill fílingur í okkur og okkar stuðningsmönnum, og við öll klár í verkefnið. Við erum náttúrulega algjörlega pressulaus, eina pressan er frá okkur sjálfum, en við vitum hvað við getum og hlökkum til að glíma við þessi lið,“ segir Guðni. Sauðkrækingar eru undir enn minni pressu eftir að hafa verið spáð neðsta sæti deildarinnar: „Síðan ég byrjaði fyrir tæpum fjórum árum síðan þá hefur okkur alltaf verið spáð misjöfnu gengi. Við höfum hingað til alltaf náð að afsanna spár og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að gera það aftur,“ segir Guðni. Ofboðslega ánægð með okkar stelpur Það vekur athygli hve litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Tindastóls í vetur og ljóst að Guðni og hans fólk ætlar að treysta á þá leikmenn sem komu liðinu í efstu deild. En ætlar félagið að fá frekari liðsstyrk? „Við höldum því alveg opnu. En við erum búin að vera ofboðslega ánægð með okkar stelpur núna í vetur. Við höfum spilað við þessi lið eins og Blika, Þór/KA og Stjörnuna, og erum mjög ánægð með hópinn. Við lokum samt engum dyrum ef að góðir leikmenn bjóðast.“ Jón Stefán Jónsson hætti í vetur eftir að hafa þjálfað Tindastól með Guðna og tók Óskar Smári Haraldsson við af Jóni: „Auðvitað er eftirsjá af Jónsa, góðum vini mínum. Hann tók að sér starf á Akureyri. En ég er mjög ánægður með að fá Óskar Smára með í teymið. Hann er búinn að þjálfa hjá Stjörnunni síðustu ár og þetta lítur vel út hjá okkur,“ segir Guðni.
Tindastóll Pepsi Max-deild kvenna Skagafjörður Tengdar fréttir „Skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni“ Fyrir ári síðan fylgdist Vilhjálmur Kári Haraldsson með Karólínu Leu dóttur sinni taka fyrstu skref í átt að sínum öðrum Íslandsmeistaratitli, með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Í vor lék hún með Bayern München sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. 3. maí 2021 17:00 „Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31 Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
„Skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni“ Fyrir ári síðan fylgdist Vilhjálmur Kári Haraldsson með Karólínu Leu dóttur sinni taka fyrstu skref í átt að sínum öðrum Íslandsmeistaratitli, með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Í vor lék hún með Bayern München sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. 3. maí 2021 17:00
„Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31
Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32