Bjarndýr banaði konu í göngutúr Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2021 19:22 Þessi tiltekni svartbjörn heldur til í Kanada. Árásir þeirra á menn eru mjög sjaldgæfar. Vísir/Getty Svartbjörn banaði 39 ára gamalli konu í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Er það í fjórða sinn sem björn banar manneskju í ríkinu frá 1960, þegar byrjað var að halda utan um slíkar upplýsingar. Konan fór í göngutúr með tvo hunda sína en þegar kærasti hennar kom heim um kvöldið voru hundarnir tveir fyrir utan húsið sem þau bjuggu í og hún hvergi sjáanleg. Hundarnir voru enn með gönguólar og hóf maðurinn því leit að konunni. Hann fann lík hennar um klukkustund síðar. Í frétt Washington Post segir að birna og tveir húnar hennar hefir verið felld á svæðinu þar sem konan dó og rannsókn á innihaldi maga dýranna hafi sýnt fram á að þeir bönuðu konunni. Í grein Washington Post segir að sérfræðingar telji margar árásir bjarndýra á menn mega rekja til hunda. Ráðist hafi verið á menn sem hafi viljað bjarga hundum sínum frá bjarndýrum og í öðrum tilfellum hafi hundar rambað á bjarndýr og hlaupið aftur til eigenda sinna með bjarndýr á hælunum. Í tilkynningu frá yfirvöldum í Colorado segir um einstaklega sorglegt atvik sé að ræða, sem sé áminning varðandi það að birnir geti verið hættulegir. Svartbirnir eru í langflestum tilfellum hræddir við menn og hlaupa frá þeim. Áætlað er að um sautján til tuttugu þúsund svartbirni megi finna í Colorado. Í tilkynningunni kemur fram að hin atvikin þrjú, þar sem svartbjörn banaði fólki, hafi átt sér stað árið 2009, 1993 og 1971. Árið 1971 réðst gamall björn á nýbökuð hjón sem voru í útilegu. Björninn særði konuna og banaði manninum. Hann var svo felldur í kjölfarið og fannst plastfata í maga hans. Árið 1991 braut stór björn sér leið inn í húsbíl í ríkinu og banaði þar manni. Talið er að björninn hafi verið að leita sér að mat og eigandi bílsins skaut dýrið og reyndi að fella það. Það tókst honum þó ekki og fór sem fór. Björninn var felldur nokkrum dögum síðar. Ári 2009 banaði svartbjörn 74 ára konu skammt frá heimili hennar í Colorado og át hana. Þegar lögregluþjónar voru á vettvangi sáu þeir björn. Sá virtist ekkert óttast menn og nálgaðist þá, svo þeir felldu dýrið. Rannsókn á magainnihaldi bjarnarins sýndi ekki fram á með afgerandi hætti hvort dýrið hefði banað konunni. Næsta dag var stór björn felldur sem nálgaðist veiðiverði með ógnandi hætti. Mannahold og bútar úr fötum fundust í maga þess bjarnar og leiddi frekari rannsókn í ljós að konan hafði verið að gefa björnum að éta í bakgarði sínum. Bandaríkin Dýr Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Konan fór í göngutúr með tvo hunda sína en þegar kærasti hennar kom heim um kvöldið voru hundarnir tveir fyrir utan húsið sem þau bjuggu í og hún hvergi sjáanleg. Hundarnir voru enn með gönguólar og hóf maðurinn því leit að konunni. Hann fann lík hennar um klukkustund síðar. Í frétt Washington Post segir að birna og tveir húnar hennar hefir verið felld á svæðinu þar sem konan dó og rannsókn á innihaldi maga dýranna hafi sýnt fram á að þeir bönuðu konunni. Í grein Washington Post segir að sérfræðingar telji margar árásir bjarndýra á menn mega rekja til hunda. Ráðist hafi verið á menn sem hafi viljað bjarga hundum sínum frá bjarndýrum og í öðrum tilfellum hafi hundar rambað á bjarndýr og hlaupið aftur til eigenda sinna með bjarndýr á hælunum. Í tilkynningu frá yfirvöldum í Colorado segir um einstaklega sorglegt atvik sé að ræða, sem sé áminning varðandi það að birnir geti verið hættulegir. Svartbirnir eru í langflestum tilfellum hræddir við menn og hlaupa frá þeim. Áætlað er að um sautján til tuttugu þúsund svartbirni megi finna í Colorado. Í tilkynningunni kemur fram að hin atvikin þrjú, þar sem svartbjörn banaði fólki, hafi átt sér stað árið 2009, 1993 og 1971. Árið 1971 réðst gamall björn á nýbökuð hjón sem voru í útilegu. Björninn særði konuna og banaði manninum. Hann var svo felldur í kjölfarið og fannst plastfata í maga hans. Árið 1991 braut stór björn sér leið inn í húsbíl í ríkinu og banaði þar manni. Talið er að björninn hafi verið að leita sér að mat og eigandi bílsins skaut dýrið og reyndi að fella það. Það tókst honum þó ekki og fór sem fór. Björninn var felldur nokkrum dögum síðar. Ári 2009 banaði svartbjörn 74 ára konu skammt frá heimili hennar í Colorado og át hana. Þegar lögregluþjónar voru á vettvangi sáu þeir björn. Sá virtist ekkert óttast menn og nálgaðist þá, svo þeir felldu dýrið. Rannsókn á magainnihaldi bjarnarins sýndi ekki fram á með afgerandi hætti hvort dýrið hefði banað konunni. Næsta dag var stór björn felldur sem nálgaðist veiðiverði með ógnandi hætti. Mannahold og bútar úr fötum fundust í maga þess bjarnar og leiddi frekari rannsókn í ljós að konan hafði verið að gefa björnum að éta í bakgarði sínum.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira