Ný velferðarstefna fyrir aldraða Guðjón S Brjánsson skrifar 3. maí 2021 18:00 Í lok mars lögðum við nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar fram þingsályktunartillögu um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða. Þar er lagt til að snúið verði frá ríkjandi viðhorfum í þjónustu við aldraða og markvisst horfið frá einhliða stofnanasýn. Með tillögunni er lögð höfuðáhersla á að hver einstaklingur eigi þess kost að búa á eigin heimili til æviloka með persónulegum stuðningsúrræðum við hæfi og samkvæmt eigin óskum. Ný sýn stjórnvalda auðveldi eldra fólki umskipti í aðgengilegt húsnæði með virkum, þekktum og raunhæfum leiðum. Stefnuleysi og takmörkuð framtíðarsýn hefur ríkt í málaflokknum og brýnt að stjórnvöld stigi skref í þessa átt, sýni frumkvæði, forgangsraði með nýjum hætti og greiði með beinni aðkomu fyrir stórauknu framboði á hentugum og öruggum búsetumöguleikum. Beinir hvatar geta m.a. falist í fjárhagslegri fyrirgreiðslu þar sem það á við. Allt til þess að tóna niður áralanga og kostnaðarsama stofnanavistun. Í þessu sambandi verði fjölmargir möguleikar á sviði heilbrigðis- og velferðartækni nýttir eins og þekkt er víða um lönd. Sérstakt þróunarverkefni verði sett á laggirnar varðandi þennan þátt. Að þessu beinist okkar sýn í Samfylkingunni og áskoranir gagnvart fagfólki sem velur sér öldrunarþjónustu sem starfsvettvang eru talsverðar. Til þess að tryggja framkvæmd þessara veigamiklu áherslubreytinga er mikilvægt að kveikja áhuga og skilning víða. Lykilatriði er fá til samstarfs bæði fagfólk og annað sérhæft starfsfólk og tryggja þjálfun og innleiðingu í samræmi við áherslur stjórnvalda um einstaklingsbundna þjónustu á eigin heimili. Liður í umbreytingarferlinu verði jafnframt endurskoðun á fjárhagslegri umgjörð málaflokksins, þ.m.t. fjármögnun stofnanavistunar og greiðsluþátttöku einstaklinga. Markmið um persónulegt og fjárhagslegt sjálfræði og sjálfstæði verði virt í öllu tilliti. Endurskoðun almannatryggingakerfisins er síðan sjálfstætt og brýnt verkefni sem æskilegt er að unnið verði að samhliða. Þar eru álitaefnin mörg, m.a. um vaxandi áhrif lífeyrissjóðsgreiðslna hjá eldra fólki og tengsl þeirra við greiðslur almannatrygginga. Hluti af verkefninu verði þróun á reiknilíkani sem geri sveitarfélögum kleift að veita viðeigandi, markvissa og breytilega þjónustu eftir þörf og aðstæðum hverju sinni. Með því að undirstrika viðhorfs- og stefnubreytingu verði lög um málefni aldraðra nr. 125/1999 endurskoðuð í því augnamiði að þau verði felld úr gildi. Mikilvægt er að vandað verði til undirbúnings og faglegur og fjárhagslegur ávinningur gerður mælanlegur, metinn reglulega og verkefninu skipt í tímasetta áfanga. Það á bæði við um þá margvíslegu þætti sem snúa að ríkisvaldinu og sveitarfélögum en ekki síst að þeim sem eiga mestra hagsmuna að gæta, hinum öldruðu sjálfum. Um þessi atriði fjallar hófstillt en á sama tíma róttæk og löngu tímabær þingsályktunartillaga okkar í Samfylkingunni, sem nánar má lesa um á vef Alþingis. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Guðjón S. Brjánsson Eldri borgarar Samfylkingin Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok mars lögðum við nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar fram þingsályktunartillögu um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða. Þar er lagt til að snúið verði frá ríkjandi viðhorfum í þjónustu við aldraða og markvisst horfið frá einhliða stofnanasýn. Með tillögunni er lögð höfuðáhersla á að hver einstaklingur eigi þess kost að búa á eigin heimili til æviloka með persónulegum stuðningsúrræðum við hæfi og samkvæmt eigin óskum. Ný sýn stjórnvalda auðveldi eldra fólki umskipti í aðgengilegt húsnæði með virkum, þekktum og raunhæfum leiðum. Stefnuleysi og takmörkuð framtíðarsýn hefur ríkt í málaflokknum og brýnt að stjórnvöld stigi skref í þessa átt, sýni frumkvæði, forgangsraði með nýjum hætti og greiði með beinni aðkomu fyrir stórauknu framboði á hentugum og öruggum búsetumöguleikum. Beinir hvatar geta m.a. falist í fjárhagslegri fyrirgreiðslu þar sem það á við. Allt til þess að tóna niður áralanga og kostnaðarsama stofnanavistun. Í þessu sambandi verði fjölmargir möguleikar á sviði heilbrigðis- og velferðartækni nýttir eins og þekkt er víða um lönd. Sérstakt þróunarverkefni verði sett á laggirnar varðandi þennan þátt. Að þessu beinist okkar sýn í Samfylkingunni og áskoranir gagnvart fagfólki sem velur sér öldrunarþjónustu sem starfsvettvang eru talsverðar. Til þess að tryggja framkvæmd þessara veigamiklu áherslubreytinga er mikilvægt að kveikja áhuga og skilning víða. Lykilatriði er fá til samstarfs bæði fagfólk og annað sérhæft starfsfólk og tryggja þjálfun og innleiðingu í samræmi við áherslur stjórnvalda um einstaklingsbundna þjónustu á eigin heimili. Liður í umbreytingarferlinu verði jafnframt endurskoðun á fjárhagslegri umgjörð málaflokksins, þ.m.t. fjármögnun stofnanavistunar og greiðsluþátttöku einstaklinga. Markmið um persónulegt og fjárhagslegt sjálfræði og sjálfstæði verði virt í öllu tilliti. Endurskoðun almannatryggingakerfisins er síðan sjálfstætt og brýnt verkefni sem æskilegt er að unnið verði að samhliða. Þar eru álitaefnin mörg, m.a. um vaxandi áhrif lífeyrissjóðsgreiðslna hjá eldra fólki og tengsl þeirra við greiðslur almannatrygginga. Hluti af verkefninu verði þróun á reiknilíkani sem geri sveitarfélögum kleift að veita viðeigandi, markvissa og breytilega þjónustu eftir þörf og aðstæðum hverju sinni. Með því að undirstrika viðhorfs- og stefnubreytingu verði lög um málefni aldraðra nr. 125/1999 endurskoðuð í því augnamiði að þau verði felld úr gildi. Mikilvægt er að vandað verði til undirbúnings og faglegur og fjárhagslegur ávinningur gerður mælanlegur, metinn reglulega og verkefninu skipt í tímasetta áfanga. Það á bæði við um þá margvíslegu þætti sem snúa að ríkisvaldinu og sveitarfélögum en ekki síst að þeim sem eiga mestra hagsmuna að gæta, hinum öldruðu sjálfum. Um þessi atriði fjallar hófstillt en á sama tíma róttæk og löngu tímabær þingsályktunartillaga okkar í Samfylkingunni, sem nánar má lesa um á vef Alþingis. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun