Hann og Gurrý Jónsdóttir eignuðust sitt annað barn í gærmorgun.
Þá kom drengur í heiminn. Fyrir eiga þau dóttur, hana Evu Malen Egilsdóttur.
„Gríslingurinn var óþolinmóður og ákvað að mæta í heiminn aðeins á undan áætlun. Þetta gerðist frekar hratt. Gurrý vakti mig 04:15 í nótt. Löbbuðum inn á spítalann 05:20 og drengurinn fæddur 06:41. Alvöru tempó. Erum komin heim og Eva Malen ofpeppuð fékk loksins að hitta litla bróðir. Móður og barni heilsast vel,“ skrifar einkaþjálfarinn, leikarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson í færslu á Instagram.
Hann og Gurrý Jónsdóttir eignuðust sitt annað barn í gærmorgun.
Þá kom drengur í heiminn. Fyrir eiga þau dóttur, hana Evu Malen Egilsdóttur.