Um Anthony Hopkins og hvernig á að fá Hannibal Lecter til að bera virðingu fyrir öðru fólki! Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 30. apríl 2021 20:31 Óskarsverðlaunahafinn og leikarinn Anthony Hopkins hefur stigið fram og tilkynnt veröldinni opinberlega að hann sé einhverfur. Hopkins er þekktastur fyrir að hafa leikið hlutverk hins grimma fjöldamorðingja Hannibals Lecters í kvikmyndinni Lömbin þagna. En þá vaknar stóra spurningin? Hvernig er hægt að fá fjöldamorðingja til að hætta við að verða fjöldamorðingjar þegar þeir verða stórir og læra þess í stað að bera virðingu fyrir öllu lifandi fólki? Svarið er nefnilega það, að þetta hefst allt í skólastofunni. Semsagt það þarf að kenna börnum strax í skólastofunni að bera virðingu fyrir öðrum. Einu sinni hafa allir verið börn. Líka menn eins og Anthony Hopkins alias Hannibal Lecter. Í skólastofunni er samfélag manna í raun og veru komið í smækkaðri mynd, í hnotskurn. Þar eiga að vera börn af öllum stærðum og gerðum. Skólastofan á í raun að endurspegla allt samfélag fullorðinna. Í skólastofunni í gamla daga lærðum við hjá hinum frábæra barnakennara Dr. Sigrúnu Aðalbjarnardóttur prófessor, hvað í rauninni þarf til þess að hægt sé að reka heilt samfélag. Það þarf lögreglu, slökkvilið, kennara, skóla, leikskóla, verksmiðjur, skip, landbúnað, dýr, forsætisráðherra og svo margt, margt fleira. Við lærðum um fiskiþorpið og hvað þarf í raun og veru til að samfélag fiskiþorpsins gangi upp. Við lærðum um Tansaníu og hversu ólík Tansanía er fiskiþorpinu á Íslandi. Allt var þetta mjög lærdómsríkt. Eins og í alvöru samfélagi vorum við allskonar börn. Ég var einhverft barn, önnur börn voru ofvirk, ADHD, venjuleg, skemmtileg, glöð, sorgmædd, samkynhneigð og bara allavegana. Sum börnin vildu verða bændur, flugstjórar, tannlæknar eða flugfreyjur. Við vorum öll í sama bekknum og við lærðum að umgangast hvort annað og að bera virðingu fyrir hvort öðru. Að setja börn í sérdeildir og útiloka þau úr samfélagi skólastofunnar leysir engin vandamál í raun og veru. Það er svipað eins og að setja þau inn á stofnanir og hæli til þess að við sem teljumst „heilbrigð“ þurfum ekki að umgangast þau. Sú leið hefur þegar verið fullreynd með Breiðavík og Kópavogshæli. Skólastofan er rétti staðurinn til að ala öll börn upp í sameiginlegu samfélagi þar sem ólík börn læra að umgangast hvort annað. En þá mega ekki heldur vera svo mörg börn í skólastofunni að kennarinn komist ekki yfir að sinna þeim öllum. Hámarksfjöldi barna í íslenskum skólastofum ætti að vera 18 börn. Alls ekki meira! 1 af hverjum 3 börnum á Íslandi eru sett í sérkennslu og allskyns sérdeildir. Þetta er alltof hátt hlutfall. Það er ekki til nein vernduð sérdeild í lífinu sjálfu sem tekur við þegar börnin verða fullorðin. Börnin verða að geta horfst í augu við raunveruleikann og bjargað sér í hinum raunverulega raunveruleika. Það geta þau ekki ef þau eru alltaf pökkuð inn í sérdeildir. Svarið við þeim vandamálum sem tengjast mannlegum fjölbreytileika barna, er því í raun og veru mjög einfalt. Það er FÆRRI börn í skólastofunni. Því markmiði hljóta bæði kennarar og nemendur að geta fagnað. Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn og leikarinn Anthony Hopkins hefur stigið fram og tilkynnt veröldinni opinberlega að hann sé einhverfur. Hopkins er þekktastur fyrir að hafa leikið hlutverk hins grimma fjöldamorðingja Hannibals Lecters í kvikmyndinni Lömbin þagna. En þá vaknar stóra spurningin? Hvernig er hægt að fá fjöldamorðingja til að hætta við að verða fjöldamorðingjar þegar þeir verða stórir og læra þess í stað að bera virðingu fyrir öllu lifandi fólki? Svarið er nefnilega það, að þetta hefst allt í skólastofunni. Semsagt það þarf að kenna börnum strax í skólastofunni að bera virðingu fyrir öðrum. Einu sinni hafa allir verið börn. Líka menn eins og Anthony Hopkins alias Hannibal Lecter. Í skólastofunni er samfélag manna í raun og veru komið í smækkaðri mynd, í hnotskurn. Þar eiga að vera börn af öllum stærðum og gerðum. Skólastofan á í raun að endurspegla allt samfélag fullorðinna. Í skólastofunni í gamla daga lærðum við hjá hinum frábæra barnakennara Dr. Sigrúnu Aðalbjarnardóttur prófessor, hvað í rauninni þarf til þess að hægt sé að reka heilt samfélag. Það þarf lögreglu, slökkvilið, kennara, skóla, leikskóla, verksmiðjur, skip, landbúnað, dýr, forsætisráðherra og svo margt, margt fleira. Við lærðum um fiskiþorpið og hvað þarf í raun og veru til að samfélag fiskiþorpsins gangi upp. Við lærðum um Tansaníu og hversu ólík Tansanía er fiskiþorpinu á Íslandi. Allt var þetta mjög lærdómsríkt. Eins og í alvöru samfélagi vorum við allskonar börn. Ég var einhverft barn, önnur börn voru ofvirk, ADHD, venjuleg, skemmtileg, glöð, sorgmædd, samkynhneigð og bara allavegana. Sum börnin vildu verða bændur, flugstjórar, tannlæknar eða flugfreyjur. Við vorum öll í sama bekknum og við lærðum að umgangast hvort annað og að bera virðingu fyrir hvort öðru. Að setja börn í sérdeildir og útiloka þau úr samfélagi skólastofunnar leysir engin vandamál í raun og veru. Það er svipað eins og að setja þau inn á stofnanir og hæli til þess að við sem teljumst „heilbrigð“ þurfum ekki að umgangast þau. Sú leið hefur þegar verið fullreynd með Breiðavík og Kópavogshæli. Skólastofan er rétti staðurinn til að ala öll börn upp í sameiginlegu samfélagi þar sem ólík börn læra að umgangast hvort annað. En þá mega ekki heldur vera svo mörg börn í skólastofunni að kennarinn komist ekki yfir að sinna þeim öllum. Hámarksfjöldi barna í íslenskum skólastofum ætti að vera 18 börn. Alls ekki meira! 1 af hverjum 3 börnum á Íslandi eru sett í sérkennslu og allskyns sérdeildir. Þetta er alltof hátt hlutfall. Það er ekki til nein vernduð sérdeild í lífinu sjálfu sem tekur við þegar börnin verða fullorðin. Börnin verða að geta horfst í augu við raunveruleikann og bjargað sér í hinum raunverulega raunveruleika. Það geta þau ekki ef þau eru alltaf pökkuð inn í sérdeildir. Svarið við þeim vandamálum sem tengjast mannlegum fjölbreytileika barna, er því í raun og veru mjög einfalt. Það er FÆRRI börn í skólastofunni. Því markmiði hljóta bæði kennarar og nemendur að geta fagnað. Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun