Svipmyndir úr sigri Houston og sigri Brooklyn á Indiana Pacers má sjá hér að neðan í NBA dagsins, þar sem einnig eru tíu bestu tilþrif næturinnar.
Durant skoraði 42 stig og átti 10 stoðsendingar í 130-113 sigri Brooklyn. „Hvað er hægt að segja? Ég nýt þeirra forréttinda að þjálfa Kevin Durant. Maður setur hann inn í leikinn og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn.
Brooklyn er því áfram á toppi austurdeildar með einu tapi minna en Philadelphia 76ers. Það styttist hins vegar í tvo erfiða leiki í röð gegn Milwaukee sem er í 3. sætinu og getur blandað sér í baráttuna um efsta sætið með því að vinna þá leiki.
Óvíst er hins vegar hvort að Giannis Antetokounmpo verði með Milwaukee gegn Brooklyn en hann meiddist strax á fyrstu mínútu í leiknum gegn Houston.
Porter, sem er aðeins tvítugur, setti niður 50 stig og gaf 11 stoðsendingar en yngri leikmaður hefur ekki skorað svo mörg stig í einum NBA-leik samhliða því að gefa að minnsta kosti 10 stoðsendingar.