Hvað með allt hitt? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 30. apríl 2021 10:00 Það var dapurlegt að horfa á Kveik í gærkvöldi þar sem flett var ofan af sjálftöku félags sem hefur um áraraðir tekist að draga hundruðir milljóna í vasa eigenda sinna fyrir þjónustu við lífeyrissjóðina. Það skal tekið fram að LIVE og VR eru með sitt eigið skráningarkerfi og því ekki hluti af þessu tiltekna svindli. En hugsið ykkur að ef eitt fyrirtæki sem starfar svo nálægt sjóðunum og sérfræðingum þeirra kemst upp með svona lagað óáreitt og eftirlitslaust, hvað með allt hitt? Hvernig er eftirliti með fjárfestingum háttað þegar nýráðin framkvæmdastjóri stéttarfélags fer að gera athugasemdir við háan kostnað og flettir svo ofan af svindli sem hefur viðgengist um áraraðir ofan í hálsmáli sjóðanna. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða eru tugir milljarðar á ári hverju og þar starfa á annað hundrað mjög vel launaðra stjórnenda sem bera ábyrgð á þessu máli og yfir 6.000 milljarða eignum. Það er von að maður spyrji hvar fleiri leka og sviksamleg athæfi séu að finna innan lífeyrissjóðanna. Mín reynsla af þeim spillingarmálum sem komið hafa upp síðustu árin eru að sjóðirnir leggja meira kapp á að þagga niður og fela en að rannsaka og sækja rétt sinn fyrir hönd eigenda sinna. Með öðrum orðum þá vegur orðspor stjórnenda meira en raunverulegir hagsmunir sjóðfélaga. Þetta eru stór orð en auðvelt er að rökstyðja með spurningu: Hversu oft hafa lífeyrissjóðirnir farið í mál, eða leitað réttar síns, til að sækja bætur ef grunur er um sviksamlegt athæfi gagnvart þeim? Ég held að flestir viti svarið. Þó er hægt að nefna hrunmálin, alþjóðleg endurskoðendafyrirtæki hrunfyrirtækjanna sem kvittuðu uppá að allt væri í lagi, gjaldmiðlaafleiður lífeyrissjóðanna fyrir hrun, Bakkavararmálið 2015 þar sem sjóðirnir töpuðu að lágmarki 50 til 60 milljörðum, kísilverin, Lindarvatn, Upphaf, Gamma og svo mætti lengi lengi telja. Af nægu er að taka en ekki virðist nokkur áhugi á að gera neitt í einu eða neinu nema það komi uppá yfirborðið með þeim hætti sem Kveikur fjallaði um. Versta form spillingar er ekki glæpurinn sjálfur, heldur að vita af honum og aðhafast ekkert, meðvirknin og þöggunin er frjór jarðvegur spillingar og ábyrgð stjórnenda lífeyrissjóðanna er mikill. Maður hefði ætlað að hryna afsagna kæmi nú í kjölfarið en ekkert mun raunverulega breytast. En svona gerast hlutirnir þegar farið er með annara manna fé og eina leiðin til að breyta þessum eitraða kúltúr er að heildarendurskoðun fari fram á starfsemi lífeyrissjóða og að sjóðfélagar sjálfir munu skipa í stjórnir þeirra. Slíkt kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir spilling og sviksemi en aðhaldið yrði margfalt betra og meira, því verra getur þetta ekki orðið. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Lífeyrissjóðir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það var dapurlegt að horfa á Kveik í gærkvöldi þar sem flett var ofan af sjálftöku félags sem hefur um áraraðir tekist að draga hundruðir milljóna í vasa eigenda sinna fyrir þjónustu við lífeyrissjóðina. Það skal tekið fram að LIVE og VR eru með sitt eigið skráningarkerfi og því ekki hluti af þessu tiltekna svindli. En hugsið ykkur að ef eitt fyrirtæki sem starfar svo nálægt sjóðunum og sérfræðingum þeirra kemst upp með svona lagað óáreitt og eftirlitslaust, hvað með allt hitt? Hvernig er eftirliti með fjárfestingum háttað þegar nýráðin framkvæmdastjóri stéttarfélags fer að gera athugasemdir við háan kostnað og flettir svo ofan af svindli sem hefur viðgengist um áraraðir ofan í hálsmáli sjóðanna. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða eru tugir milljarðar á ári hverju og þar starfa á annað hundrað mjög vel launaðra stjórnenda sem bera ábyrgð á þessu máli og yfir 6.000 milljarða eignum. Það er von að maður spyrji hvar fleiri leka og sviksamleg athæfi séu að finna innan lífeyrissjóðanna. Mín reynsla af þeim spillingarmálum sem komið hafa upp síðustu árin eru að sjóðirnir leggja meira kapp á að þagga niður og fela en að rannsaka og sækja rétt sinn fyrir hönd eigenda sinna. Með öðrum orðum þá vegur orðspor stjórnenda meira en raunverulegir hagsmunir sjóðfélaga. Þetta eru stór orð en auðvelt er að rökstyðja með spurningu: Hversu oft hafa lífeyrissjóðirnir farið í mál, eða leitað réttar síns, til að sækja bætur ef grunur er um sviksamlegt athæfi gagnvart þeim? Ég held að flestir viti svarið. Þó er hægt að nefna hrunmálin, alþjóðleg endurskoðendafyrirtæki hrunfyrirtækjanna sem kvittuðu uppá að allt væri í lagi, gjaldmiðlaafleiður lífeyrissjóðanna fyrir hrun, Bakkavararmálið 2015 þar sem sjóðirnir töpuðu að lágmarki 50 til 60 milljörðum, kísilverin, Lindarvatn, Upphaf, Gamma og svo mætti lengi lengi telja. Af nægu er að taka en ekki virðist nokkur áhugi á að gera neitt í einu eða neinu nema það komi uppá yfirborðið með þeim hætti sem Kveikur fjallaði um. Versta form spillingar er ekki glæpurinn sjálfur, heldur að vita af honum og aðhafast ekkert, meðvirknin og þöggunin er frjór jarðvegur spillingar og ábyrgð stjórnenda lífeyrissjóðanna er mikill. Maður hefði ætlað að hryna afsagna kæmi nú í kjölfarið en ekkert mun raunverulega breytast. En svona gerast hlutirnir þegar farið er með annara manna fé og eina leiðin til að breyta þessum eitraða kúltúr er að heildarendurskoðun fari fram á starfsemi lífeyrissjóða og að sjóðfélagar sjálfir munu skipa í stjórnir þeirra. Slíkt kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir spilling og sviksemi en aðhaldið yrði margfalt betra og meira, því verra getur þetta ekki orðið. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar