Lögin heita Flýg upp & Varlega en myndbandið var frumsýnt í Egilshöll í gær. Með aðalhlutverk í myndbandinu fara Aron Can sjálfur, tónlistarkonan GDRN og Birnir.
Mikið var lagt í tökur á þessu kvikmyndaverki og farið langt út fyrir ramma tónlistarmyndbands og skapaður nýr heimur, Reykjavík í framtíðinni og augljóst er að eitthvað mikið hefur gengið á.
Leikstjóri er Erlendur Sveinsson og tökumaður Andri Haraldsson. Jónas Þórhallsson sá um klippingu, Jakob Þórhallsson sá um VFX galdrana og Hanna Björk Valsdóttir framleiðir. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.