Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Eiður Þór Árnason skrifar 29. apríl 2021 12:47 Tæplega 2.600 íbúðir voru á byggingastigum eitt til þrjú um síðustu áramót. Vísir/Magnús Hlynur Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. Þetta segir hagfræðideild Landsbankans sem bætir þó við að það annað mál hvort verið sé að byggja í takt við eftirspurn. Opinber gögn bendi til þess að nú sé mögulega verið að byggja umfram árlega þörf á íbúðamarkaði út frá mannfjöldaþróun. Eftirspurn hefur aðallega aukist eftir stærri og dýrari sérbýliseignum sem eru sjaldgæfari í byggingu. Framboð virðist vera gott miðað við þörf út frá mannfjölda Að mati hagfræðideildarinnar þurfa um 1.700 íbúðir að komast á það byggingastig að verða fokheldar (stig fjögur) á hverju ári til að viðhalda þörf miðað við stöðuga mannfjöldaaukningu. Samkvæmt Þjóðskrá komust yfir 3.000 íbúðir á það stig síðustu tvö ár og voru tæplega 2.600 íbúðir á stigum eitt til þrjú um síðustu áramót. Framboð af íbúðum virðist því vera nokkurt um þessar mundir ef tekið er mið af þörf út frá mannfjölda. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Íbúðir sem náðu því stigi að verða fullbúnar (stig 7) í fyrra voru um 3.800 talsins og hafa ekki verið fleiri síðan árið 2007, þegar þær voru tæplega 5.000 samkvæmt Þjóðskrá. Um síðustu áramót voru samtals 4.400 íbúðir í byggingu, óháð byggingarstigi, tæplega 2.800 þeirra í fjölbýli og um 1.600 í sérbýli. Hlutfall sérbýlis á meðal íbúða í byggingu hefur dregist saman á síðustu árum. Ekki taka allir undir þá ályktun Landsbankans að nóg sé byggt til að fullnægja þörfinni á næstunni. Til að mynda sögðu Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og Félag fasteignasala það í febrúar að brýnt væri að auka byggingarframkvæmdir. Ella væri hætta á talsverðum hækkunum á fasteignaverði. Þá sagði Seðlabankinn fyrr í apríl að hætta væri á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anni ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Skýrt dæmi um að þörf og eftirspurn fari ekki alltaf saman „Heilt á litið er fjöldi íbúða sem er í byggingu nú örlítið minni en við höfum vanist á síðustu árum og dregst saman frá fyrra ári. Engu að síður er mjög mikið í byggingu, sér í lagi í ljósi þess að stærð húsnæðisstofnsins í heild er nú talsverð,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Fjöldi fullbúinna íbúða sem hefur skilað sér á markað árlega hefur að jafnaði verið um 2.000 talsins frá 2006 og var nær tvöfaldur sá fjöldi í fyrra. Að sögn hagfræðideildar Landsbankans hefur eftirspurn aukist talsvert á síðustu mánuðum og virðist vera meiri á markaði fyrir dýrari eignir og sérbýli ef marka má gögn um hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði. „Það er þó erfitt að færa rök fyrir því út frá mannfjöldaþróun og þarfagreiningum að það sé mest þörf fyrir stærri íbúðir þar sem fjölskyldur hafa orðið minni. Þessi staða er því nokkuð skýrt dæmi um það að þörf og eftirspurn fara ekki alltaf saman.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans. 14. apríl 2021 19:20 Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29. apríl 2021 11:59 Ekki fleiri kaupsamningar verið gefnir út frá upphafi mælinga Í mars voru gefnir út 1.488 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Ekki hafa fleiri viðskipti átt sér stað í stökum mánuði frá upphafi mælinga eða frá árinu 2006. 23. apríl 2021 15:43 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Þetta segir hagfræðideild Landsbankans sem bætir þó við að það annað mál hvort verið sé að byggja í takt við eftirspurn. Opinber gögn bendi til þess að nú sé mögulega verið að byggja umfram árlega þörf á íbúðamarkaði út frá mannfjöldaþróun. Eftirspurn hefur aðallega aukist eftir stærri og dýrari sérbýliseignum sem eru sjaldgæfari í byggingu. Framboð virðist vera gott miðað við þörf út frá mannfjölda Að mati hagfræðideildarinnar þurfa um 1.700 íbúðir að komast á það byggingastig að verða fokheldar (stig fjögur) á hverju ári til að viðhalda þörf miðað við stöðuga mannfjöldaaukningu. Samkvæmt Þjóðskrá komust yfir 3.000 íbúðir á það stig síðustu tvö ár og voru tæplega 2.600 íbúðir á stigum eitt til þrjú um síðustu áramót. Framboð af íbúðum virðist því vera nokkurt um þessar mundir ef tekið er mið af þörf út frá mannfjölda. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Íbúðir sem náðu því stigi að verða fullbúnar (stig 7) í fyrra voru um 3.800 talsins og hafa ekki verið fleiri síðan árið 2007, þegar þær voru tæplega 5.000 samkvæmt Þjóðskrá. Um síðustu áramót voru samtals 4.400 íbúðir í byggingu, óháð byggingarstigi, tæplega 2.800 þeirra í fjölbýli og um 1.600 í sérbýli. Hlutfall sérbýlis á meðal íbúða í byggingu hefur dregist saman á síðustu árum. Ekki taka allir undir þá ályktun Landsbankans að nóg sé byggt til að fullnægja þörfinni á næstunni. Til að mynda sögðu Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og Félag fasteignasala það í febrúar að brýnt væri að auka byggingarframkvæmdir. Ella væri hætta á talsverðum hækkunum á fasteignaverði. Þá sagði Seðlabankinn fyrr í apríl að hætta væri á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anni ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Skýrt dæmi um að þörf og eftirspurn fari ekki alltaf saman „Heilt á litið er fjöldi íbúða sem er í byggingu nú örlítið minni en við höfum vanist á síðustu árum og dregst saman frá fyrra ári. Engu að síður er mjög mikið í byggingu, sér í lagi í ljósi þess að stærð húsnæðisstofnsins í heild er nú talsverð,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Fjöldi fullbúinna íbúða sem hefur skilað sér á markað árlega hefur að jafnaði verið um 2.000 talsins frá 2006 og var nær tvöfaldur sá fjöldi í fyrra. Að sögn hagfræðideildar Landsbankans hefur eftirspurn aukist talsvert á síðustu mánuðum og virðist vera meiri á markaði fyrir dýrari eignir og sérbýli ef marka má gögn um hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði. „Það er þó erfitt að færa rök fyrir því út frá mannfjöldaþróun og þarfagreiningum að það sé mest þörf fyrir stærri íbúðir þar sem fjölskyldur hafa orðið minni. Þessi staða er því nokkuð skýrt dæmi um það að þörf og eftirspurn fara ekki alltaf saman.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans. 14. apríl 2021 19:20 Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29. apríl 2021 11:59 Ekki fleiri kaupsamningar verið gefnir út frá upphafi mælinga Í mars voru gefnir út 1.488 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Ekki hafa fleiri viðskipti átt sér stað í stökum mánuði frá upphafi mælinga eða frá árinu 2006. 23. apríl 2021 15:43 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans. 14. apríl 2021 19:20
Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29. apríl 2021 11:59
Ekki fleiri kaupsamningar verið gefnir út frá upphafi mælinga Í mars voru gefnir út 1.488 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Ekki hafa fleiri viðskipti átt sér stað í stökum mánuði frá upphafi mælinga eða frá árinu 2006. 23. apríl 2021 15:43