„Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. maí 2021 10:00 Arnór Steinn Ívarsson ræddi samfélagsmiðla og áhrifavalda í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið. Vísir Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. Arnór segir að það sé erfitt að meta hvort kostirnir við samfélagsmiðla séu fleiri en gallarnir, eða hvort það sé öfugt. Talið barst meðal annars að áhrifavöldum. Áhrifavaldar hafa verið til lengi, en það var ekki fyrr en 2015 sem fyrirtæki fóru að taka að sér að finna spons fyrir áhrifavalda og að tengja saman áhrifavalda og fyrirtæki vegna auglýsinga. „Ég er persónulega á því að áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið. 100 prósent. Jújú áhrifavaldar hafa, eftir að þau urðu fræg, orðið hluti af umræðu og geta vakið athygli á einhverjum málefnum en ég vil samt meina að það sé ekki nóg að vera frægur fyrir ekki neitt og koma svo og segja já en ég hafði áhrif á þessa umræðu eða vakti athygli á málum í Afríku.“ Gagnaverið er hlaðvarp hér á Vísi.Vísir/Hjalti Brjálaðist yfir auglýsingu Kendall Jenner Hann notar umdeilda Pepsi auglýsingu Kendall Jenner sem dæmi um þetta. „Þessi auglýsing, réttilega féll ekki í kramið hjá neinum nema einhverjum tólf ára gömlum Kendall-fans.“ Arnór segir að auglýsingin hafi átt að sýna að Kendall væri ekki gagnslaus heldur gæti haft áhrif. „Við erum í híber kapítalísku samfélagi þar sem fyrirtæki líta svo stórt á sig að það þarf bara fallega stelpu og vöru til að allir verði sáttir. Líka bara hvað þetta dró úr öllum byltingum, alvarleikanum og mikilvægi byltinga. Þetta var risastór fokk-jú putti á alla sem hafa dáið í vopnuðum bardögum fyrir frelsi og lýðræði,“ segir Arnór og heldur svo áfram. „Ég hélt að ég væri búinn að jafna mig á þessu en ég er það greinilega ekki. Ég gjörsamlega brjálaðist þegar ég sá þetta.“ Kendall gaf seinna út afsökunarbeiðni vegna auglýsingarinnar, sem sjá má hér fyrir neðan. Drullusama um frían brunch og hótelgistingar Arnór segir að fyrirtækið hafi ætlað að sýna með því að nota eina frægustu ungu konu heims á þeim tíma, hvað þau eru gild í umræðunni og hvað áhrifavaldar séu mikilvægir. „Raunin er sú, nei og nei. Ég ætla bara að halda því fullkomlega fram að áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt í umræðuna, bara til samfélagsins. Okkur er drullusama þó að þú farir á Þrastarlund og fáir þér brunch frítt, don’t care. Okkur er drullusama þó þú farir á hótel og fáir þér frítt kampavínsglas, don’t care. Gerðu þetta, en við hin þurfum að borga fyrir það. Bara af því að þú ert aðeins meira aðlaðandi en allir hinir, eða ekki einu sinni endilega það. Bara af því að þú ert með einhvers konar kapítal til að gera þetta.“ Þrastalundur er vinsæll viðkomustaður ferðamanna og áhrifavalda á Suðurlandi. Hann segir að auðvitað séu þó undantekningar og að það sé alveg til fólk sem sé á fullu að búa til efni og eigi þetta skilið. „En það er bara að stór hluti af þessu liði er bara ekki að gera rassgat og er að fá fullt af dóti frítt fyrir. Þau eru ekki að gera neitt.“ Hvað er þetta OnlyFans og er það skref í rétta átt? Hvað varð um MySpace? Hvað er málið með áhrifavalda í dag? Hvaða áhrif hafa samfélagsmiðlar á samfélagi? Eru samfélagsmiðlar af hinu góða? Þessum spurningum og fleirum er svarað í þættinum hér fyrir neðan. Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Steingrímur Þór Ágústsson, Gagnaverið Samfélagsmiðlar Tækni Auglýsinga- og markaðsmál OnlyFans Tengdar fréttir „Það er ekkert endilega erfitt fyrir tölvur að læra íslensku“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er fjallað um raddstýringu tækja, eins og Siri og Google Assistant. Í þættinum ræða þáttastjórnendurnir Arnar Kjartansson og María Rós Kaldalóns meðal annars við Jóhönnu Vigdísdi Guðmundsdóttur. 23. júní 2020 21:00 Íslensk fyrirtæki þurfa að auglýsa á TikTok í gegnum krókaleiðir Davíð Lúther Sigurðarson sérfræðingur í samfélagsmiðlum og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að Instagram sé orðinn þreyttur miðill. Hann segir að áhrifavaldar hér á landi mættu vanda sig meira. 3. júní 2020 21:00 „Ég hélt að ég væri bara búinn að sigra heiminn“ Arnar Gauti er með yfir 230.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 10 milljón einstaklingar hafa skoðað eitt myndbandanna. 25. maí 2020 16:30 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Arnór segir að það sé erfitt að meta hvort kostirnir við samfélagsmiðla séu fleiri en gallarnir, eða hvort það sé öfugt. Talið barst meðal annars að áhrifavöldum. Áhrifavaldar hafa verið til lengi, en það var ekki fyrr en 2015 sem fyrirtæki fóru að taka að sér að finna spons fyrir áhrifavalda og að tengja saman áhrifavalda og fyrirtæki vegna auglýsinga. „Ég er persónulega á því að áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið. 100 prósent. Jújú áhrifavaldar hafa, eftir að þau urðu fræg, orðið hluti af umræðu og geta vakið athygli á einhverjum málefnum en ég vil samt meina að það sé ekki nóg að vera frægur fyrir ekki neitt og koma svo og segja já en ég hafði áhrif á þessa umræðu eða vakti athygli á málum í Afríku.“ Gagnaverið er hlaðvarp hér á Vísi.Vísir/Hjalti Brjálaðist yfir auglýsingu Kendall Jenner Hann notar umdeilda Pepsi auglýsingu Kendall Jenner sem dæmi um þetta. „Þessi auglýsing, réttilega féll ekki í kramið hjá neinum nema einhverjum tólf ára gömlum Kendall-fans.“ Arnór segir að auglýsingin hafi átt að sýna að Kendall væri ekki gagnslaus heldur gæti haft áhrif. „Við erum í híber kapítalísku samfélagi þar sem fyrirtæki líta svo stórt á sig að það þarf bara fallega stelpu og vöru til að allir verði sáttir. Líka bara hvað þetta dró úr öllum byltingum, alvarleikanum og mikilvægi byltinga. Þetta var risastór fokk-jú putti á alla sem hafa dáið í vopnuðum bardögum fyrir frelsi og lýðræði,“ segir Arnór og heldur svo áfram. „Ég hélt að ég væri búinn að jafna mig á þessu en ég er það greinilega ekki. Ég gjörsamlega brjálaðist þegar ég sá þetta.“ Kendall gaf seinna út afsökunarbeiðni vegna auglýsingarinnar, sem sjá má hér fyrir neðan. Drullusama um frían brunch og hótelgistingar Arnór segir að fyrirtækið hafi ætlað að sýna með því að nota eina frægustu ungu konu heims á þeim tíma, hvað þau eru gild í umræðunni og hvað áhrifavaldar séu mikilvægir. „Raunin er sú, nei og nei. Ég ætla bara að halda því fullkomlega fram að áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt í umræðuna, bara til samfélagsins. Okkur er drullusama þó að þú farir á Þrastarlund og fáir þér brunch frítt, don’t care. Okkur er drullusama þó þú farir á hótel og fáir þér frítt kampavínsglas, don’t care. Gerðu þetta, en við hin þurfum að borga fyrir það. Bara af því að þú ert aðeins meira aðlaðandi en allir hinir, eða ekki einu sinni endilega það. Bara af því að þú ert með einhvers konar kapítal til að gera þetta.“ Þrastalundur er vinsæll viðkomustaður ferðamanna og áhrifavalda á Suðurlandi. Hann segir að auðvitað séu þó undantekningar og að það sé alveg til fólk sem sé á fullu að búa til efni og eigi þetta skilið. „En það er bara að stór hluti af þessu liði er bara ekki að gera rassgat og er að fá fullt af dóti frítt fyrir. Þau eru ekki að gera neitt.“ Hvað er þetta OnlyFans og er það skref í rétta átt? Hvað varð um MySpace? Hvað er málið með áhrifavalda í dag? Hvaða áhrif hafa samfélagsmiðlar á samfélagi? Eru samfélagsmiðlar af hinu góða? Þessum spurningum og fleirum er svarað í þættinum hér fyrir neðan. Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Steingrímur Þór Ágústsson,
Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Steingrímur Þór Ágústsson,
Gagnaverið Samfélagsmiðlar Tækni Auglýsinga- og markaðsmál OnlyFans Tengdar fréttir „Það er ekkert endilega erfitt fyrir tölvur að læra íslensku“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er fjallað um raddstýringu tækja, eins og Siri og Google Assistant. Í þættinum ræða þáttastjórnendurnir Arnar Kjartansson og María Rós Kaldalóns meðal annars við Jóhönnu Vigdísdi Guðmundsdóttur. 23. júní 2020 21:00 Íslensk fyrirtæki þurfa að auglýsa á TikTok í gegnum krókaleiðir Davíð Lúther Sigurðarson sérfræðingur í samfélagsmiðlum og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að Instagram sé orðinn þreyttur miðill. Hann segir að áhrifavaldar hér á landi mættu vanda sig meira. 3. júní 2020 21:00 „Ég hélt að ég væri bara búinn að sigra heiminn“ Arnar Gauti er með yfir 230.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 10 milljón einstaklingar hafa skoðað eitt myndbandanna. 25. maí 2020 16:30 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Það er ekkert endilega erfitt fyrir tölvur að læra íslensku“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er fjallað um raddstýringu tækja, eins og Siri og Google Assistant. Í þættinum ræða þáttastjórnendurnir Arnar Kjartansson og María Rós Kaldalóns meðal annars við Jóhönnu Vigdísdi Guðmundsdóttur. 23. júní 2020 21:00
Íslensk fyrirtæki þurfa að auglýsa á TikTok í gegnum krókaleiðir Davíð Lúther Sigurðarson sérfræðingur í samfélagsmiðlum og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að Instagram sé orðinn þreyttur miðill. Hann segir að áhrifavaldar hér á landi mættu vanda sig meira. 3. júní 2020 21:00
„Ég hélt að ég væri bara búinn að sigra heiminn“ Arnar Gauti er með yfir 230.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 10 milljón einstaklingar hafa skoðað eitt myndbandanna. 25. maí 2020 16:30