Gestabækur veitingastaða Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 28. apríl 2021 12:00 Á veitingastöðum í dag hvílir skylda samkvæmt lögum að skrá gesti í númeruð sæti undir nafni, kennitölu og símanúmeri. Kveðið er á um þá skyldu í reglugerð nr. 404/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið hennar er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Persónuvernd sendi á dögunum frá sér leiðbeiningar um hvernig haga skuli skráningunni í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Undirritaður hefur sótt nokkra veitingastaði undanfarið en ekki orðið þess var að framkvæmdin á skráningu hafi verið í samræmi við umræddar leiðbeiningar. Einkum hefur skort á viðeigandi fræðslu og þá eru dæmi um að skráningarblöð hafi legið í anddyri veitingastaða líkt og gestabækur í fermingarveislum. Þetta tvennt er í andstöðu við persónuverndarlög. Undirritaður ætlar þó ekki að gagnrýna veitingastaði sérstaklega, enda telur hann ekki óeðlilegt að rekstraraðilar veitingastaða séu, upp að vissu marki, ómeðvitaðir um þær kröfur sem persónuverndarlög gera til þeirra. Markmiðið er einkum að velta því upp hvort gengið sé á stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga af hálfu stjórnvalda með ólögmætum hætti. Persónuupplýsingar okkar njóta stjórnarskrárvarinnar verndar Þær upplýsingar sem skráðar eru við komu okkar á veitingastaði teljast til persónuupplýsinga í skilningi persónuverndarlaga. Persónuupplýsingar eru hluti af okkar einkalífi og njóta ótvírætt stjórnarskrárvarinnar verndar. Þennan rétt okkar má einungis skerða með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Ekki verður um það deilt að stjórnvöld hafa samkvæmt sóttvarnalögum nr. 19/1997 ákveðnar heimild til að skerða þennan rétt okkar. Að sama skapi verður ekki um það deilt að í því ástandi sem ríkt hefur undanfarið sé réttlætanlegt og nauðsynlegt að skerða einkalíf einstaklinga með ákveðnum aðgerðum vegna réttinda annarra. Geta stjórnvöld þá krafið veitingastaði um að skrá komu gesta? Markmið reglugerðar nr. 404/2021 um að hægja eins og unnt er á COVID-19 sjúkdómnum verður að teljast málefnalegt, enda verður sú ógn sem stafað hefur af sjúkdómnum ekki dregin í efa. Sú ákvörðun að skylda veitingastaði til að skrá komu gesta verður þó að teljast nauðsynleg til að ná umræddu markmiði. Með hliðsjón af því hlýtur það til dæmis að hafa verið mat stjórnvalda að mikil hætta sé á sýkingu á veitingastöðum, rakning sé það erfið að veitingastaðir verði að skrá komu gesta, ekki sé hægt að kalla eftir upplýsingum frá kortafyrirtækjum líkt og áður hefur tíðkast og appið muni ekki duga til að kortleggja ferðir einstaklinga. Eða hvað? Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Veitingastaðir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Á veitingastöðum í dag hvílir skylda samkvæmt lögum að skrá gesti í númeruð sæti undir nafni, kennitölu og símanúmeri. Kveðið er á um þá skyldu í reglugerð nr. 404/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið hennar er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Persónuvernd sendi á dögunum frá sér leiðbeiningar um hvernig haga skuli skráningunni í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Undirritaður hefur sótt nokkra veitingastaði undanfarið en ekki orðið þess var að framkvæmdin á skráningu hafi verið í samræmi við umræddar leiðbeiningar. Einkum hefur skort á viðeigandi fræðslu og þá eru dæmi um að skráningarblöð hafi legið í anddyri veitingastaða líkt og gestabækur í fermingarveislum. Þetta tvennt er í andstöðu við persónuverndarlög. Undirritaður ætlar þó ekki að gagnrýna veitingastaði sérstaklega, enda telur hann ekki óeðlilegt að rekstraraðilar veitingastaða séu, upp að vissu marki, ómeðvitaðir um þær kröfur sem persónuverndarlög gera til þeirra. Markmiðið er einkum að velta því upp hvort gengið sé á stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga af hálfu stjórnvalda með ólögmætum hætti. Persónuupplýsingar okkar njóta stjórnarskrárvarinnar verndar Þær upplýsingar sem skráðar eru við komu okkar á veitingastaði teljast til persónuupplýsinga í skilningi persónuverndarlaga. Persónuupplýsingar eru hluti af okkar einkalífi og njóta ótvírætt stjórnarskrárvarinnar verndar. Þennan rétt okkar má einungis skerða með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Ekki verður um það deilt að stjórnvöld hafa samkvæmt sóttvarnalögum nr. 19/1997 ákveðnar heimild til að skerða þennan rétt okkar. Að sama skapi verður ekki um það deilt að í því ástandi sem ríkt hefur undanfarið sé réttlætanlegt og nauðsynlegt að skerða einkalíf einstaklinga með ákveðnum aðgerðum vegna réttinda annarra. Geta stjórnvöld þá krafið veitingastaði um að skrá komu gesta? Markmið reglugerðar nr. 404/2021 um að hægja eins og unnt er á COVID-19 sjúkdómnum verður að teljast málefnalegt, enda verður sú ógn sem stafað hefur af sjúkdómnum ekki dregin í efa. Sú ákvörðun að skylda veitingastaði til að skrá komu gesta verður þó að teljast nauðsynleg til að ná umræddu markmiði. Með hliðsjón af því hlýtur það til dæmis að hafa verið mat stjórnvalda að mikil hætta sé á sýkingu á veitingastöðum, rakning sé það erfið að veitingastaðir verði að skrá komu gesta, ekki sé hægt að kalla eftir upplýsingum frá kortafyrirtækjum líkt og áður hefur tíðkast og appið muni ekki duga til að kortleggja ferðir einstaklinga. Eða hvað? Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar