Lífið

Innlit í minnstu íbúðina í New York

Stefán Árni Pálsson skrifar
Conover bjó sjálfur í studíó-íbúð í New York fyrir nokkrum árum.
Conover bjó sjálfur í studíó-íbúð í New York fyrir nokkrum árum.

Bandaríski stjörnufasteignasalinn Erik Conover heldur úti mjög vinsælli YouTube-rás þar sem hann einbeitir sér að fasteignum.

Oftast fjallar hann um rándýrar og stórar eignir en að þessu sinni skoðar hann íbúð í New York sem er aðeins 5,5 fermetrar að stærð.

Conover segir að um sér að ræða minnsta íbúðin í borginni. Cash Jordan heldur einnig úti YouTube-rás og þar einbeitir hann sér einmitt að mjög litlum íbúðum.

Þeir tveir fóru á dögunum og skoðuðu nokkrar mjög litlar íbúðir á Manhattan. Ein þeirra var sérstaklega lítil eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×