Komst út á hnjánum vafinn í sæng og svo haldið sofandi í mánuð Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2021 10:41 Frá vettvangi brunans 25. júní. Vísir/vilhelm Íbúi að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis 25. júní, var tvo mánuði á sjúkrahúsi og þar af haldið sofandi í mánuð eftir brunann. Hann þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna brunasára. Þá lýsti hann því að þegar var byrjað að skíðloga í húsinu þegar hann áttaði sig á því að kviknað væri í. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri, hófst á ný í morgun. Hún hefur staðið yfir síðan á mánudag. Marek er ákærður fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg 1 síðdegis 25. júní. Hann heldur fram sakleysi sínu og er jafnframt metinn ósakhæfur. Íbúinn, pólskur karlmaður, gat ekki mætt fyrir dóminn í morgun þar sem hann greindist með Covid í gær. Hann gaf því símaskýrslu. Maðurinn var heima þegar kviknaði í og lýsti, eins og margir aðrir hafa gert, skrýtinni hegðun Mareks áður en bruninn varð. Maðurinn lýsti því að Marek hefði komið inn til hans að minnsta kosti tvisvar þetta síðdegi og einnig farið inn til nágrannakonu þeirra. Maðurinn sagði Marek hafa gengið um, verið öðruvísi en hann átti að sér að vera, sagt eitthvað „glórulaust“ og skilið „hálfar tíu þúsund krónur“ eftir inni hjá honum. Marek hefði svo farið og maðurinn horft á sjónvarpið en fyrir tilviljun svo farið fram á gang. Þá hefði þegar skíðlogað í húsinu en hann ekki tekið eftir neinu – verið alveg grunlaus. „Það var sjokkerandi að sjá á hvaða stig eldurinn var kominn.“ Hann sagði það skrýtið að hafa hvorki heyrt neitt í eldinum né fundið lykt. Sá Marek ekki kveikja í Maðurinn kvaðst svo hafa séð að „loftið var farið“ og farið aftur inn í herbergið en ekki komist út um gluggann. Reykurinn hefði þá verið byrjaður að koma undir hurðina svo hann vafði utan um sig sæng og fór á hnjánum út ganginn. Hann sagði að erfitt hefði verið að ná andanum en náð að komast út. Maðurinn brenndist illa á hnjám, baki og höndum. Græða þurfti húð af fótum á bak og hendur hans. Hann sagðist hafa verið tvo mánuði á sjúkrahúsi og haldið sofandi í mánuð. Maðurinn hefur náð sér ágætlega í dag en kvaðst með mikið af örum. Þá væru litlar líkur á að áverkar á tveimur fingrum lagist nokkurn tímann. Hann væri undir eftirliti lækna, sæki tíma hjá sjúkraþjálfara og sálfræðingi. Þetta hefði örugglega haft á hann áhrif andlega. Stefán Karl Kristjánsson verjandi Mareks beindi aðeins einni spurningu að manninum: „Sástu Marek kveikja í?“ „Nei,“ svaraði maðurinn. Hefði getað látist Það sem af er morgni hafa sérfræðingar á Landspítala, sem tóku á móti íbúum eftir brunann 25. júní, komið fyrir dóminn. Einn sérfræðingurinn lýsti því að einn sjúklingurinn, sem hlaut höfuðáverka og heilablæðingu eftir að hafa fallið frá þriðju hæð hússins, hefði getað látist af áverkunum sem hann hlaut. Þrír létust í brunanum, tvær konur og einn karl - öll á þrítugsaldri. Réttarlæknir lýsti því fyrir dómi að dánarorsök tveggja hefði verið koloxíðeitrun en þau fundust bæði látin inni í húsinu. Dánarorsök hinnar konunnar hefði verið höfuðáverkar eftir fall af þriðju hæð, þar sem hún rak höfuðið í ruslagám. Það var mat réttarlæknisins að hún hefði látist innan nokkurra mínútna frá höfuðhögginu. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að kveikt var í húsinu þann 25. júní. 27. apríl 2021 16:41 Hvarf inn í reykinn og sást ekki meir Lögreglumenn sem voru með þeim fyrstu á vettvang brunans að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar lýsa algjöru „kaosástandi“. Fólk hafi legið í götunni eftir að hafa kastað sér út úr húsinu og ekki hafi verið unnt að hjálpa öllum; maður á þriðju hæð hafi til dæmis „horfið inn í reykinn“ og ekki sést meir. 27. apríl 2021 13:47 Íslenska parið neitar því að hafa kveikt í húsinu Íslenskt par sem bjó á fyrstu hæð hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til grunna síðasta sumar, neitar því að hafa átt þátt í íkveikjunni. Þau voru bæði heima þegar eldurinn kviknaði og lýsa skelfilegri atburðarás síðdegis 25. júní 2020. 27. apríl 2021 10:41 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri, hófst á ný í morgun. Hún hefur staðið yfir síðan á mánudag. Marek er ákærður fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg 1 síðdegis 25. júní. Hann heldur fram sakleysi sínu og er jafnframt metinn ósakhæfur. Íbúinn, pólskur karlmaður, gat ekki mætt fyrir dóminn í morgun þar sem hann greindist með Covid í gær. Hann gaf því símaskýrslu. Maðurinn var heima þegar kviknaði í og lýsti, eins og margir aðrir hafa gert, skrýtinni hegðun Mareks áður en bruninn varð. Maðurinn lýsti því að Marek hefði komið inn til hans að minnsta kosti tvisvar þetta síðdegi og einnig farið inn til nágrannakonu þeirra. Maðurinn sagði Marek hafa gengið um, verið öðruvísi en hann átti að sér að vera, sagt eitthvað „glórulaust“ og skilið „hálfar tíu þúsund krónur“ eftir inni hjá honum. Marek hefði svo farið og maðurinn horft á sjónvarpið en fyrir tilviljun svo farið fram á gang. Þá hefði þegar skíðlogað í húsinu en hann ekki tekið eftir neinu – verið alveg grunlaus. „Það var sjokkerandi að sjá á hvaða stig eldurinn var kominn.“ Hann sagði það skrýtið að hafa hvorki heyrt neitt í eldinum né fundið lykt. Sá Marek ekki kveikja í Maðurinn kvaðst svo hafa séð að „loftið var farið“ og farið aftur inn í herbergið en ekki komist út um gluggann. Reykurinn hefði þá verið byrjaður að koma undir hurðina svo hann vafði utan um sig sæng og fór á hnjánum út ganginn. Hann sagði að erfitt hefði verið að ná andanum en náð að komast út. Maðurinn brenndist illa á hnjám, baki og höndum. Græða þurfti húð af fótum á bak og hendur hans. Hann sagðist hafa verið tvo mánuði á sjúkrahúsi og haldið sofandi í mánuð. Maðurinn hefur náð sér ágætlega í dag en kvaðst með mikið af örum. Þá væru litlar líkur á að áverkar á tveimur fingrum lagist nokkurn tímann. Hann væri undir eftirliti lækna, sæki tíma hjá sjúkraþjálfara og sálfræðingi. Þetta hefði örugglega haft á hann áhrif andlega. Stefán Karl Kristjánsson verjandi Mareks beindi aðeins einni spurningu að manninum: „Sástu Marek kveikja í?“ „Nei,“ svaraði maðurinn. Hefði getað látist Það sem af er morgni hafa sérfræðingar á Landspítala, sem tóku á móti íbúum eftir brunann 25. júní, komið fyrir dóminn. Einn sérfræðingurinn lýsti því að einn sjúklingurinn, sem hlaut höfuðáverka og heilablæðingu eftir að hafa fallið frá þriðju hæð hússins, hefði getað látist af áverkunum sem hann hlaut. Þrír létust í brunanum, tvær konur og einn karl - öll á þrítugsaldri. Réttarlæknir lýsti því fyrir dómi að dánarorsök tveggja hefði verið koloxíðeitrun en þau fundust bæði látin inni í húsinu. Dánarorsök hinnar konunnar hefði verið höfuðáverkar eftir fall af þriðju hæð, þar sem hún rak höfuðið í ruslagám. Það var mat réttarlæknisins að hún hefði látist innan nokkurra mínútna frá höfuðhögginu.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að kveikt var í húsinu þann 25. júní. 27. apríl 2021 16:41 Hvarf inn í reykinn og sást ekki meir Lögreglumenn sem voru með þeim fyrstu á vettvang brunans að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar lýsa algjöru „kaosástandi“. Fólk hafi legið í götunni eftir að hafa kastað sér út úr húsinu og ekki hafi verið unnt að hjálpa öllum; maður á þriðju hæð hafi til dæmis „horfið inn í reykinn“ og ekki sést meir. 27. apríl 2021 13:47 Íslenska parið neitar því að hafa kveikt í húsinu Íslenskt par sem bjó á fyrstu hæð hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til grunna síðasta sumar, neitar því að hafa átt þátt í íkveikjunni. Þau voru bæði heima þegar eldurinn kviknaði og lýsa skelfilegri atburðarás síðdegis 25. júní 2020. 27. apríl 2021 10:41 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að kveikt var í húsinu þann 25. júní. 27. apríl 2021 16:41
Hvarf inn í reykinn og sást ekki meir Lögreglumenn sem voru með þeim fyrstu á vettvang brunans að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar lýsa algjöru „kaosástandi“. Fólk hafi legið í götunni eftir að hafa kastað sér út úr húsinu og ekki hafi verið unnt að hjálpa öllum; maður á þriðju hæð hafi til dæmis „horfið inn í reykinn“ og ekki sést meir. 27. apríl 2021 13:47
Íslenska parið neitar því að hafa kveikt í húsinu Íslenskt par sem bjó á fyrstu hæð hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til grunna síðasta sumar, neitar því að hafa átt þátt í íkveikjunni. Þau voru bæði heima þegar eldurinn kviknaði og lýsa skelfilegri atburðarás síðdegis 25. júní 2020. 27. apríl 2021 10:41
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði