Búddastellingin hans Baldurs stal senunni í Domino´s Körfuboltakvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2021 13:30 Baldur Ragnarsson í búddastellingunni í leikhléi Tindastóls á úrslitastundu í leiknum á móti gömlu lærisveinum Baldurs í Þór frá Þorlákshöfn. Stöð 2 Sport Baldur Þór Ragnarsson er búinn að stýra Tindastólsliðinu til sigurs í fyrstu tveimur leikjunum eftir kórónuveirustopp. Það var þó enn á ný leikhlé hans sem var mikið í umræðunni í uppgjöri Domino´s Körfuboltakvölds í gærkvöldi. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var í viðtali í Domino´s Körfuboltakvöldi eftir sigur hans mann í Njarðvík í gær. Viðar klikkar sjaldnast í viðtölum og svo var heldur ekki í gær. Það var sérstaklega skot hans í enda viðtalsins sem vakti hlátur í settinu. „Kannski að fá Benna Gum til að setjast í búddastellinguna hans Baldurs þá fer ég að horfa á þetta á eftir,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson léttur í lok viðtalsins. „Ég ætlaði ekki að segja neitt í þessu viðtali af því að ég vissi að þá kæmi eitthvað. Ég sagði ekki neitt en samt þurfti hann að koma mér að hérna,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Umrædd búddastelling Baldurs var síðan tekin fyrir seinna í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Búddastelling Baldurs „Viðar Örn kom inn á þetta í byrjun í þessarar útsendingar. Það er þessi stelling hans Baldurs (Ragnarssonar, þjálfara Tindastóls) í stöðunni 88-87. Þessi jógastelling fyrir framan liðið sitt. Hafið þið séð þjálfara sitja svona áður,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson sérfræðinga sína. „Kannski hefur Sævar séð þetta en ég hef ekki séð þetta,“ sagði Benedikt Guðmundsson en Sævar hafði bara séð slíkt í jógamyndböndum. „Hvað er að manninum,“ spurði Sævar Sævarsson hlæjandi. „Það er samt svo gaman þegar einhver er svona öðruvísi. Það var allt í einu eins og það væri komin bein útsending úr Frístund. Baldur er að koma með öðruvísi nálgun á þetta. Hann er með búddastellinguna og allir eiga að snerta spjaldið. Það er bara hending ef hann er í skóm og sokkum þegar hann er að þjálfa. Ég hef gaman af einhverju svona öðruvísi,“ sagði Benedikt. „Maður lifir fyrir að fylgjast með einhverju sem er skrýtið og þetta er svo sannarlega mjög skrýtið,“ sagði Sævar. Það má sjá umfjöllunina og búddastellinguna hans Baldurs í myndbandinu hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var í viðtali í Domino´s Körfuboltakvöldi eftir sigur hans mann í Njarðvík í gær. Viðar klikkar sjaldnast í viðtölum og svo var heldur ekki í gær. Það var sérstaklega skot hans í enda viðtalsins sem vakti hlátur í settinu. „Kannski að fá Benna Gum til að setjast í búddastellinguna hans Baldurs þá fer ég að horfa á þetta á eftir,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson léttur í lok viðtalsins. „Ég ætlaði ekki að segja neitt í þessu viðtali af því að ég vissi að þá kæmi eitthvað. Ég sagði ekki neitt en samt þurfti hann að koma mér að hérna,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Umrædd búddastelling Baldurs var síðan tekin fyrir seinna í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Búddastelling Baldurs „Viðar Örn kom inn á þetta í byrjun í þessarar útsendingar. Það er þessi stelling hans Baldurs (Ragnarssonar, þjálfara Tindastóls) í stöðunni 88-87. Þessi jógastelling fyrir framan liðið sitt. Hafið þið séð þjálfara sitja svona áður,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson sérfræðinga sína. „Kannski hefur Sævar séð þetta en ég hef ekki séð þetta,“ sagði Benedikt Guðmundsson en Sævar hafði bara séð slíkt í jógamyndböndum. „Hvað er að manninum,“ spurði Sævar Sævarsson hlæjandi. „Það er samt svo gaman þegar einhver er svona öðruvísi. Það var allt í einu eins og það væri komin bein útsending úr Frístund. Baldur er að koma með öðruvísi nálgun á þetta. Hann er með búddastellinguna og allir eiga að snerta spjaldið. Það er bara hending ef hann er í skóm og sokkum þegar hann er að þjálfa. Ég hef gaman af einhverju svona öðruvísi,“ sagði Benedikt. „Maður lifir fyrir að fylgjast með einhverju sem er skrýtið og þetta er svo sannarlega mjög skrýtið,“ sagði Sævar. Það má sjá umfjöllunina og búddastellinguna hans Baldurs í myndbandinu hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira