Frá þessu greinir RÚV.
Þrjátíu af hundrað börnum á leikskólanum hafa greinst með Covid-19 og 23 af 33 starfsmönnum. Þá hafa 54 greinst utan leikskólans, til dæmis fjölskyldumeðlimir.
„Síðasta barnið greindist með COVID síðastliðinn föstudag og síðasti starfsmaðurinn á miðvikudag í síðustu viku,“ segir í frétt RÚV.
Fyrsta smitið tengt hópsýkingunni á Jörfa greindist 16. apríl síðastliðinn en síðan hafa samtals 138 greinst með Covid-19 innanlands.