Árni Ólafur er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2021 21:43 Árni Ólafur Ásgeirsson er látinn 49 ára að aldri. Getty/J. Vespa Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri er látinn, 49 ára að aldri, í kjölfar alvarlegra veikinda. Árni lætur eftir sig eiginkonu og son. Árni var fæddur í Reykjavík árið 1972 og átti glæstan feril sem kvikmyndaleikstjóri. Hann nam kvikmyndaleikstjórn í kvikmyndaskólanum í Lodz í Póllandi og útskrifaðist þaðan árið 2001. Þetta kemur fram í frétt Klapptrés. Árni átti glæstan feril í kvikmyndabransanum og vakti stuttmynd hans Anna‘s dag, frá árinu 2003, gríðarlega athygli erlendis og var meðal annars verðlaunuð á Clermont-Ferrard kvikmyndahátíðinni. Árni var einn handritshöfunda kvikmyndarinnar Maður eins og ég, sem gefin var út árið 2002, en fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrði kom út árið 2006 en það var myndin Blóðbönd. Myndin hlaut fimm tilnefningar til Edduverðlauna en hún var einnig tilnefnd til norrænu kvikmyndaverðlaunanna Amanda. Þá var myndin sýnd á Toronto kvikmyndahátíðinni frægu. Önnur bíómynd Árna, Brim, var einnig lofuð af gagnrýnendum en var hún tilnefnd til ellefu Edduverðlauna og hlaut hún sex þeirra verðlauna. Þar á meðal var hún valin sem kvikmynd ársins. Þá var Brim einnig tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og var hún sýnd á fjölda hátíða um heim allan. Árni leikstýrði einnig teiknimyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn sem er ein dýrasta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Árni starfaði lengi við gerð sjónvarpsauglýsinga erlendis og kenndi kvikmyndaleik við Listaháskóla Íslands. Kvikmyndin Wolka, pólsk-íslensk mynd, er þá væntanleg síðar á þessu ári en Árni hafði nýlokið við vinnslu hennar, hans fjórðu kvikmyndar. Þá stóð til að Árni hæfi tökur á þáttaröð í Póllandi í vor fyrir streymisveituna Netflix, en hann skrifaði handritið ásamt öðrum. Andlát Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira
Árni var fæddur í Reykjavík árið 1972 og átti glæstan feril sem kvikmyndaleikstjóri. Hann nam kvikmyndaleikstjórn í kvikmyndaskólanum í Lodz í Póllandi og útskrifaðist þaðan árið 2001. Þetta kemur fram í frétt Klapptrés. Árni átti glæstan feril í kvikmyndabransanum og vakti stuttmynd hans Anna‘s dag, frá árinu 2003, gríðarlega athygli erlendis og var meðal annars verðlaunuð á Clermont-Ferrard kvikmyndahátíðinni. Árni var einn handritshöfunda kvikmyndarinnar Maður eins og ég, sem gefin var út árið 2002, en fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrði kom út árið 2006 en það var myndin Blóðbönd. Myndin hlaut fimm tilnefningar til Edduverðlauna en hún var einnig tilnefnd til norrænu kvikmyndaverðlaunanna Amanda. Þá var myndin sýnd á Toronto kvikmyndahátíðinni frægu. Önnur bíómynd Árna, Brim, var einnig lofuð af gagnrýnendum en var hún tilnefnd til ellefu Edduverðlauna og hlaut hún sex þeirra verðlauna. Þar á meðal var hún valin sem kvikmynd ársins. Þá var Brim einnig tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og var hún sýnd á fjölda hátíða um heim allan. Árni leikstýrði einnig teiknimyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn sem er ein dýrasta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Árni starfaði lengi við gerð sjónvarpsauglýsinga erlendis og kenndi kvikmyndaleik við Listaháskóla Íslands. Kvikmyndin Wolka, pólsk-íslensk mynd, er þá væntanleg síðar á þessu ári en Árni hafði nýlokið við vinnslu hennar, hans fjórðu kvikmyndar. Þá stóð til að Árni hæfi tökur á þáttaröð í Póllandi í vor fyrir streymisveituna Netflix, en hann skrifaði handritið ásamt öðrum.
Andlát Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira