Þórólfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2021 08:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að eftir því sem fleiri fá bólusetningu þá verði ljósið skærara við enda ganganna. Hættan sé þó alls ekki liðin hjá. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bólusetningar vegna kórónuveirunnar hafi gengið mjög vel hér á landi alveg frá upphafi. Það eina sem hafi staðið á er að fá nægilegt bóluefni til landsins. „Strax og við fáum meira þá er hægt að gefa í. Það er bara þannig og það er mjög ánægjulegt.“ Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að til standi að nota öll bóluefni í þessari viku, ekki einungis AstraZeneca sem mikið hefur verið í umræðunni vegna mjög sjaldgæfra aukaverkana. „Það er mest til af Astra Zeneca af því að við fengum sextán þúsund skammta frá Noregi að láni. Jú, jú, það er ákveðinn efi og það er bara vegna þess að AstraZeneca hefur mikið verið í umræðunni. Menn hafa verið að ræða það, en ég held að miðað við þær niðurstöður sem við höfum fengið um aukaverkanir, þá eru þær fyrst og fremst hjá konum yngri en 55 ára. Við styðjumst bara við það og bjóðum bóluefnið öllum sextíu ára og eldri. Ég er til dæmis sjálfur að fara í vikunni og fá AstraZeneca. En við ætlum að bjóða konum yngri en 55 ára, þeim verður boðið annað bóluefni.“ Ekki háar tölur Þórólfur segir að konur séu almennt séð í meiri hættu að fá blóðsegavandamál líkt og komið hafa upp í tengslum við AstraZeneca bóluefnið. „Í þessum rannsóknum sem hafa komið upp á þessum alvarlegri blóðsegavandamálum þá eru það fyrst og fremst hjá konum. Það er svo sem álitamál hvort að það sé hreinlega vegna þess að það voru fleiri sem voru bólusettar. Engu að síður þá held ég að við munum bjóða það öllum sem við teljum að séu ekki í áhættu. Við erum búin að fá álit blóðmeinafræðinga, okkar sérfræðinga í blóðsegavandamálum á því og við byggjum okkar tillögur á því og svo förum við líka af stað með Janssen bóluefnið. Það hefur líka aðeins verið í umræðunni. En þar sáust sex blóðsegavandamál, alvarleg blóðsegavandamál, hjá sjö milljónum bólusettra í Bandaríkjunum, þannig að það eru ekki háar tölur,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Ljósið verður skærara Þórólfur segir að eftir því sem fleiri fá bólusetningu þá verði ljósið skærara við enda ganganna. Hættan sé þó alls ekki liðin hjá. „Þetta er ekki búið. Við heyrum það að það hafi gengið vel um helgina og margir greinst sem voru í sóttkví núna um helgina. Svo eru okkur að berast fréttir frá í gær að upp sé kominn upp vísir að hópsmiti á Suðurlandi. Þannig að þetta getur stungið sér niður hvar sem er. Við þurfum að halda áfram að passa okkur, fara varlega, mynda ekki hópa og vera helst innan um fólk sem við treystum og passa okkur að blanda okkur ekki of mikið á meðan verið erum að ná upp betri þátttöku [í bólusetningu].“ Fólk fari í sýnatöku ef það finnur fyrir einkennum Hann ítrekar að fólk verði að vera duglegt að fara í sýnatöku ef það finnur fyrir einkennum. „Við verðum að hamra á þessu alveg stöðugt. Við verðum líka að hvetja sérstaklega atvinnurekendur til að passa sig og fylgjast með að ef fólk er veikt eða melda sig veikt að það fari í skimun. Það hefur gengið mjög vel síðustu vikur. Það voru mjög margir sem fóru í skimun, sýnatöku. Tvö, þrjú þúsund manns hér innanlands og hafa aldrei verið svona margir. Það er lykill að því að við náum að halda þessu niðri eins og hægt er. Fara í sýnatöku og ég vona að fólk haldi því bara áfram. Það er nóg að það séu bara nokkrir sem gera það ekki, eins og sýndi sér með þessu stóru hópsmit sem við erum að eiga við núna. Rótin að því er allavega að hluta til að fólk fór ekki nógu snemma í sýnatöku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að til standi að nota öll bóluefni í þessari viku, ekki einungis AstraZeneca sem mikið hefur verið í umræðunni vegna mjög sjaldgæfra aukaverkana. „Það er mest til af Astra Zeneca af því að við fengum sextán þúsund skammta frá Noregi að láni. Jú, jú, það er ákveðinn efi og það er bara vegna þess að AstraZeneca hefur mikið verið í umræðunni. Menn hafa verið að ræða það, en ég held að miðað við þær niðurstöður sem við höfum fengið um aukaverkanir, þá eru þær fyrst og fremst hjá konum yngri en 55 ára. Við styðjumst bara við það og bjóðum bóluefnið öllum sextíu ára og eldri. Ég er til dæmis sjálfur að fara í vikunni og fá AstraZeneca. En við ætlum að bjóða konum yngri en 55 ára, þeim verður boðið annað bóluefni.“ Ekki háar tölur Þórólfur segir að konur séu almennt séð í meiri hættu að fá blóðsegavandamál líkt og komið hafa upp í tengslum við AstraZeneca bóluefnið. „Í þessum rannsóknum sem hafa komið upp á þessum alvarlegri blóðsegavandamálum þá eru það fyrst og fremst hjá konum. Það er svo sem álitamál hvort að það sé hreinlega vegna þess að það voru fleiri sem voru bólusettar. Engu að síður þá held ég að við munum bjóða það öllum sem við teljum að séu ekki í áhættu. Við erum búin að fá álit blóðmeinafræðinga, okkar sérfræðinga í blóðsegavandamálum á því og við byggjum okkar tillögur á því og svo förum við líka af stað með Janssen bóluefnið. Það hefur líka aðeins verið í umræðunni. En þar sáust sex blóðsegavandamál, alvarleg blóðsegavandamál, hjá sjö milljónum bólusettra í Bandaríkjunum, þannig að það eru ekki háar tölur,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Ljósið verður skærara Þórólfur segir að eftir því sem fleiri fá bólusetningu þá verði ljósið skærara við enda ganganna. Hættan sé þó alls ekki liðin hjá. „Þetta er ekki búið. Við heyrum það að það hafi gengið vel um helgina og margir greinst sem voru í sóttkví núna um helgina. Svo eru okkur að berast fréttir frá í gær að upp sé kominn upp vísir að hópsmiti á Suðurlandi. Þannig að þetta getur stungið sér niður hvar sem er. Við þurfum að halda áfram að passa okkur, fara varlega, mynda ekki hópa og vera helst innan um fólk sem við treystum og passa okkur að blanda okkur ekki of mikið á meðan verið erum að ná upp betri þátttöku [í bólusetningu].“ Fólk fari í sýnatöku ef það finnur fyrir einkennum Hann ítrekar að fólk verði að vera duglegt að fara í sýnatöku ef það finnur fyrir einkennum. „Við verðum að hamra á þessu alveg stöðugt. Við verðum líka að hvetja sérstaklega atvinnurekendur til að passa sig og fylgjast með að ef fólk er veikt eða melda sig veikt að það fari í skimun. Það hefur gengið mjög vel síðustu vikur. Það voru mjög margir sem fóru í skimun, sýnatöku. Tvö, þrjú þúsund manns hér innanlands og hafa aldrei verið svona margir. Það er lykill að því að við náum að halda þessu niðri eins og hægt er. Fara í sýnatöku og ég vona að fólk haldi því bara áfram. Það er nóg að það séu bara nokkrir sem gera það ekki, eins og sýndi sér með þessu stóru hópsmit sem við erum að eiga við núna. Rótin að því er allavega að hluta til að fólk fór ekki nógu snemma í sýnatöku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent