Neita að ræða við uppreisnarmennina sem felldu forsetann Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2021 08:42 Hermenn Tjad fyrir framan kosningaskilti Idriss Deby. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Herráð Tjad mun ekki hefja viðræður við uppreisnarmennina sem felldu Idriss Deby, forseta landsins til þrjátíu ára. Eykur það líkurnar á því að uppreisnarmennirnir láti verða af hótunum sínum og ráðist á höfuðborg landsins, í samráði við aðra hópa sem eru ósáttir við að sonur Deby, Magamat, hafi tekið völdin í Tjad. Uppreisnarhópurinn kallast FACT og hafa þeir verið með höfuðstöðvar í Líbíu. Fyrr í þessum mánuði gerðu þeir þó atlögu að Tjad, sama dag og Deby var kosinn til að sitja áfram í embætti forseta. Hann vann kosningarnar auðveldlega, samkvæmt opinberum tölum, en helstu leiðtogar stjórnarandstöðunnar neituðu að taka þátt í kosningunum. Degi eftir kosningarnar var tilkynnt að Deby hefði særst er hann heimsótti hermenn sem börðust gegn uppreisnarmönnunum og hann hefði dáið vegna sára sinna. Sonur hans, Mahamat Idriss Deby, var gerður að formanni herráðs landsins sem tók völdin. Ráðið segir að um tímabundna stjórn sé að ræða og að kosningar verði haldnar eftir eitt og hálft ár. Stjórnarandstaða Tjad segir Mahamat og herráðið hafa framið valdarán. Forseti þingsins hafi með réttu átt að taka við stjórn Tjad. Því hefur stjórnarandstaðan kallað eftir mótmælum í vikunni. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sótti jarðarför Deby en Tjad var frönsk nýlenda á árum áður og aðgerðum Franska hersins gegn vígamönnum á Sahel-svæðinu svokallaða er stýrt frá herstöð í landinu. Vígahópum og íslamistum hefur vaxið ásmegin á svæðinu á undanförnum árum. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Talsmaður FACT sagði í samtali við AP fréttaveituna að uppreisnarmennirnir ættu í viðræðum við aðra hópa vopnaðra manna sem séu ósáttir við að Mahamat hafi tekið völdin í Tjad. Uppreisnarmennirnir tilkynntu um helgina að þeir væru tilbúnir til viðræðna við herráðið. Þeirri yfirlýsingu var ekki tekið fagnandi. Talsmaður hersins sagði í sjónvarpsávarpi uppreisnarmennirnir ætluðu sér að starfa með vígahópum og mannræningjum sem hafi starfað sem málaliðar í Líbíu. Ástandið væri ógn gegn stöðugleika í Tjad og Sahel og ekki væri hægt að ræða við þessa „útlaga“. „Þetta eru uppreisnarmenn, sem er ástæðan fyrir því að við erum að gera loftárásir á þá. Við erum í stríði,“ hefur BBC eftir herforingjanum Azem Bermendao Agouna. Agouna sagði að uppreisnarmenn hefðu flúið til Níger og kallaði hann eftir samvinnu yfirvalda þar. Tjad Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Uppreisnarhópurinn kallast FACT og hafa þeir verið með höfuðstöðvar í Líbíu. Fyrr í þessum mánuði gerðu þeir þó atlögu að Tjad, sama dag og Deby var kosinn til að sitja áfram í embætti forseta. Hann vann kosningarnar auðveldlega, samkvæmt opinberum tölum, en helstu leiðtogar stjórnarandstöðunnar neituðu að taka þátt í kosningunum. Degi eftir kosningarnar var tilkynnt að Deby hefði særst er hann heimsótti hermenn sem börðust gegn uppreisnarmönnunum og hann hefði dáið vegna sára sinna. Sonur hans, Mahamat Idriss Deby, var gerður að formanni herráðs landsins sem tók völdin. Ráðið segir að um tímabundna stjórn sé að ræða og að kosningar verði haldnar eftir eitt og hálft ár. Stjórnarandstaða Tjad segir Mahamat og herráðið hafa framið valdarán. Forseti þingsins hafi með réttu átt að taka við stjórn Tjad. Því hefur stjórnarandstaðan kallað eftir mótmælum í vikunni. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sótti jarðarför Deby en Tjad var frönsk nýlenda á árum áður og aðgerðum Franska hersins gegn vígamönnum á Sahel-svæðinu svokallaða er stýrt frá herstöð í landinu. Vígahópum og íslamistum hefur vaxið ásmegin á svæðinu á undanförnum árum. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Talsmaður FACT sagði í samtali við AP fréttaveituna að uppreisnarmennirnir ættu í viðræðum við aðra hópa vopnaðra manna sem séu ósáttir við að Mahamat hafi tekið völdin í Tjad. Uppreisnarmennirnir tilkynntu um helgina að þeir væru tilbúnir til viðræðna við herráðið. Þeirri yfirlýsingu var ekki tekið fagnandi. Talsmaður hersins sagði í sjónvarpsávarpi uppreisnarmennirnir ætluðu sér að starfa með vígahópum og mannræningjum sem hafi starfað sem málaliðar í Líbíu. Ástandið væri ógn gegn stöðugleika í Tjad og Sahel og ekki væri hægt að ræða við þessa „útlaga“. „Þetta eru uppreisnarmenn, sem er ástæðan fyrir því að við erum að gera loftárásir á þá. Við erum í stríði,“ hefur BBC eftir herforingjanum Azem Bermendao Agouna. Agouna sagði að uppreisnarmenn hefðu flúið til Níger og kallaði hann eftir samvinnu yfirvalda þar.
Tjad Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira