Um klám, vændi og menntun Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 26. apríl 2021 09:31 Ég hef unnið að menntun ungmenna í 15 ár. Það er engu líkt eiga samtal við nemendur sína, læra af þeim, miðla til þeirra og sjá þá eflast og þroskast. Þegar ég byrjaði að kenna kynja- og jafnréttisfræðsluna fyrir 14 árum grunaði mig ekki að nemendur mínir (sem í upphafi voru aðallega stúlkur) upplifðu þá valdeflingu sem raunin varð. Valdeflingin fólst í því að átta sig á hvernig samfélagið funkeraði. Hvernig hlutverk kvenna og karla (veit af tvíhyggjunni hér) hafa verið og eru. Hvernig við erum öll ófrjáls í kynjakerfinu. Markmiðið mitt var að kortleggja samfélagið okkar, menninguna, út frá kynjafræðilegum forsendum. Vinnumarkaðurinn, stjórnmálin, fréttirnar, íþróttirnar, sjálfsmyndin, auglýsingarnar, poppkúlturinn, tónlistin, kynlífið, klámið og ótalmart fleira var og er á dagskrá kynjafræðinnar. Að skoða umhverfi sitt og rýna í það með kynjagleraugunum er bæði áhugavert, vekjandi og góð þjálfun í gagnrýnni hugsun. Fegrunaraðgerðir eru enn annað dæmi um viðfangsefni kennslustunda, eins og öll vitum þá eru fegrunaraðgerðir mjög kynjað fyrirbæri, þ.e. konur eru í meirihluta þeirra sem undirgangast slíkar aðgerðir. Öll vitum við líka að fegrunaraðgerðir miða langflestar að því að konur öðlist sama útlitið, hvort sem það eru brjóst, varir eða annað. Þannig verður ákveðið útlit í tísku. Sjálfsmynd okkar verður alltaf til í samspili við umhverfi okkar og þannig fá stúlkur og konur ítrekuð skilaboð um að þær þurfi að hafa ákveðið útlit til að flokkast fallegar og kynþokkafullar, sem er búið að skilgreina í þaula. Í ofanálag eru konur fyrst og fremst skilgreindar útfrá útliti sínu og líkamlegu aðdráttarafli svo pressan er mikil. Undir engum kringumstæðum eru konur sem kjósa að fara í fegrunaraðgerðir dæmdar eða gert lítið úr þeim í greiningunni. En það er frelsandi að átta sig á þessu skrauthlutverki sem hefur fylgt konum í gegnum söguna, gefur ákveðinn skjöld gegn þessum þrýstingi. Auglýsingar sýna okkur einmitt hvernig útlit er talið æskilegt fyrir konur. Í þrástefi eru líkamar kvenna hlutgerðir í auglýsingum og óraunhæfar likamsmyndir dregnar upp. Er hægt að tala um frjálst val um fegrunaraðgerðir við þessi skilyrði sem stúlkum og konum eru gefnar og eru alltumlykjandi? Ég held ekki. Í umræðunni um klámið eru hlutverk kynjanna skoðuð og greind – og hlutverkin eru mjög kynjuð. Eins og í menningunni almennt, þá eru konur undirskipaðar í klámi, eru niðurlægðar og beittar ofbeldi. Í greiningunni á klámi eru neytendur kláms að sjálfsögðu ekki fordæmdir og ekki heldur þau sem taka þátt í því fyrir framan myndavélina. Það er líka kýrskýrt að klám og klámvæðing hefur áhrif á kynímynd fólks og kynhegðun. Væntingar til kynjanna um kynhegðun er gjörólík og viðbrögð samfélagsins sömuleiðis. Konur eru drusluskammaðar og körlum hampað fyrir nákvæmlega sömu hegðun. Það er valdeflandi fyrir öll kyn að átta sig á þessu ranglæti. Það er nauðsynlegt að taka þá umræðu í öruggu rými kennslustofunnar. Vændi er nátengt klámi og sum segja að klám sé vændi fyrir framan myndavélar. Eins og í klámi er aðkoma kynjanna að vændi er ólík – þar eru konur gjarnan að selja líkama sína og karlar sem kaupa. Það er mikilvægt að skilja að afleiðingar af klámi og vændi á konur eru þær sömu og eftir kynferðisofbeldi. Að normalísera vændi og klám getur ekki gagnast konum og verður alltaf bakslag í baráttunni fyrir jafnrétti. Í þeirri valdaskekkju sem ríkir, kynhlutverkum og menningu sem hefur viðgengist, er ekki mögulegt að snúa þessum aðstæðum uppí valdeflandi frjálst val fyrir konur að taka þátt í. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Jafnréttismál Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef unnið að menntun ungmenna í 15 ár. Það er engu líkt eiga samtal við nemendur sína, læra af þeim, miðla til þeirra og sjá þá eflast og þroskast. Þegar ég byrjaði að kenna kynja- og jafnréttisfræðsluna fyrir 14 árum grunaði mig ekki að nemendur mínir (sem í upphafi voru aðallega stúlkur) upplifðu þá valdeflingu sem raunin varð. Valdeflingin fólst í því að átta sig á hvernig samfélagið funkeraði. Hvernig hlutverk kvenna og karla (veit af tvíhyggjunni hér) hafa verið og eru. Hvernig við erum öll ófrjáls í kynjakerfinu. Markmiðið mitt var að kortleggja samfélagið okkar, menninguna, út frá kynjafræðilegum forsendum. Vinnumarkaðurinn, stjórnmálin, fréttirnar, íþróttirnar, sjálfsmyndin, auglýsingarnar, poppkúlturinn, tónlistin, kynlífið, klámið og ótalmart fleira var og er á dagskrá kynjafræðinnar. Að skoða umhverfi sitt og rýna í það með kynjagleraugunum er bæði áhugavert, vekjandi og góð þjálfun í gagnrýnni hugsun. Fegrunaraðgerðir eru enn annað dæmi um viðfangsefni kennslustunda, eins og öll vitum þá eru fegrunaraðgerðir mjög kynjað fyrirbæri, þ.e. konur eru í meirihluta þeirra sem undirgangast slíkar aðgerðir. Öll vitum við líka að fegrunaraðgerðir miða langflestar að því að konur öðlist sama útlitið, hvort sem það eru brjóst, varir eða annað. Þannig verður ákveðið útlit í tísku. Sjálfsmynd okkar verður alltaf til í samspili við umhverfi okkar og þannig fá stúlkur og konur ítrekuð skilaboð um að þær þurfi að hafa ákveðið útlit til að flokkast fallegar og kynþokkafullar, sem er búið að skilgreina í þaula. Í ofanálag eru konur fyrst og fremst skilgreindar útfrá útliti sínu og líkamlegu aðdráttarafli svo pressan er mikil. Undir engum kringumstæðum eru konur sem kjósa að fara í fegrunaraðgerðir dæmdar eða gert lítið úr þeim í greiningunni. En það er frelsandi að átta sig á þessu skrauthlutverki sem hefur fylgt konum í gegnum söguna, gefur ákveðinn skjöld gegn þessum þrýstingi. Auglýsingar sýna okkur einmitt hvernig útlit er talið æskilegt fyrir konur. Í þrástefi eru líkamar kvenna hlutgerðir í auglýsingum og óraunhæfar likamsmyndir dregnar upp. Er hægt að tala um frjálst val um fegrunaraðgerðir við þessi skilyrði sem stúlkum og konum eru gefnar og eru alltumlykjandi? Ég held ekki. Í umræðunni um klámið eru hlutverk kynjanna skoðuð og greind – og hlutverkin eru mjög kynjuð. Eins og í menningunni almennt, þá eru konur undirskipaðar í klámi, eru niðurlægðar og beittar ofbeldi. Í greiningunni á klámi eru neytendur kláms að sjálfsögðu ekki fordæmdir og ekki heldur þau sem taka þátt í því fyrir framan myndavélina. Það er líka kýrskýrt að klám og klámvæðing hefur áhrif á kynímynd fólks og kynhegðun. Væntingar til kynjanna um kynhegðun er gjörólík og viðbrögð samfélagsins sömuleiðis. Konur eru drusluskammaðar og körlum hampað fyrir nákvæmlega sömu hegðun. Það er valdeflandi fyrir öll kyn að átta sig á þessu ranglæti. Það er nauðsynlegt að taka þá umræðu í öruggu rými kennslustofunnar. Vændi er nátengt klámi og sum segja að klám sé vændi fyrir framan myndavélar. Eins og í klámi er aðkoma kynjanna að vændi er ólík – þar eru konur gjarnan að selja líkama sína og karlar sem kaupa. Það er mikilvægt að skilja að afleiðingar af klámi og vændi á konur eru þær sömu og eftir kynferðisofbeldi. Að normalísera vændi og klám getur ekki gagnast konum og verður alltaf bakslag í baráttunni fyrir jafnrétti. Í þeirri valdaskekkju sem ríkir, kynhlutverkum og menningu sem hefur viðgengist, er ekki mögulegt að snúa þessum aðstæðum uppí valdeflandi frjálst val fyrir konur að taka þátt í. Höfundur er kennari.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun