Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2021 14:17 Ekki er mjög kært með þeim Helgu Völu og Svandísi í seinni tíð. Helga Vala telur að þó svo virðist sem Svandís sé að beina orðum sínum um skort á samstöðu að stjórnarandstöðunni fái það ekki staðist; hún hljóti að vera að tala við Sjálfstæðismenn. vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. „Þetta beinist ekki að mér. Þetta er klár stunga á samstarfsflokkinn. Hún er að tala við Sjallana. Það er bara þannig,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Fréttastofa ræddi við Svandísi eftir óvenju langan ríkisstjórnarfund sem haldinn var í morgun; þriggja tíma fundur sem fór í að ræða landamærin. Svandís var spurð út í samstöðu á þinginu í tengslum við nýja lagasetningu er varðar sóttvarnarráðstafanir. „Ég hefði gjarnan viljað meiri samstöðu um það mál. En ég held að pólitískar vendingar í því máli ráðist líka að hluta til af því að við erum komin á kosningaár,“ sagði Svandís. Og bætti við: „Það eru komnir skruðningar í pólitíska umræðu sem eru umhugsunarefni vegna þess að jafnaði hefur það ekki verið þannig að baráttan við veiruna væri pólitískt bitbein.“ Frumvarpið miðjumoð vegna átaka innan ríkisstjórnar Helga Vala segir þetta alveg rétt, aðgerðir sóttvarnaryfirvalda og heilbrigðisráðherra séu orðnar að pólitísku bitbeini en innan ríkisstjórnarinnar. „En milli Sjálfstæðiflokksins annars vegar og Vg hins vegar. Frumvarpið sem Svandís komst inn í þingið með var miðjumoð vegna átakanna innan ríkisstjórnarinnar.“ Helga Vala, sem á sæti í velferðarnefnd, segir það klárt mál að stórnarandstöðuflokkarnir allir hafi verið skýrir á því að fylgja ætti ráðleggingum sóttvarnarlæknis og mati hans á hvað eru hááhættusvæði. En ríkisstjórnin ætlaði að fara aðra leið segir Helga Vala; núna virðist sem þær Svandís og Katrín [Jakobsdóttir forsætisráðherra vilji vera að bakka. Svandís sé að biðja Sjálfstæðisflokkinn að róa sig „Já, ef marka má Katrínu og Svandísi eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun. Og fylgja Þórólfi sem hefur vitið í þessum málum. Það er okkar leið. Við fögnum því. “ Helga Vala segist ekki geta tekið ummæli Svandísar til sín eða stórnarandstöðunnar: „Augljóslega er Svandís að biðja Sjálfstæðisflokkinn að róa sig í gagnrýninni á þessar nýjustu aðgerðir. Hún er að tala við samstarfsflokk sinn í ríkisstjórninni.“ Helga Vala segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið mikinn í umræðum um málið á þinginu. „Við vorum beðin um að takmarka umræðuna inni í þinginu af því að þetta þurfti að vinnast hratt. Það var einn þingmaður sem talaði fyrir hvern stjórnarandstöðuflokkanna en Sjálfstæðisflokkurinn þurfti þrjá, til að lýsa andstöðu við málið. Þetta voru það Sigríður Á. Andersen, Birgir Ármannsson og Vilhjálmur Árnason. „Og tveir ráðherrar sjálfstæðisflokksins mættu svo ekki til atkvæðagreiðslunnar,“ segir Helga Vala og telur það segja sína sögu. Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03 Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22. apríl 2021 07:10 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
„Þetta beinist ekki að mér. Þetta er klár stunga á samstarfsflokkinn. Hún er að tala við Sjallana. Það er bara þannig,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Fréttastofa ræddi við Svandísi eftir óvenju langan ríkisstjórnarfund sem haldinn var í morgun; þriggja tíma fundur sem fór í að ræða landamærin. Svandís var spurð út í samstöðu á þinginu í tengslum við nýja lagasetningu er varðar sóttvarnarráðstafanir. „Ég hefði gjarnan viljað meiri samstöðu um það mál. En ég held að pólitískar vendingar í því máli ráðist líka að hluta til af því að við erum komin á kosningaár,“ sagði Svandís. Og bætti við: „Það eru komnir skruðningar í pólitíska umræðu sem eru umhugsunarefni vegna þess að jafnaði hefur það ekki verið þannig að baráttan við veiruna væri pólitískt bitbein.“ Frumvarpið miðjumoð vegna átaka innan ríkisstjórnar Helga Vala segir þetta alveg rétt, aðgerðir sóttvarnaryfirvalda og heilbrigðisráðherra séu orðnar að pólitísku bitbeini en innan ríkisstjórnarinnar. „En milli Sjálfstæðiflokksins annars vegar og Vg hins vegar. Frumvarpið sem Svandís komst inn í þingið með var miðjumoð vegna átakanna innan ríkisstjórnarinnar.“ Helga Vala, sem á sæti í velferðarnefnd, segir það klárt mál að stórnarandstöðuflokkarnir allir hafi verið skýrir á því að fylgja ætti ráðleggingum sóttvarnarlæknis og mati hans á hvað eru hááhættusvæði. En ríkisstjórnin ætlaði að fara aðra leið segir Helga Vala; núna virðist sem þær Svandís og Katrín [Jakobsdóttir forsætisráðherra vilji vera að bakka. Svandís sé að biðja Sjálfstæðisflokkinn að róa sig „Já, ef marka má Katrínu og Svandísi eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun. Og fylgja Þórólfi sem hefur vitið í þessum málum. Það er okkar leið. Við fögnum því. “ Helga Vala segist ekki geta tekið ummæli Svandísar til sín eða stórnarandstöðunnar: „Augljóslega er Svandís að biðja Sjálfstæðisflokkinn að róa sig í gagnrýninni á þessar nýjustu aðgerðir. Hún er að tala við samstarfsflokk sinn í ríkisstjórninni.“ Helga Vala segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið mikinn í umræðum um málið á þinginu. „Við vorum beðin um að takmarka umræðuna inni í þinginu af því að þetta þurfti að vinnast hratt. Það var einn þingmaður sem talaði fyrir hvern stjórnarandstöðuflokkanna en Sjálfstæðisflokkurinn þurfti þrjá, til að lýsa andstöðu við málið. Þetta voru það Sigríður Á. Andersen, Birgir Ármannsson og Vilhjálmur Árnason. „Og tveir ráðherrar sjálfstæðisflokksins mættu svo ekki til atkvæðagreiðslunnar,“ segir Helga Vala og telur það segja sína sögu.
Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03 Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22. apríl 2021 07:10 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03
Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22. apríl 2021 07:10