Þá hafa um 2,3 milljarðar til viðbótar verið greiddir í svonefnda viðspyrnustyrki sem eru greiddir út mánaðarlega til rekstraraðila.
Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar segir að Skattinum hafi alls borist um 4.700 umsóknir um slíka styrki og um 85% umsóknanna hafi verið afgreiddar.
Þá hafa tæpir 2,4 milljarðar króna verið greiddir í lokunarstyrki. Að sögn ríkisstjórnarinnar hafa ríflega 80 milljarðar verið greiddir síðustu mánuði í tengslum við úrræði stjórnvalda vegna faraldursins.
Á fimmta þúsund rekstraraðilar og nær fjörutíu þúsund einstaklingar eru sagðir hafa nýtt sér stuðninginn. Þar að auki hafa rúmir sjö milljarðar króna verið endurgreiddir aukalega af virðisaukaskatti vegna framkvæmda.
Flest þeirra fyrirtækja sem hafa nýtt sér úrræði stjórnvalda vegna faraldursins eru með tíu launamenn eða færri.