Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2021 11:03 Þórólfur lýsti þröngri stöðu sinni á maraþonfundi velferðarnefndar á miðvikudag. Samfylkingarfólk telur einsýnt að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda; Þórólfs og sannfæringar sinnar og svo samstarfsmanna í Sjálfstæðisflokknum sem vilja ekki skemur í valdheimildum. vísir/vilhelm Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. Á maraþonfundi velferðarnefndar á miðvikudaginn, en seinna þá um nóttina voru ný lög samþykkt frá Alþingi sem þar sem gefnar voru út heimildir til að skikka fólk í sóttkví frá hááættusvæðum, kvartaði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir undan því að hendur hans væru bundnar. Fjölmargir voru kallaðir fyrir nefndina, meðal annarra Þórólfur sem líkti stöðu sinni við slökkviliðsstjóra. Hann sagði að lögin megi ekki og geti ekki verið þannig að alltaf þegar slökkviliðsmaðurinn er á leið að brennandi húsi þurfi hann að byrja á að ræða við stjórnmálamenn á leiðinni – til að fá heimildina framlengda eða útfærða nánar til að fá að slökkva eldinn. Í brýnu sló milli Svandísar og minnihlutans Á þingfundi um nóttina vitnaði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar óbeint til þessa og gerði þetta líkingarmál að sínu í ræðu sinni þegar hún gerði grein fyrir breytingartillögu sinni. Sló í brýnu í sjálfri atkvæðagreiðsluna þegar liðið var fram á morgun, þegar þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. En þá þótti þingmönnum minnihlutans Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vega ómaklega að sér þegar hún lagði frumvarpið fram og sagði eitthvað á þá leið að þingmenn hlytu nú að geta verið sammála um að stemma bæri stigu við útbreiðslu veirunnar og færu ekki að tala um eitthvað annað; nota þetta í pólitískum tilgangi. Sérstaklega tóku þingmenn Samfylkingarinnar orðum Svandísar illa og töldu ómaklega að sér vegið. Logi Einarsson sagði það ömurlegt í fari fólks þegar það léti vandræðagang innan sinna raða bitna á öðrum. Helgu Völu sárnaði þessi ummæli mjög og sagði þetta aumt útspil og sagði einsýnt að ráðherra teldi ekki vert að fara að tilmælum Þórólfs. Oddný Harðardóttir sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með ræðu Svandísar en taldi ljóst að hún væri að beina orðum sínum til samstarfsmanna sinna í ríkisstjórn, nefnilega Sjálfstæðismönnum. Milli tveggja elda Þórólfur hefur nú skilað Svandís minnisblaði um aðgerðir á landamærum vegna nýrra laga um að skikka megi fólk frá hááhættusvæðum í sóttvarnahús. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Lögin gera ráð fyrir því að hann skilgreini hvaða lönd séu hááhættusvæði eftir fjölda smita, nýgengi þeirra og þeim veiruafbrigðum sem þar greinast. Að sögn fréttastofu Ríkisútvarpsins eru ekki lagðar fram tillögur að aðgerðum innanlands í minnisblaðinu. Í samtali við Samfylkingarfólk kemur fram að það telur blasa við að Svandís sé milli tveggja elda, sannfæringar sinnar og Þórólfs annars vegar og svo Sjálfstæðismanna hins vegar. Sumir vilja ganga svo langt að tala um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og að hún sé alltaf tveimur vikum of sein til með sínar aðgerðir. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn frumvarpinu meðal annars á þeim forsendum að ýmislegt í texta frumvarpsins væri of afstætt til að það væri boðlegt í lagatexta. Kom það fram í ræðu hennar um nóttina, þegar frumvarpið var afgreitt. Athygli vakti að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, þau Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð ferðamálaráðherra voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. 22. apríl 2021 14:29 „Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15 Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22. apríl 2021 07:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Á maraþonfundi velferðarnefndar á miðvikudaginn, en seinna þá um nóttina voru ný lög samþykkt frá Alþingi sem þar sem gefnar voru út heimildir til að skikka fólk í sóttkví frá hááættusvæðum, kvartaði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir undan því að hendur hans væru bundnar. Fjölmargir voru kallaðir fyrir nefndina, meðal annarra Þórólfur sem líkti stöðu sinni við slökkviliðsstjóra. Hann sagði að lögin megi ekki og geti ekki verið þannig að alltaf þegar slökkviliðsmaðurinn er á leið að brennandi húsi þurfi hann að byrja á að ræða við stjórnmálamenn á leiðinni – til að fá heimildina framlengda eða útfærða nánar til að fá að slökkva eldinn. Í brýnu sló milli Svandísar og minnihlutans Á þingfundi um nóttina vitnaði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar óbeint til þessa og gerði þetta líkingarmál að sínu í ræðu sinni þegar hún gerði grein fyrir breytingartillögu sinni. Sló í brýnu í sjálfri atkvæðagreiðsluna þegar liðið var fram á morgun, þegar þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. En þá þótti þingmönnum minnihlutans Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vega ómaklega að sér þegar hún lagði frumvarpið fram og sagði eitthvað á þá leið að þingmenn hlytu nú að geta verið sammála um að stemma bæri stigu við útbreiðslu veirunnar og færu ekki að tala um eitthvað annað; nota þetta í pólitískum tilgangi. Sérstaklega tóku þingmenn Samfylkingarinnar orðum Svandísar illa og töldu ómaklega að sér vegið. Logi Einarsson sagði það ömurlegt í fari fólks þegar það léti vandræðagang innan sinna raða bitna á öðrum. Helgu Völu sárnaði þessi ummæli mjög og sagði þetta aumt útspil og sagði einsýnt að ráðherra teldi ekki vert að fara að tilmælum Þórólfs. Oddný Harðardóttir sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með ræðu Svandísar en taldi ljóst að hún væri að beina orðum sínum til samstarfsmanna sinna í ríkisstjórn, nefnilega Sjálfstæðismönnum. Milli tveggja elda Þórólfur hefur nú skilað Svandís minnisblaði um aðgerðir á landamærum vegna nýrra laga um að skikka megi fólk frá hááhættusvæðum í sóttvarnahús. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Lögin gera ráð fyrir því að hann skilgreini hvaða lönd séu hááhættusvæði eftir fjölda smita, nýgengi þeirra og þeim veiruafbrigðum sem þar greinast. Að sögn fréttastofu Ríkisútvarpsins eru ekki lagðar fram tillögur að aðgerðum innanlands í minnisblaðinu. Í samtali við Samfylkingarfólk kemur fram að það telur blasa við að Svandís sé milli tveggja elda, sannfæringar sinnar og Þórólfs annars vegar og svo Sjálfstæðismanna hins vegar. Sumir vilja ganga svo langt að tala um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og að hún sé alltaf tveimur vikum of sein til með sínar aðgerðir. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn frumvarpinu meðal annars á þeim forsendum að ýmislegt í texta frumvarpsins væri of afstætt til að það væri boðlegt í lagatexta. Kom það fram í ræðu hennar um nóttina, þegar frumvarpið var afgreitt. Athygli vakti að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, þau Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð ferðamálaráðherra voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. 22. apríl 2021 14:29 „Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15 Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22. apríl 2021 07:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. 22. apríl 2021 14:29
„Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15
Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22. apríl 2021 07:10