Leikmenn Schalke gætu neitað að spila eftir árásirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 12:31 Benjamin Stambouli, leikmaður FC Schalke 04, sést hér eftir tapið á móti Arminia Bielefeld. EPA-EFE/Frederic Scheidemann Það er ófremdarástand hjá þýska félaginu Schalke 04 eftir að stuðningsmenn félagsins réðust á leikmenn liðsins í kjölfarið á því að liðið féll úr þýsku bundesligunni á þriðjudagskvöldið. Nú er svo komið að leikmenn hafa ekki mætt á æfingu í tvo daga og yfirmenn félagsins eru ekki vissir um að allir leikmenn liðsins vilji spila aftur fyrir Schalke. „Ég mun aldrei gleyma óttanum í augum Buyo,“ sagði liðstjórinn og goðsögnin Gerald Asamoah um árásina og var þar að tala um aðstoðarþjálfarann Mike „Buyo“ Buskens. #Asamoah: "Angst in den Augen werde ich nicht vergessen" https://t.co/I2ySoPMulV— SPORT1 (@SPORT1) April 22, 2021 Schalke 04 féll úr deildinni eftir 1-0 tap á móti Arminia Bielefeld á þriðjudagskvöldið en liðið skilaði sér aftur heim um nóttina. Þar biðu stuðningsmennirnir eftir rútunni. Þeir vildu fá að ræða við leikmennina sen fljótlega kom í ljós að allt annað var á dagskránni þegar stuðningsmennirnir réðust á leikmennina þegar þeir komu út úr liðsrútunni. Schalke 04 hefur verið í efstu deild frá árinu 1988 og fallið að sjálfsögðu mikið áfall. Það er þó framkoma stuðningsmannanna sem hefur verið mesta áfallið. „Ég var einn af þeim fyrstu út úr rútunni og ég var ekkert hræddur. Ég hef þekkt stuðningsmennina lengi og hélt að ekkert myndi gerast,“ sagði Gerald Asamoah við blaðamenn. Lögreglan beið við hliðið og stuðningsmennirnir fengu því nokkrar mínútur til að láta reiði sína bitna á föllnu stjörnunum. Eggjum var kastað í leikmennina og sumir þeirra voru eltir uppi af stuðningsmönnum. Þeir skemmdu líka að minnsta kosti einn bíl í eigu leikmanns samkvæmt heimildum ESPN. Schalke players were attacked by their own fans after getting relegated from the Bundesliga.Fans chased some of the players on the stadium perimeters in scenes that sources told @uersfeld were filmed early Wednesday morning.(via @VoetbalUltras)pic.twitter.com/GTvNXnPKSs— ESPN FC (@ESPNFC) April 21, 2021 Íþróttastjórinn Peter Knabel hefur í framhaldinu sagt að hann ætli að gefa leikmönnum valkost um að þurfa ekki að spila aftur fyrir liðið á þessu tímabili. „Ég get lifað með öllum ákvörðunum svo framarlega að þær fari eftir lögum. Við verðum að sjá til hvernig leikmönnunum líður,“ sagði Peter Knabel við Sportschau. Schalke 04 á eftir að spila fjóra leiki í deildinni á þessu tímabili. Schalke legend Gerald Asamoah couldn't hold back the tears after they got relegated for the first time in 30 years (via @Bundesliga_EN) pic.twitter.com/0mOExEPB9R— ESPN FC (@ESPNFC) April 22, 2021 Þýski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira
Nú er svo komið að leikmenn hafa ekki mætt á æfingu í tvo daga og yfirmenn félagsins eru ekki vissir um að allir leikmenn liðsins vilji spila aftur fyrir Schalke. „Ég mun aldrei gleyma óttanum í augum Buyo,“ sagði liðstjórinn og goðsögnin Gerald Asamoah um árásina og var þar að tala um aðstoðarþjálfarann Mike „Buyo“ Buskens. #Asamoah: "Angst in den Augen werde ich nicht vergessen" https://t.co/I2ySoPMulV— SPORT1 (@SPORT1) April 22, 2021 Schalke 04 féll úr deildinni eftir 1-0 tap á móti Arminia Bielefeld á þriðjudagskvöldið en liðið skilaði sér aftur heim um nóttina. Þar biðu stuðningsmennirnir eftir rútunni. Þeir vildu fá að ræða við leikmennina sen fljótlega kom í ljós að allt annað var á dagskránni þegar stuðningsmennirnir réðust á leikmennina þegar þeir komu út úr liðsrútunni. Schalke 04 hefur verið í efstu deild frá árinu 1988 og fallið að sjálfsögðu mikið áfall. Það er þó framkoma stuðningsmannanna sem hefur verið mesta áfallið. „Ég var einn af þeim fyrstu út úr rútunni og ég var ekkert hræddur. Ég hef þekkt stuðningsmennina lengi og hélt að ekkert myndi gerast,“ sagði Gerald Asamoah við blaðamenn. Lögreglan beið við hliðið og stuðningsmennirnir fengu því nokkrar mínútur til að láta reiði sína bitna á föllnu stjörnunum. Eggjum var kastað í leikmennina og sumir þeirra voru eltir uppi af stuðningsmönnum. Þeir skemmdu líka að minnsta kosti einn bíl í eigu leikmanns samkvæmt heimildum ESPN. Schalke players were attacked by their own fans after getting relegated from the Bundesliga.Fans chased some of the players on the stadium perimeters in scenes that sources told @uersfeld were filmed early Wednesday morning.(via @VoetbalUltras)pic.twitter.com/GTvNXnPKSs— ESPN FC (@ESPNFC) April 21, 2021 Íþróttastjórinn Peter Knabel hefur í framhaldinu sagt að hann ætli að gefa leikmönnum valkost um að þurfa ekki að spila aftur fyrir liðið á þessu tímabili. „Ég get lifað með öllum ákvörðunum svo framarlega að þær fari eftir lögum. Við verðum að sjá til hvernig leikmönnunum líður,“ sagði Peter Knabel við Sportschau. Schalke 04 á eftir að spila fjóra leiki í deildinni á þessu tímabili. Schalke legend Gerald Asamoah couldn't hold back the tears after they got relegated for the first time in 30 years (via @Bundesliga_EN) pic.twitter.com/0mOExEPB9R— ESPN FC (@ESPNFC) April 22, 2021
Þýski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira