Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 07:43 Rússneskir lögreglumenn leiða burt tvo stuðningsmenn Navanlí sem mótmæltu í Sankti Pétursborg á miðvikudag. Talið er að fleiri en þúsund manns hafi verið handtekin á mótmælum víða um landið en stjórnvöld lýstu þau ólögleg. Vísir/EPA Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. Navalní var hnepptur í fangelsi í febrúar en hann hóf hungurverkfall fyrir um þremur vikum til þess að krefjast viðunandi læknismeðferðar vegna mikilla bakverkja og doða í fótleggjum. Læknar hans vísa til niðurstaðna úr skoðun á Navalní sem var gerð á þriðjudag sem þeir fengu að sjá. „Ef hungurverkfallið heldu áfram í jafnvel aðeins smá stund í viðbót höfum við einfaldlega engan til að annast um bráðum, því miður,“ segja læknarnir fimm, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Læknarnir hafa ekki fengið að hitta Navalní til þessa. Fangelsisyfirvöld hafa ekki brugðist við áliti þeirra til þessa. Þegar Navalní var fluttur á sjúkrahús í vikunni lýstu þau heilsu Navalní sem „viðunandi“. Þúsundir kröfðust þess að Navalní yrði látinn laus á mótmælum sem stuðningsmenn hans skipulögðu víðsvegar um Rússland á miðvikudag. Rússneska lögreglan handtók fleiri en þúsund þeirra en stjórnvöld í Kreml umbera takmarkað andóf og höfðu lýst mótmælin ólögleg áður en þau fóru fram. Navalní var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í febrúar vegna þess að rússneskur dómstóll taldi hann hafa brotið gegn reynslulausn vegna fjársvikadóms sem hann hlaut árið 2014. Þann dóm hefur Mannréttindadómstóll Evrópu kallað gerræðislegan og óréttlátan. Rússneski dómstóllinn taldi að Navalní hefði brotið gegn skilyrðum reynslulausnarinnar þegar hann gaf sig ekki fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái á þýsku sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í fyrra. Navalní hefur sakað Vladímír Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið en því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Sama taugaeitur var byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Talið er að tveir útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi staðið að verki og álykta vestrænar leyniþjónustustofnanir að það hafi þeir gert að undirlagi Pútín sjálfs. Skrípal og dóttir hans lifðu tilræðið af en ensk kona lést síðar eftir að hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. 21. apríl 2021 09:21 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fer vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Navalní var hnepptur í fangelsi í febrúar en hann hóf hungurverkfall fyrir um þremur vikum til þess að krefjast viðunandi læknismeðferðar vegna mikilla bakverkja og doða í fótleggjum. Læknar hans vísa til niðurstaðna úr skoðun á Navalní sem var gerð á þriðjudag sem þeir fengu að sjá. „Ef hungurverkfallið heldu áfram í jafnvel aðeins smá stund í viðbót höfum við einfaldlega engan til að annast um bráðum, því miður,“ segja læknarnir fimm, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Læknarnir hafa ekki fengið að hitta Navalní til þessa. Fangelsisyfirvöld hafa ekki brugðist við áliti þeirra til þessa. Þegar Navalní var fluttur á sjúkrahús í vikunni lýstu þau heilsu Navalní sem „viðunandi“. Þúsundir kröfðust þess að Navalní yrði látinn laus á mótmælum sem stuðningsmenn hans skipulögðu víðsvegar um Rússland á miðvikudag. Rússneska lögreglan handtók fleiri en þúsund þeirra en stjórnvöld í Kreml umbera takmarkað andóf og höfðu lýst mótmælin ólögleg áður en þau fóru fram. Navalní var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í febrúar vegna þess að rússneskur dómstóll taldi hann hafa brotið gegn reynslulausn vegna fjársvikadóms sem hann hlaut árið 2014. Þann dóm hefur Mannréttindadómstóll Evrópu kallað gerræðislegan og óréttlátan. Rússneski dómstóllinn taldi að Navalní hefði brotið gegn skilyrðum reynslulausnarinnar þegar hann gaf sig ekki fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái á þýsku sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í fyrra. Navalní hefur sakað Vladímír Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið en því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Sama taugaeitur var byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Talið er að tveir útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi staðið að verki og álykta vestrænar leyniþjónustustofnanir að það hafi þeir gert að undirlagi Pútín sjálfs. Skrípal og dóttir hans lifðu tilræðið af en ensk kona lést síðar eftir að hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. 21. apríl 2021 09:21 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fer vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40
Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. 21. apríl 2021 09:21