Tristan Máni er 13 ára fótboltasnillingur í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. apríl 2021 20:03 Tristan Máni Orrason, 13 ára fótboltasnillingur í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrettán ára strákur í Kópavogi getur gert ótrúlegustu hluti með fótbolta þegar kemur að kúnstum og leikjum með boltann. Hann getur til dæmis gert armbeygjur um leið og hann leikur sér með boltann. Tristan Máni Orrason, sem er 13 ára og er að fara að fermast í vor eyðir miklum tíma á Kópavogsvelli og hefur gert síðustu ár enda á fótbolti hug hans allan. Hann æfir með Breiðabliki í fjórða flokki. Samhliða fótboltanum hefur hann náð ótrúlega góðum árangri við að halda boltanum á lofti, metið hans er rúmlega þúsund sinnum og svo gerir hann allskonar kúnstir og æfingar með boltann. Fjöldi fólks fylgir honum t.d. á Instagram þar sem hann hefur sett nokkur myndbönd af sér. Mamma Tristans segir að líf Tristans snúist um fótbolta og aftur fótbolta. „Já, hann er svakalega góður með boltann og er búin að vera með bolta síðan að hann byrjaði að ganga en hann fór að ganga átta mánaða í Liverpool búningnum og ég man aldrei til þess að hann hafi leikið sér með dót heldur hefur það alltaf verið fótbolti,“ segir Elma Bjartmarsdóttir. Og Elma heldur áfram: „Tristan er með mjög stórt markmið í lífinu en hann hefur ætlað sér út í atvinnumennsku síðan hann var ekki orðin átta ára. Þá setti hann sér fyrsta markiðmið, hann ætlaði sér að vera í A-liðinu á Norðurálsmótinu og vann ötullega að því og tókst þá og síðan þá hefur hann verið með mjög öflug markmið og er alveg svakalega duglegur að vinna að þeim.“ Tristan Máni og Elma móðir hans á Kópavogsvelli þar sem Tristan er mjög duglegur að æfa sig með boltannMagnús Hlynur Hreiðarsson Eitt af atriðunum, sem Tristan gerir er að leika sér með boltann og hann skellir sér svo í armbeygju í leiðinni. „Ég bara legg rosalega mikið á mig og geri allt til að ná markmiði mínu en það er bara að ná í atvinnumennskuna og spila með landsliðinu. Uppáhaldsleikmaðurinn minn og fyrirmyndin mín er Gylfi Sigurðsson,“ segir Tristan. En hvað hvaða liði heldur hann í útlöndum? „Liverpool að sjálfsögðu, það er uppáhaldsliðið mitt. Það bara halda allir í fjölskyldunni minni með Liverpool og þeir eru bara lang bestir,“ segir Tristan og hlær. Kópavogur Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Tristan Máni Orrason, sem er 13 ára og er að fara að fermast í vor eyðir miklum tíma á Kópavogsvelli og hefur gert síðustu ár enda á fótbolti hug hans allan. Hann æfir með Breiðabliki í fjórða flokki. Samhliða fótboltanum hefur hann náð ótrúlega góðum árangri við að halda boltanum á lofti, metið hans er rúmlega þúsund sinnum og svo gerir hann allskonar kúnstir og æfingar með boltann. Fjöldi fólks fylgir honum t.d. á Instagram þar sem hann hefur sett nokkur myndbönd af sér. Mamma Tristans segir að líf Tristans snúist um fótbolta og aftur fótbolta. „Já, hann er svakalega góður með boltann og er búin að vera með bolta síðan að hann byrjaði að ganga en hann fór að ganga átta mánaða í Liverpool búningnum og ég man aldrei til þess að hann hafi leikið sér með dót heldur hefur það alltaf verið fótbolti,“ segir Elma Bjartmarsdóttir. Og Elma heldur áfram: „Tristan er með mjög stórt markmið í lífinu en hann hefur ætlað sér út í atvinnumennsku síðan hann var ekki orðin átta ára. Þá setti hann sér fyrsta markiðmið, hann ætlaði sér að vera í A-liðinu á Norðurálsmótinu og vann ötullega að því og tókst þá og síðan þá hefur hann verið með mjög öflug markmið og er alveg svakalega duglegur að vinna að þeim.“ Tristan Máni og Elma móðir hans á Kópavogsvelli þar sem Tristan er mjög duglegur að æfa sig með boltannMagnús Hlynur Hreiðarsson Eitt af atriðunum, sem Tristan gerir er að leika sér með boltann og hann skellir sér svo í armbeygju í leiðinni. „Ég bara legg rosalega mikið á mig og geri allt til að ná markmiði mínu en það er bara að ná í atvinnumennskuna og spila með landsliðinu. Uppáhaldsleikmaðurinn minn og fyrirmyndin mín er Gylfi Sigurðsson,“ segir Tristan. En hvað hvaða liði heldur hann í útlöndum? „Liverpool að sjálfsögðu, það er uppáhaldsliðið mitt. Það bara halda allir í fjölskyldunni minni með Liverpool og þeir eru bara lang bestir,“ segir Tristan og hlær.
Kópavogur Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira