Skoðun og staðreyndir Þórir Guðmundsson skrifar 23. apríl 2021 08:33 Á skoðanasíðu Vísis eru frá degi til dags greinar eftir ráðherra, þingmenn, verkalýðsforingja, forstjóra og áhugafólk um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Þarna má fá í útbreiddasta fréttamiðli landsins innsýn í skoðanir breiðs hóps fólks, yfirleitt vel rökstuddar, ágætlega fram settar og úr nánast öllum áttum. Þetta er sannkallað markaðstorg hugmynda. Lestur skoðanagreina Vísis hefur aukist markvert á síðustu þremur árum eins og sjá má á Topplista Gallup. Á sama tíma hefur framboð á greinum stóraukist. Það sýnir okkur að sú áhersla sem við höfum sett undanfarið á gæði aðsendra greina hefur borið árangur. Þeir tímar, er skoðanasíða Vísis var fyrst og fremst vefbirtingastaður greina úr Fréttablaðinu, eru liðnir. Eftir aðskilnaðinn við Fréttablaðið hefur skoðanasíða Vísis vaxið og dafnað, öðlast eigið líf og er orðinn mikilvægur vettvangur lifandi samfélagsumræðu í landinu. Af því erum við gífurlega stolt. Ritstýrður vettvangur Við birtum flestar greinar en ekki allar. Við viljum tryggja ákveðin gæði. Greinar sem við birtum þurfa að standast almennar kröfur um málfar, stafsetningu, lengd, læsileika og sannleiksgildi staðhæfinga. Þær mega ekki vera í andstöðu við lög, þar á meðal ákvæði um hatursorðræðu og ærumeiðingar. Við birtum ekki greinar ef augljós tilgangur þeirra er að auglýsa vöru eða þjónustu. Skoðanahluti Vísis er vettvangur skoðanaskipta einstaklinga en ekki fréttatilkynninga, fræðigreina eða formlegra yfirlýsinga stofnana eða samtaka. Lesendur vefs þurfa að geta gengið að því sem vísu að efnisflokkurinn Skoðun innihaldi greinar þar sem fólk teflir fram sínum skoðunum. Veðurfréttir og vísindagreinar eiga þannig almennt ekki heima undir merkjum skoðunar – nema kannski ef um er að ræða skoðun á veðri eða vísindum. Þú mátt hafa þínar skoðanir en ekki þínar eigin staðreyndir Yfirleitt þarf ekki að fara mjög nákvæmlega yfir greinar fyrir birtingu. Langflestir þekkja þær óskráðu reglur sem gilda um skoðanaskipti og halda sig innan þeirra. Ein undantekning er þó, sem við höfum aðeins fundið fyrir, en það er þegar greinahöfundar sigla undir flaggi vísindalegrar nálgunar og reyna að koma skoðunum sínum á framfæri í formi fræðilegrar úttektar– sem stundum reynist ekkert sérstaklega fræðileg við nánari skoðun. Lesendur Vísis eiga heimtingu á lágmarksvirðingu fyrir staðreyndum; að þeim sé ekki boðið upp á rangar eða villandi staðhæfingar eða staðlausa stafi í búningi fræðilegrar umfjöllunar. Og, frómt frá sagt, þá eru umsjónarmenn skoðanasíðu Vísis ekki réttu aðilarnir til að staðreyna vísindalegar staðhæfingar. Að því sögðu, þá þurfa greinar almennt að geta staðist fljótlegt staðreyndatékk, hvort sem þær eru fræðigreinar eða ekki. Greinum hefur þannig verið hafnað til birtingar eftir að falla á fyrsta prófi þegar staðhæfingar eru sannreyndar, hlekkir skoðaðir og einföld leit á vefnum leiðir eitthvað allt annað í ljós en höfundur er að halda fram. Daniel Patrick Moynihan, virtur bandarískur þingmaður sem nú er látinn, sagði einhvern tíma, „Þú átt rétt á að hafa þínar skoðanir. En þú átt ekki rétt á að hafa þínar eigin staðreyndir.“ Það er góð regla. Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Guðmundsson Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á skoðanasíðu Vísis eru frá degi til dags greinar eftir ráðherra, þingmenn, verkalýðsforingja, forstjóra og áhugafólk um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Þarna má fá í útbreiddasta fréttamiðli landsins innsýn í skoðanir breiðs hóps fólks, yfirleitt vel rökstuddar, ágætlega fram settar og úr nánast öllum áttum. Þetta er sannkallað markaðstorg hugmynda. Lestur skoðanagreina Vísis hefur aukist markvert á síðustu þremur árum eins og sjá má á Topplista Gallup. Á sama tíma hefur framboð á greinum stóraukist. Það sýnir okkur að sú áhersla sem við höfum sett undanfarið á gæði aðsendra greina hefur borið árangur. Þeir tímar, er skoðanasíða Vísis var fyrst og fremst vefbirtingastaður greina úr Fréttablaðinu, eru liðnir. Eftir aðskilnaðinn við Fréttablaðið hefur skoðanasíða Vísis vaxið og dafnað, öðlast eigið líf og er orðinn mikilvægur vettvangur lifandi samfélagsumræðu í landinu. Af því erum við gífurlega stolt. Ritstýrður vettvangur Við birtum flestar greinar en ekki allar. Við viljum tryggja ákveðin gæði. Greinar sem við birtum þurfa að standast almennar kröfur um málfar, stafsetningu, lengd, læsileika og sannleiksgildi staðhæfinga. Þær mega ekki vera í andstöðu við lög, þar á meðal ákvæði um hatursorðræðu og ærumeiðingar. Við birtum ekki greinar ef augljós tilgangur þeirra er að auglýsa vöru eða þjónustu. Skoðanahluti Vísis er vettvangur skoðanaskipta einstaklinga en ekki fréttatilkynninga, fræðigreina eða formlegra yfirlýsinga stofnana eða samtaka. Lesendur vefs þurfa að geta gengið að því sem vísu að efnisflokkurinn Skoðun innihaldi greinar þar sem fólk teflir fram sínum skoðunum. Veðurfréttir og vísindagreinar eiga þannig almennt ekki heima undir merkjum skoðunar – nema kannski ef um er að ræða skoðun á veðri eða vísindum. Þú mátt hafa þínar skoðanir en ekki þínar eigin staðreyndir Yfirleitt þarf ekki að fara mjög nákvæmlega yfir greinar fyrir birtingu. Langflestir þekkja þær óskráðu reglur sem gilda um skoðanaskipti og halda sig innan þeirra. Ein undantekning er þó, sem við höfum aðeins fundið fyrir, en það er þegar greinahöfundar sigla undir flaggi vísindalegrar nálgunar og reyna að koma skoðunum sínum á framfæri í formi fræðilegrar úttektar– sem stundum reynist ekkert sérstaklega fræðileg við nánari skoðun. Lesendur Vísis eiga heimtingu á lágmarksvirðingu fyrir staðreyndum; að þeim sé ekki boðið upp á rangar eða villandi staðhæfingar eða staðlausa stafi í búningi fræðilegrar umfjöllunar. Og, frómt frá sagt, þá eru umsjónarmenn skoðanasíðu Vísis ekki réttu aðilarnir til að staðreyna vísindalegar staðhæfingar. Að því sögðu, þá þurfa greinar almennt að geta staðist fljótlegt staðreyndatékk, hvort sem þær eru fræðigreinar eða ekki. Greinum hefur þannig verið hafnað til birtingar eftir að falla á fyrsta prófi þegar staðhæfingar eru sannreyndar, hlekkir skoðaðir og einföld leit á vefnum leiðir eitthvað allt annað í ljós en höfundur er að halda fram. Daniel Patrick Moynihan, virtur bandarískur þingmaður sem nú er látinn, sagði einhvern tíma, „Þú átt rétt á að hafa þínar skoðanir. En þú átt ekki rétt á að hafa þínar eigin staðreyndir.“ Það er góð regla. Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun