Þingfundi frestað enn einu sinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2021 22:04 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra leggur frumvarpið fram. Vísir/vilhelm Þingfundi sem hefjast átti klukkan 21:30 hefur nú verið frestað til klukkan eitt. Fundinum hafði áður verið frestað til 23 og síðan aftur til miðnættis. Afgreiðsla frumvarps heilbrigðisráðherra um sóttvarna- og útlendingalög í velferðarnefnd hefur dregist á langinn og útlit fyrir að umræða um frumvarpið á þingi standi fram á nótt. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á sjöunda tímanum og málið fór þá til velferðarnefndar, sem fundar enn. Margar athugasemdir voru gerðar við frumvarpið á þingi í dag, líkt og Vísir og Stöð 2 gerðu ítarleg skil. Boðað var til þingfundar að nýju klukkan 21:30 en honum var frestað til 23. Þegar klukkan sló 23 kom Guðjón S. Brjánsson, fyrsti varaforseti alþingis, upp í pontu og frestaði þingfundi um klukkutíma, eða til miðnættis. Hann kom svo aftur upp í pontu á miðnætti og frestaði þingfundi um annan klukkutíma, eða til klukkan eitt. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í velferðarnefnd, segir í samskiptum við Vísi skömmu eftir klukkan 23 að ekki sé útlit fyrir að nefndin ljúki vinnu sinni fyrir miðnætti, þegar þingfundur á að hefjast. Útlit sé fyrir langa nótt á Alþingi. Stefnt er að því að ljúka annarri og þriðju umræðu um frumvarpið í kvöld og að lögin taki gildi á morgun. Þau miða meðal annars að því að taka harðar á þeim sem koma til landsins frá hááhættusvæðum. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, var á meðal þeirra sem setti spurningamerki við frumvarpið í þingsal í dag. Þá sagði hún í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún byggist við því að frumvarpið tæki „þónokkrum breytingum“ í meðförum velferðarnefndar í kvöld. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 00:02. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Gerir fastlega ráð fyrir að frumvarpið taki „þónokkrum breytingum“ í kvöld Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir fastlega ráð fyrir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarnar- og útlendingalögum verði taki þónokkrum breytingum í meðförum velferðarnefndar í kvöld. 21. apríl 2021 19:53 Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á sjöunda tímanum og málið fór þá til velferðarnefndar, sem fundar enn. Margar athugasemdir voru gerðar við frumvarpið á þingi í dag, líkt og Vísir og Stöð 2 gerðu ítarleg skil. Boðað var til þingfundar að nýju klukkan 21:30 en honum var frestað til 23. Þegar klukkan sló 23 kom Guðjón S. Brjánsson, fyrsti varaforseti alþingis, upp í pontu og frestaði þingfundi um klukkutíma, eða til miðnættis. Hann kom svo aftur upp í pontu á miðnætti og frestaði þingfundi um annan klukkutíma, eða til klukkan eitt. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í velferðarnefnd, segir í samskiptum við Vísi skömmu eftir klukkan 23 að ekki sé útlit fyrir að nefndin ljúki vinnu sinni fyrir miðnætti, þegar þingfundur á að hefjast. Útlit sé fyrir langa nótt á Alþingi. Stefnt er að því að ljúka annarri og þriðju umræðu um frumvarpið í kvöld og að lögin taki gildi á morgun. Þau miða meðal annars að því að taka harðar á þeim sem koma til landsins frá hááhættusvæðum. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, var á meðal þeirra sem setti spurningamerki við frumvarpið í þingsal í dag. Þá sagði hún í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún byggist við því að frumvarpið tæki „þónokkrum breytingum“ í meðförum velferðarnefndar í kvöld. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 00:02.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Gerir fastlega ráð fyrir að frumvarpið taki „þónokkrum breytingum“ í kvöld Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir fastlega ráð fyrir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarnar- og útlendingalögum verði taki þónokkrum breytingum í meðförum velferðarnefndar í kvöld. 21. apríl 2021 19:53 Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Gerir fastlega ráð fyrir að frumvarpið taki „þónokkrum breytingum“ í kvöld Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir fastlega ráð fyrir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarnar- og útlendingalögum verði taki þónokkrum breytingum í meðförum velferðarnefndar í kvöld. 21. apríl 2021 19:53
Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20
Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði