Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2021 18:39 Bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hafa að mestu farið fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti um lánið frá Norðmönnum á vef stjórnarráðsins í morgun. Fljótlega fóru norskir fjölmiðlar að fjalla um lánið en TV2 náði tali af upplýsingafulltrúa norskra yfirvalda sem sagði lánið til skoðunar og niðurstöðu yrði að vænta fljótlega. Gangi allt eftir er vonast til að bóluefnaskammtarnir verði komnir hingað til lands eftir helgi. Það mun verða þess valdandi að nánast verður lokið við að bólusetja alla yfir 60 ára aldri í næstu viku. „Þessir skammtar munu flýta verulega bólusetningum á 60 ára og eldri, sennilega um tvær til þrjár vikur í það minnsta,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti Landlæknis. Þegar búið er að bólusetja 60 ára og eldri verður næsti hópur þeir sem þjást af undirliggjandi sjúkdómum. „Það er mjög mikið hjartasjúkdómar, eins og kransæðasjúkdómar, eða hjartabilun, meðfæddir hjartagallar. Sykursýki, lungnasjúkdómar áunnir og meðfæddir, ýmis krabbamein og ónæmisbælandi meðferðir. Þetta eru sjúkdómarnir sem eru tilgreindir í leiðbeiningum fyrir einstaklinga með áhættuþætti,“ segir Kamilla. Undirliggjandi sjúkdómar sem setja einstaklinga í mestu áhættuna gagnvart Covid eru fyrst og fremst ónæmisbæling og þeir sem eru með lungna- eða hjartasjúkdóma og geta veikst mjög hratt ef þeir fá lungnasýkingu. Lang algengasti áhættuþættirnir hér á landi eru offita og hár blóðþrýstingur. Þeir sem eru um fimmtugt og ekki með undirliggjandi sjúkdóm geta ekki búist við bólusetningu fyrr en í sumar að sögn Kamillu. „Á eftir áhættuþáttunum koma leik-, grunn- og framhaldsskólakennarar og þeir sem starfa í velferðarþjónustunni en hafa ekki enn fengið bólusetningu. Svo einstaklingar í viðkvæmri félagslegri stöðu. Þannig að einstaklingar með enga undirliggjandi áhættuþætti og ekki í neinum starfstengdum forgangi munu væntanlega ekki fá fyrr en í sumar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. 21. apríl 2021 15:49 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti um lánið frá Norðmönnum á vef stjórnarráðsins í morgun. Fljótlega fóru norskir fjölmiðlar að fjalla um lánið en TV2 náði tali af upplýsingafulltrúa norskra yfirvalda sem sagði lánið til skoðunar og niðurstöðu yrði að vænta fljótlega. Gangi allt eftir er vonast til að bóluefnaskammtarnir verði komnir hingað til lands eftir helgi. Það mun verða þess valdandi að nánast verður lokið við að bólusetja alla yfir 60 ára aldri í næstu viku. „Þessir skammtar munu flýta verulega bólusetningum á 60 ára og eldri, sennilega um tvær til þrjár vikur í það minnsta,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti Landlæknis. Þegar búið er að bólusetja 60 ára og eldri verður næsti hópur þeir sem þjást af undirliggjandi sjúkdómum. „Það er mjög mikið hjartasjúkdómar, eins og kransæðasjúkdómar, eða hjartabilun, meðfæddir hjartagallar. Sykursýki, lungnasjúkdómar áunnir og meðfæddir, ýmis krabbamein og ónæmisbælandi meðferðir. Þetta eru sjúkdómarnir sem eru tilgreindir í leiðbeiningum fyrir einstaklinga með áhættuþætti,“ segir Kamilla. Undirliggjandi sjúkdómar sem setja einstaklinga í mestu áhættuna gagnvart Covid eru fyrst og fremst ónæmisbæling og þeir sem eru með lungna- eða hjartasjúkdóma og geta veikst mjög hratt ef þeir fá lungnasýkingu. Lang algengasti áhættuþættirnir hér á landi eru offita og hár blóðþrýstingur. Þeir sem eru um fimmtugt og ekki með undirliggjandi sjúkdóm geta ekki búist við bólusetningu fyrr en í sumar að sögn Kamillu. „Á eftir áhættuþáttunum koma leik-, grunn- og framhaldsskólakennarar og þeir sem starfa í velferðarþjónustunni en hafa ekki enn fengið bólusetningu. Svo einstaklingar í viðkvæmri félagslegri stöðu. Þannig að einstaklingar með enga undirliggjandi áhættuþætti og ekki í neinum starfstengdum forgangi munu væntanlega ekki fá fyrr en í sumar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. 21. apríl 2021 15:49 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. 21. apríl 2021 15:49