Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2021 18:39 Bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hafa að mestu farið fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti um lánið frá Norðmönnum á vef stjórnarráðsins í morgun. Fljótlega fóru norskir fjölmiðlar að fjalla um lánið en TV2 náði tali af upplýsingafulltrúa norskra yfirvalda sem sagði lánið til skoðunar og niðurstöðu yrði að vænta fljótlega. Gangi allt eftir er vonast til að bóluefnaskammtarnir verði komnir hingað til lands eftir helgi. Það mun verða þess valdandi að nánast verður lokið við að bólusetja alla yfir 60 ára aldri í næstu viku. „Þessir skammtar munu flýta verulega bólusetningum á 60 ára og eldri, sennilega um tvær til þrjár vikur í það minnsta,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti Landlæknis. Þegar búið er að bólusetja 60 ára og eldri verður næsti hópur þeir sem þjást af undirliggjandi sjúkdómum. „Það er mjög mikið hjartasjúkdómar, eins og kransæðasjúkdómar, eða hjartabilun, meðfæddir hjartagallar. Sykursýki, lungnasjúkdómar áunnir og meðfæddir, ýmis krabbamein og ónæmisbælandi meðferðir. Þetta eru sjúkdómarnir sem eru tilgreindir í leiðbeiningum fyrir einstaklinga með áhættuþætti,“ segir Kamilla. Undirliggjandi sjúkdómar sem setja einstaklinga í mestu áhættuna gagnvart Covid eru fyrst og fremst ónæmisbæling og þeir sem eru með lungna- eða hjartasjúkdóma og geta veikst mjög hratt ef þeir fá lungnasýkingu. Lang algengasti áhættuþættirnir hér á landi eru offita og hár blóðþrýstingur. Þeir sem eru um fimmtugt og ekki með undirliggjandi sjúkdóm geta ekki búist við bólusetningu fyrr en í sumar að sögn Kamillu. „Á eftir áhættuþáttunum koma leik-, grunn- og framhaldsskólakennarar og þeir sem starfa í velferðarþjónustunni en hafa ekki enn fengið bólusetningu. Svo einstaklingar í viðkvæmri félagslegri stöðu. Þannig að einstaklingar með enga undirliggjandi áhættuþætti og ekki í neinum starfstengdum forgangi munu væntanlega ekki fá fyrr en í sumar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. 21. apríl 2021 15:49 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti um lánið frá Norðmönnum á vef stjórnarráðsins í morgun. Fljótlega fóru norskir fjölmiðlar að fjalla um lánið en TV2 náði tali af upplýsingafulltrúa norskra yfirvalda sem sagði lánið til skoðunar og niðurstöðu yrði að vænta fljótlega. Gangi allt eftir er vonast til að bóluefnaskammtarnir verði komnir hingað til lands eftir helgi. Það mun verða þess valdandi að nánast verður lokið við að bólusetja alla yfir 60 ára aldri í næstu viku. „Þessir skammtar munu flýta verulega bólusetningum á 60 ára og eldri, sennilega um tvær til þrjár vikur í það minnsta,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti Landlæknis. Þegar búið er að bólusetja 60 ára og eldri verður næsti hópur þeir sem þjást af undirliggjandi sjúkdómum. „Það er mjög mikið hjartasjúkdómar, eins og kransæðasjúkdómar, eða hjartabilun, meðfæddir hjartagallar. Sykursýki, lungnasjúkdómar áunnir og meðfæddir, ýmis krabbamein og ónæmisbælandi meðferðir. Þetta eru sjúkdómarnir sem eru tilgreindir í leiðbeiningum fyrir einstaklinga með áhættuþætti,“ segir Kamilla. Undirliggjandi sjúkdómar sem setja einstaklinga í mestu áhættuna gagnvart Covid eru fyrst og fremst ónæmisbæling og þeir sem eru með lungna- eða hjartasjúkdóma og geta veikst mjög hratt ef þeir fá lungnasýkingu. Lang algengasti áhættuþættirnir hér á landi eru offita og hár blóðþrýstingur. Þeir sem eru um fimmtugt og ekki með undirliggjandi sjúkdóm geta ekki búist við bólusetningu fyrr en í sumar að sögn Kamillu. „Á eftir áhættuþáttunum koma leik-, grunn- og framhaldsskólakennarar og þeir sem starfa í velferðarþjónustunni en hafa ekki enn fengið bólusetningu. Svo einstaklingar í viðkvæmri félagslegri stöðu. Þannig að einstaklingar með enga undirliggjandi áhættuþætti og ekki í neinum starfstengdum forgangi munu væntanlega ekki fá fyrr en í sumar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. 21. apríl 2021 15:49 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. 21. apríl 2021 15:49