Mikilvægur sigur Bayern í toppbaráttunni Valur Páll Eiríksson skrifar 21. apríl 2021 16:00 Karólína spilaði tíu mínútur fyrir Bæjara í mikilvægum sigri. Getty Images/Sebastian Widmann Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilaði síðustu tíu mínúturnar í 3-2 útisigri Bayern München á Turbine Potsdam í 19. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Sigurinn er Bayern mikilvægur í toppbaráttunni en ríkjandi meistarar Wolfsburg bíða þeirra í næsta leik. Eftir sigur í fyrstu 17 leikjum sínum í deildinni tapaði Bayern München óvænt 3-2 fyrir Hoffenheim í síðusta leik. Við það varð bilið niður í ríkjandi meistara Wolfsburg, sem situr í öðru sæti, aðeins tvö stig. Bæjarar þurftu því á sigri að halda gegn liði Potsdam, sem sat fyrir leik dagsins í fjórða sæti. Potsdam er í harðri baráttu við Hoffenheim um þriðja sæti deildarinnar sem veitir keppnisrétt í Meistaradeildinni að ári en það var Dina Orschmann sem kom þeim í forystu eftir aðeins sex mínútna leik. Það tók þýski landsliðsframherjann Leu Schüller þó aðeins sex mínútur að jafna leikinn með sínu fjórtánda deildarmarki á leiktíðinni, áður en Lina Maria Magull kom Bayern 2-1 yfir af vítapunktinum á 20. mínútu. 2-1 stóð í leikhléi en sænska landsliðskonan Hanna Glas tvöfaldaði forystu Bayern eftir stoðsendingu Schüller á 56. mínútu. Aðeins tveimur mínútum eftir það skaut hin tvítuga Selina Cerci liði Potsdam aftur leið inn í leikinn, 3-2, en þar við sat. Með sigrinum eykur liðið forskot sitt á Wolfsburg í fimm stig en Wolfsburg mætir botnliði Duisburg í 19. umferðinni á sunnudag. Potsdam er með 32 stig í fjórða sæti, fimm stigum á eftir Hoffenheim sem er í þriðja sæti. Bayern freistar þess að vinna sinn fyrsta deildartitil frá árinu 2016 en Wolfsburg hefur fagnað sigri síðustu fjögur árin. Næsti leikur liðsins í deildinni er einmit gegn Wolfsburg sunnudaginn 9. maí, en sá leikur getur ráðið miklu um það hvort liðanna verður meistari í vor. Þýski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Sjá meira
Eftir sigur í fyrstu 17 leikjum sínum í deildinni tapaði Bayern München óvænt 3-2 fyrir Hoffenheim í síðusta leik. Við það varð bilið niður í ríkjandi meistara Wolfsburg, sem situr í öðru sæti, aðeins tvö stig. Bæjarar þurftu því á sigri að halda gegn liði Potsdam, sem sat fyrir leik dagsins í fjórða sæti. Potsdam er í harðri baráttu við Hoffenheim um þriðja sæti deildarinnar sem veitir keppnisrétt í Meistaradeildinni að ári en það var Dina Orschmann sem kom þeim í forystu eftir aðeins sex mínútna leik. Það tók þýski landsliðsframherjann Leu Schüller þó aðeins sex mínútur að jafna leikinn með sínu fjórtánda deildarmarki á leiktíðinni, áður en Lina Maria Magull kom Bayern 2-1 yfir af vítapunktinum á 20. mínútu. 2-1 stóð í leikhléi en sænska landsliðskonan Hanna Glas tvöfaldaði forystu Bayern eftir stoðsendingu Schüller á 56. mínútu. Aðeins tveimur mínútum eftir það skaut hin tvítuga Selina Cerci liði Potsdam aftur leið inn í leikinn, 3-2, en þar við sat. Með sigrinum eykur liðið forskot sitt á Wolfsburg í fimm stig en Wolfsburg mætir botnliði Duisburg í 19. umferðinni á sunnudag. Potsdam er með 32 stig í fjórða sæti, fimm stigum á eftir Hoffenheim sem er í þriðja sæti. Bayern freistar þess að vinna sinn fyrsta deildartitil frá árinu 2016 en Wolfsburg hefur fagnað sigri síðustu fjögur árin. Næsti leikur liðsins í deildinni er einmit gegn Wolfsburg sunnudaginn 9. maí, en sá leikur getur ráðið miklu um það hvort liðanna verður meistari í vor.
Þýski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Sjá meira