Eldgosið í eldlínunni í vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 15:54 Good Morning America er vinsælasti morgunþáttur í Bandaríkjunum. GMA Sjónvarpsþátturinn „Good Morning America“ hjá sjónvarpsstöðinni ABC News bauð upp á ýtarlega umfjöllun um eldgosið í Fagradalsfjalli í þætti dagsins. Þátturinn er einn allra vinsælasti fréttaþáttur í Bandaríkjunum og hann er langsamlega vinsælasti morgunþátturinn. Blaðamaður þáttarins, Will Reeve, var í beinni útsendingu frá gosstöðvunum, að sjálfsögðu samviskusamlega bólusettur og með gasgrímu til vonar og vara. „Þetta er magnað. Ég er ekki viss um að orð eða myndir geti miðlað því með fullnægjandi hætti hve stórbrotið sjónarspil þetta er,“ segir Reeve í samtali við kollega sinn. Yfirskrift umfjöllunarinnar er: „Vísindamenn flykkjast til Íslands til að berja sjaldgæft eldgos á Íslandi augum.“ Ásamt því sem fjallað er um áhrif gossins á jörðina í kring, er talað um að það geti veitt þeim upplýsingar um aðrar plánetur, eins og Mars. Reeve leitar fanga víða. Hann ræðir við sérfræðinga Veðurstofu Íslands, þær Söru Barsotti, fagstjóra eldfjallavár, og Melissu Anne Pfeffer, sérfræðing á sviði gasdreifingar. Sara og Melissa eru hluti af stórum hópi sérfræðinga á Veðurstofunni og annarra vísindamanna sem hafa fylgst náið með virkninni á Reykjanesskaga sem má segja að hafi byrjað rúmu ári áður en til eldgoss kom. Rúmar fimm milljónir horfa á Good Morning America á hverjum degi, samkvæmt mælingum vestanhafs. Áhugi áhorfenda á íslenskum eldgosum mun vera nokkur, enda gerði þátturinn eldgosinu í Holuhrauni 2014 einnig góð skil. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Blaðamaður þáttarins, Will Reeve, var í beinni útsendingu frá gosstöðvunum, að sjálfsögðu samviskusamlega bólusettur og með gasgrímu til vonar og vara. „Þetta er magnað. Ég er ekki viss um að orð eða myndir geti miðlað því með fullnægjandi hætti hve stórbrotið sjónarspil þetta er,“ segir Reeve í samtali við kollega sinn. Yfirskrift umfjöllunarinnar er: „Vísindamenn flykkjast til Íslands til að berja sjaldgæft eldgos á Íslandi augum.“ Ásamt því sem fjallað er um áhrif gossins á jörðina í kring, er talað um að það geti veitt þeim upplýsingar um aðrar plánetur, eins og Mars. Reeve leitar fanga víða. Hann ræðir við sérfræðinga Veðurstofu Íslands, þær Söru Barsotti, fagstjóra eldfjallavár, og Melissu Anne Pfeffer, sérfræðing á sviði gasdreifingar. Sara og Melissa eru hluti af stórum hópi sérfræðinga á Veðurstofunni og annarra vísindamanna sem hafa fylgst náið með virkninni á Reykjanesskaga sem má segja að hafi byrjað rúmu ári áður en til eldgoss kom. Rúmar fimm milljónir horfa á Good Morning America á hverjum degi, samkvæmt mælingum vestanhafs. Áhugi áhorfenda á íslenskum eldgosum mun vera nokkur, enda gerði þátturinn eldgosinu í Holuhrauni 2014 einnig góð skil.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22