Kristinn J. Gíslason, verkfræðingur og eigandi verkfræðistofunnar KJG Ráðgjöf, er mikill umhverfissinni og ekur sjálfur um borgina rafmagnsbifreið.
Hann samdi á dögunum lag og texta við lag sem fjallar um mengun móður jarðar. Lagið heitir einfaldlega Móðir jörð og frumsýnir Vísir myndbandið í dag.
Það er Lísa Einarsdóttir sem syngir, Kristinn S. Sturluson sá um hljóðfæraleik, útsetningu, upptökur oghljóðblöndun. og auglýsingarstofan KIWI gerði myndbandið sem sjá má hér að neðan.